Fréttablaðið - 29.01.2011, Side 6

Fréttablaðið - 29.01.2011, Side 6
6 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR ALÞINGI „Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis, um frumvarp sem sjálfstæðismaður- inn Árni Johnsen og Samfylkingar maðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa lagt fram um að veita rússneska rithöfundinum Madinu Salamovu íslenskan ríkisborgararétt. Salamova, sem þekkt er undir nafninu Marie Amelie, hefur búið í Noregi frá unga aldri en var fyrr í vikunni gert að yfirgefa landið og er nú komin til Rússlands. Árni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að frumvarpið væri lagt fram að Marie for- spurðri. Haft var eftir lögmanni hennar í gær að hún kærði sig ekki um að verða íslenskur ríkisborgari. Spurður hvort frumvarp um veitingu ríkis borgararéttar til handa manneskju sem ekki hefur sóst eftir honum sé yfir höfuð þingtækt segist Róbert ekki vita það. „Ég verð bara að segja það alveg eins og er,“ bætir hann við. „Þetta kom mjög flatt upp á mig. Ég hef ekki rætt við þá um þetta og vil sem minnst um málið segja.“ Róbert segir venjuna að allsherjarnefnd leggi fram frumvarp um veitingu ríkis- borgararéttar, og þá að undangengnum umsóknum um það til þingsins. Hann veit ekki til þess að þingmannafrumvarp um ríkisborgararétt hafi verið lagt fram áður. Róbert tekur hins vegar fram að þingfer- ill hans sé stuttur og hann sé því ekki sér- fróður um málefnið. „Þú ættir kannski að spyrja helsta sérfræðing landsins í veitingu ríkisborgararéttar, Vigdísi Hauksdóttur.“ - sh Formaður allsherjarnefndar veit ekki hvort frumvarp um ríkisborgararétt Marie Amelie er þingtækt: Frumvarp Árna og Sigmundar mjög óvenjulegt RÓBERT MARSHALL ÁRNI JOHNSENSIGMUNDUR E. RÚNARSSON FJÖLMIÐLAR Meira en eitt þúsund tólf ára börn hafa heimsótt 365 miðla með bekknum sínum síðan í október. Í gegnum tíðina hefur fjöldi beiðna borist einstökum fjölmiðl- um innan 365 miðla um heimsóknir skólabarna. Á síðasta ári var ákveð- ið að koma þessum heimsóknum í fastan farveg. Í lok ágúst var sent bréf til allra grunnskóla í landinu og nemendum 7. bekkjar boðið sérstak- lega í heimsókn í vetur. Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin voru framar vonum og í haust var nánast fullbókað í heimsóknir alla daga. Krakkarnir sem heimsækja 365 miðla fræðast almennt um sögu útvarps og sjónvarps á Íslandi og um alla fjölmiðla 365 miðla. Að sögn Einars Skúlasonar sem hefur umsjón með skólaheimsókn- unum spyrja krakkarnir mikið og oft fara af stað fjörugar umræður um einstaka fjölmiðla. Eftir umræður er yfirleitt farið í vettvangsskoðun í myndver frétta- stofu Stöðvar 2. Þar fá flestir hópar að prófa að setja sig í spor frétta- þular og lesa fréttir af textaskjá. Yfirleitt gefst krökkunum einnig kostur á að vera í hlutverki veður- fréttamanns. Enn er hægt að bóka skóla- heimsóknir hjá 365 miðlum á vormisseri. Grunnskólanemendur áhugasamir um íslenska fjölmiðla: Þúsund börn heimsótt 365 miðla SPREYTA SIG Í FRÉTTASETTINU Nem- endur sem koma í skólaheimsókn til 365 miðla fá oftast að bregða sér bæði í gervi fréttaþula og veðurfréttamanna og -kvenna. ATVINNUMÁL Framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra Sjálfs- bjargar hefur verið sagt upp störfum. Ekki var farið fram á vinnuskyldu út uppsagnarfrest- inn. Kolbrún Stefánsdóttir, fráfar- andi framkvæmdastjóri Sjálfs- bjargar, hefur unnið hjá stofn- uninni í fimm ár. Hvorki hún né fráfarandi skrifstofustjóri til fjögurra ára, Guðfinna Ásgeirsdóttir, fengu nokkurn fyrirvara á upp sögninni. Grétar Pétur Geirsson, for- maður stjórnar Sjálfsbjargar, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum á starf- semi. Hann segir að ekki verði ráðið í stöður kvennanna til að byrja með. - sv Yfirmenn reknir frá Sjálfsbjörg: Var sagt upp fyrirvaralaust Námskeið við svefnleysi • Átt þú erfi tt með að sofna á kvöldin? • Vaknar þú um miðjar nætur eða snemma á morgnana og nærð ekki að sofna aftur? • Finnst þér oft að þú fáir ekki nægilega góðan nætursvefn? • Ert þú oft þreyttur eða syfjaður á daginn? • Hefur þú miklar áhyggjur af svefnleysi og afl eiðingum þess? Fimm vikna námskeið við svefnleysi (insomnia) er að hefjast á vegum Helenu Jónsdóttur og Sóleyjar D. Davíðsdóttur sálfræðinga Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar þar sem veitt er fræðsla um svefn, og þátttakendur aðstoðaðir við að breyta svefnhegðun og hugarfari sem grefur undan svefni. Streitustjórnun og slökun jafnframt kennd. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 9. febrúar klukkan 16.00 og fer skráning fram fyrir 7. febrúar hjá Kvíðameðferðarstöðinni í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is. Stökktu til Kanarí 8. eða 15. febrúar Allra síðustu sætin! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 8. eða 15. febrúar í viku eða í tvær viku á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Þú getur valið hvort þú kýst að kaupa gistingu án fæðis eða gistingu með allt innifalið. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfanga- stað á ótrúlegum kjörum. Flogið er til London á leið til Kanaríeyja. Beint flug heim frá Kanaríeyjum Verð kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó / íbúð í viku. Aukavika kr. 29.580.- á mann. Verð kr. 119.900 - með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í viku með allt innifalið. Aukavika kr. 40.000.- á mann. FANGELSISMÁL Ekki stendur til að færa skúra frá Reyðarfirði til þess að leysa plássleysisvandann á Litla-Hrauni. Hugmynd kom upp á fundi um málið í vikunni að fjölga plássum í Litla-Hrauni um 45 með því að flytja þangað hús fyrir fangana. Húsin höfðu áður verið íbúðarhúsnæði þeirra sem byggðu álverið á Reyðarfirði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ekkert slíkt standa til og afar ólíklegt sé að húsin uppfylli öll skilyrði. „Það liggur fyrir skipulag um uppbyggingu og það skipulag felst í því að byggja uppbyggi- legt fangelsi í Reykjavík,“ segir Páll. „Lausnin liggur ekki í því að finna enn eina bráðabirgða- lausn. Við gerðum það þegar við opnuðum Bitru.“ - sv Engir fangaskúrar í bígerð: Uppbyggilegt skipulag er til Er álitshnekkir að stjórnlaga- þingsmálinu fyrir þjóðina?? Já 75% Nei 25% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgdist þú með leik Íslendinga um 5. sæti á heimsmeistara- mótinu í handknattleik? Segðu þína skoðun á visir.is HREKJAST UNDAN KYLFUM OG GASI Tugir þúsunda mótmælenda héldu út á götur Kaíró í gær til að krefjast afsagnar Mubaraks forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EGYPTALAND, AP Að loknum föstu- dagsbænum múslima héldu tugir þúsunda manna út á götur stærstu borga Egyptalands, þrátt fyrir útgöngubann og algert bann við mótmælasamkomum. Mikil harka var í átökunum. Nokkrir létu lífið og yfir þúsund manns særðust. Mótmælendur hafa kveikt í nokkrum stjórnarbygging- um, þar á meðal höfuðstöðvum ríkisstjórnarflokksins NDP. Mann- fjöldinn réðst einnig á byggingu egypska ríkissjónvarpsins. Fólkið krefst lýðræðisumbóta og heimtar að Hosni Mubarak, sem haldið hefur fast um stjórnartaum- ana í næstum þrjátíu ár, segi af sér sem forseti. Mohammed ElBaradei, einn helsti talsmaður lýðræðisumbóta í Egypta- landi, kom til landsins á fimmtudag og tók þátt í mótmælunum í Kaíró í gær að loknum föstudagsbænum. Hann leitaði skjóls í mosku þegar lögreglan beitti vatnsþrýsti- byssum á hópinn. Hann sagði þar að líklega væri tækifærið til að knýja fram breytingar með frið- sömum hætti farið forgörðum. „Nú er það fólkið á móti hrottun- um.“ Fréttir bárust af því að hann hafi verið settur í stofufangelsi. Bræðralag múslima, stærstu stjórnarandstöðusamtök landsins, styður mótmælin og gæti komist til meiri áhrifa hrekist Mubarak úr embætti. Þetta eru meira en áttatíu ára gömul samtök sem berjast fyrir því að lög íslamstrúar verði lands- lög. Leiðtogar samtakanna afneita jafnan ofbeldi, en stefna þeirra hefur engu að síður víða verið herskáum múslimum fyrirmynd. gudsteinn@frettabladid.is Mótmælendurnir mæta fullri hörku Miklar óeirðir brutust út í Egyptalandi í gær. Stjórnin sendi skriðdreka á mann- fjöldann, lokaði flugsamgöngum og netsambandi og lagði á útgöngubann um landið allt. Mótmælendur hafa kveikt í nokkrum stjórnarbyggingum. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.