Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 8

Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 8
8 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Ein af aðalástæð- um fyrir eyðingu glerungs í tönn- um Íslendinga er neysla súrra drykkja. Það eru drykkir með sýrustigi undir pH 5,5. Hólmfríð- ur Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð, og Alís G. Heiðar, nemi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands, hafa rannsakað innihald ýmissa drykkja sem eru á mark- aðnum hér á landi og þá sérstak- lega bragðbættra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru, sem og kóladrykkja. „Neyslumynstrið hefur einnig mikil áhrif. Sá sem er að fá sér einn og einn sopa af drykknum yfir tiltölulega langan tíma er frek- ar útsettur fyrir glerungseyðingu en sá sem klárar drykkinn fljótt,“ segir Hólmfríður. Glerungseyðing er sívaxandi vandamál hér á landi sem herjar sérstaklega á tennur ungs fólks. Rúmlega 37 prósent 15 ára drengja á Íslandi hafa mælanlega glerungs- eyðingu og 26 prósent stúlkna. Eru þetta niðurstöður úr Munnís, landsrannsókn á munnheilsu barna á Íslandi frá árinu 2005. Lýðheilsustöð hefur nú gefið út veggspjaldið „Þitt er valið“ með upplýsingum um sýrustig og syk- urmagn í helstu tegundum drykkja á markaðnum. Hólmfríður segir mikla undirbúningsvinnu liggja að baki veggspjaldinu, en Rannsókna- stofa tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Lýðheilsustöð rannsök- uðu áhrif helstu tegunda drykkja á glerung tanna. Drykkirnir voru sýrustigsmældir og flokkaðir í fjóra hópa eftir því hversu mikil hætta á glerungseyðingu stafar af þeim. Rannsóknin sýndi að vatn er besti kosturinn og óbragðbætt sódavatn og sódavatn með bragð- efnum (án sítrónusýru) eyða lítið sem ekkert glerungi tanna. „Mest kom á óvart að í þessum áhættuhópi eru íþróttadrykkir og aðrir vatnsdrykkir en ofangreind- ir, sem hafa verið markaðssettir á undanförnum árum sem heilsu- samlegur kostur,“ segir Hólmfríð- ur. „Drykkirnir eru margir hverjir úr íslensku bergvatni, hitaeininga- snauðir, innihalda hreinan ávaxta- safa og jafnvel bætiefni og vítamín. En ef drykkirnir stuðla að gler- ungseyðingu eru þeir ekki heilsu- bætandi.” sunna@frettabladid.is Heilsudrykkir valda eyðingu glerungs Ein aðalástæðan fyrir glerungseyðingu er neysla súrra drykkja. Rannsakað hefur verið innihald íslenskra vatnsdrykkja og áhrif þeirra á tannheilsu. Margir drykkir sem eru markaðssettir sem heilsusamlegir hafa skaðleg áhrif á tennur. ÞITT ER VALIÐ Veggspjald Lýðheilsu- stöðvar um skaðleg áhrif ýmissa drykkja á tannheilsu. MYND/LÝÐHEILSUSTÖÐ HÓLMFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins hafa unnið myndband sem leiðbeinir foreldrum að bursta tennur barna sinna. Myndbandið er á fjórum tungumálum og er aðgengilegt á www.lydheilsustod.is FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VIÐSKIPTI SP-Fjármögnun hefur eftir endurútreikning lána endur- greitt viðskiptavinum sínum um 1,3 milljarða króna. Fyrirtæk- ið hefur lokið endurútreikningi á um 20 þúsund lánasamningum, en á enn eftir að endurútreikna tæp- lega 10 þúsund samninga, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrirtækið bendir á að sam- kvæmt lögunum verði leiðrétting lána tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða greiðsluuppgjör út frá breyttum vaxtaforsendum og hins vegar höfuðstólsleiðréttingu vegna gengisbreytinga. „Þessi reikni- aðferð gerir það að verkum að samningar geta í einstaka tilvikum hækkað,“ segir í tilkynninguni. Af þeim samningum þar sem endur- útreikningi er lokið eru eftirstöðv- ar samninganna hins vegar sagð- ar hafa lækkað að meðaltali um 49 prósent. 53 prósent viðskiptavina sem áttu inneign óskuðu eftir að fá hana greidda út en 47 prósent vildu skuldajafna inneignina. Fram kemur í tilkynningu SP- Fjármögnunar að fyrirtækið stefni að því að ljúka endurútreikningi innan tímarammans sem til þess er gefinn í lögum, en það eru 60 dagar frá desemberlokum. Uppgjöri skal svo lokið innan 90 daga. - óká SP-Fjármögnun hefur lokið endurútreikningi á um tveimur þriðju hlutum lána: Hafa endurgreitt 1,3 milljarða BÍLAR SP-Fjármögnun hefur lokið endur- útreikningi um 20 þúsund lánasamn- inga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Átján ára piltur hefur verið dæmdur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að ógna starfsmanni í Sunnubúð í Reykjavík með hnífi og ræna 33 þúsund krónum úr peninga- kassa. Ránið átti sér stað í byrjun síðasta árs. Pilturinn var vopn- aður hnífi og skipaði starfs- manninum að afhenda sér pen- ingana. Pilturinn játaði sök fyrir dómi. Hann var dæmdur til að endurgreiða upphæðina. - jss Átján ára piltur dæmdur: Ógnaði með hnífi og rændi BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd og leiðtogar í bandarísku viðskiptalífi hefðu getað komið í veg fyrir fjármálahrunið árið 2008 ef þeir hefðu tekið mark á hættumerkjum og haft stjórn á áhættuþáttum. Þetta er niðurstaða banda- rískrar þingnefndar sem fékk það hlutverk árið 2009 að grafast fyrir um orsakir hrunsins. Forsetarnir George Bush og Bill Clinton bera hluta ábyrgðar- innar ásamt bæði núverandi og fyrrverandi seðlabankastjóra. Timothy Geithner fjármálaráð- herra ber einnig sök, og síðan eru stjórnendur fjármálafyrir- tækja harðlega gagnrýndir fyrir flóknar og illskiljanlegar áhættu- fjárfestingar. - gb Bandarísk þingnefnd: Hrun var ekki óhjákvæmilegt SUÐUR-AFRÍKA Nelson Mandela hefur verið útskrifaður af sjúkra- húsi í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Vejaynard Ramlakan land- læknir sagði í gær að Mandela væri hress en þjáðist af kvillum sem væru algengir hjá fólki á hans aldri. Mandela er 92 ára gamall. Vel er fylgst með heilsu Mand- ela og fer hann reglulega í lækn- isskoðanir. Hann er með sýkingu í öndunarfærum sem verður nú meðhöndluð heima hjá honum. Stjórnvöld í Suður-Afríku segja að engin ástæða sé til að hafa of miklar áhyggjur af heilsufari hans. - þeb Með öndunarfærasýkingu: Mandela útskrif- aður af spítala KJARTAN MAGNÚSSON Telur að stjórn OR eigi sjálf að annast ráðningu for- stjóra. SVEITARSTJÓRNIR Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks og stjórnarmaður í Orku- veitunni, segir að ófaglega sé staðið að ráðningu nýs forstjóra að fyrirtækinu. Stjórn OR hafn- aði fyrr í vikunni tillögu Kjart- ans um að óháð ráðningarfyrir- tæki verði fengið til að leggja mat á hæfni umsækjenda um starfið og að unnið verði úr umsóknum í nánu samstarfi við stjórn fyrir- tækisins. „Ekki verður séð að við svo viða- mikla ákvörðun sé stjórnarmönn- um heimilt að framselja vald sitt til valnefndar í jafn ríkum mæli og hér virðist vera að stefnt,“ segir í bókun sem Kjartan lagði fram. Lýsti hann efasemdum um að ráðn- ingarferli væri löglegt. - gar Stjórnarmaður í OR ósáttur: Segir ráðningu vera ófaglega Mál hlaupara í hérað Hæstiréttur hefur vísað dómi tveggja flugvallahlaupara aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar á ný. Þeir höfðu verið dæmdir í 60 daga og 45 daga fangelsi fyrir að hafa farið inn á flugvallarsvæðið við Leifsstöð og hlaupið mörg hundruð metra innan svæðisins. DÓMSMÁL 1. Jussanam da Silva hefur sótt um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Hvaðan er hún? 2. Hvaða þjóð hafnaði í 11. sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta? 3. Hvað heitir íslenska fyrirtækið sem ætlar að beisla hugarorku fyrir iPhone? SVÖR 1. Frá Brasilíu 2. Þýskaland 3. MindGames VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.