Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 12
12 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR Jean-Claude Piris er sannar- lega innmúraður Evrópu- sambandsmaður því hann hefur verið ráðgjafi ráð- herraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Sem slíkur hefur hann tekið þátt í öllum sáttmála- breytingum ESB síðustu 23 ár. Piris tengist Íslandi fjölskylduböndum og hefur sínar skoðanir á aðildarferli Íslands. Þú hefur lagt áherslu á að ESB sé ekki ríki, heldur batterí sem sé með öllu háð vilja aðildarríkjanna. Síð- ustu ár hefur meiri áhersla verið lögð á lýðræði eða meirihlutaá- kvarðanir innan ESB. Segirðu enn fullum fetum að ESB sé ekki orðið að ríki, í ljósi Lissabon-sáttmálans, til dæmis? ESB er ekki ríki, hvorki fyrir né eftir Lissabon, því aðildarrík- in ákveða hverju sinni hve mikil völd skuli fela sambandinu; þau eru höfundar sáttmálanna. Um leið er ESB ekki heldur alþjóðastofnun, í sígildum skilningi þess orðs, því í þó nokkrum tilfellum eru ákvarðanir teknar samkvæmt vilja meirihlutans í ráðherraráð- inu. Þá er þing innan ESB, kjörið af borgurum ríkjanna, og sjálfstæður Evrópudómstóll. Einnig má nefna sjálfstæða fram- kvæmdastjórn sem fylgist með því að ríkin fari eftir sameiginlegu regl- unum og getur sektað þau fyrir brot, jafnvel um talsverðar fjárhæðir. ESB er sjálfstætt gagnvart ríkjun- um að þessu leyti, en samt sem áður er það ekki ríki. Enda er ákvæði um að ríki geti hætt í Evrópusamband- inu ef þau vilja. Breytingar á sáttmálum, hag- stjórn og skattheimta og mikilvæg umhverfismál, refsilög og fleira eru allt dæmi um málaflokka þar sem ákvarðanir eru teknar annað hvort samhljóða eða með samkomulagi allra, þannig að hvert aðildarríki hefur í raun neitunarvald. Listinn er afar langur. Margir Íslendingar óttast að þjóð- in sé svo lítil að innan ESB verði Ísland nánast kramið af stærri ríkj- unum við ákvarðanatöku. Er einhver trygging fyrir öðru? Jafnvel stóru ríkin, þegar þau standa ein, hafa ekki nóg af atkvæð- um til að ráða því sem þau vilja þegar kosið er eftir meirihlutareglu. En þegar mikilvægir hagsmunir ein- hvers aðildarríkis eru í húfi tekur ESB ekki ákvarðanir á þennan hátt. Það er gengið mjög langt til að koma til móts við hvert ríki. En gleymdu því ekki að nú þegar er Ísland að mestu leyti hluti innri markaðar ESB í gegnum EES, fyrir utan sjávarútveg og landbúnað. Þetta eru mikilvægir geirar, sem ég geri mér grein fyrir að er erfitt fyrir Ísland að fella inn í sameiginlega kerfið. Víst eru ákvarðanir í EES stundum teknar samkvæmt meiri- hlutareglunni í ráðinu, en þið eruð ekki einu sinni í ráðinu! Ísland á þar ekki fulltrúa og ekkert atkvæði. En svo þurfa EES-ríkin að framfylgja þessum ákvörðunum. Þetta er nú sígilt deiluefni hér á landi, hversu mikið af reglum ESB sé í raun innan EES. Sumir segja að það séu 70 til 80 prósent en aðrir að það sé mun minna, jafnvel innan við níu prósent. Nei [hlær]. Ég myndi segja að það væri meira en áttatíu prósent, að sjálfsögðu! Flestum þessum reglum fylgið þið nú þegar. En í aðildarviðræðunum eru ein- ungis tíu kaflar af 33 sem landið þarf ekki að semja um, þar sem þessir tíu eru nú þegar í íslenskri löggjöf? Já, en það að þið þurfið að semja um einhvern kafla þýðir ekki að landið hafi ekki tekið upp neitt úr kaflanum nú þegar. Að fá sæti við borðið Myndi ESB-aðild landsins setja það á einhvern hátt í sterkari stöðu gagn- vart því regluverki sem nú þegar er til staðar innan EES? Sem aðildarríki væruð þið allt- af inni í herberginu þegar ákvarð- anir eru teknar eða þegar þessum lögum er breytt, og þið hefðuð tæki- færi til að skýra út ykkar sjónarmið og tala við hin ríkin. Þegar þið eruð í klúbbnum sem tekur ákvarðanir eruð þið auðvitað í sterkari stöðu en fyrir utan. Sá er munurinn. En svo eru margar stofnanir í ESB. Hvað eruð þið með marga í framkvæmdastjórninni? Engan. Hún er mikilvæg, því hún ein á frumkvæði að lagafrumvörpum og lagabreytingum. Í ráðinu sjálfu eru það ekki bara atkvæði sem skipta máli heldur það að vera á staðnum. Nú eru þar 27 fulltrúar 27 ríkja en Ísland er ekki á staðnum. Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex tals- ins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstólnum hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland. Þú setur þetta svolítið upp eins og ESB brenni í skinninu að fá Ísland í sambandið meðan þið séuð að íhuga ýmsa kosti þess og galla. Gleymdu ekki að þið eruð að sækja um aðild. ESB getur lifað án aðildarríkisins Íslands og aðild landsins myndi ekki breyta miklu fyrir ESB. Það má eins spyrja hvort ESB hleypi Íslandi inn. Og hvað Ísland hafi fram að færa í ESB. Auðvitað er Ísland vinaríki ESB og á þar marga bandamenn og það veldur engum gríðarlegum vandræðum að fá það inn, nema hvað að það þarf að bæta einum fulltrúa enn í framkvæmdastjórn- ina og í ráðið. Fulltrúarnir þar eru nú þegar of margir, sem taka marg- ar mikilvægar ákvarðanir. Þar er ekki verið að reikna sífellt út hver er minni en hinn, heldur er tekið tillit til þess hver rökin eru. En þegar svona lítið ríki, með agnarbrot af íbúafjölda ESB, á að fá sama neitunarvald í mikilvægustu ákvörðunum og ríki eins og Þýska- land, þá þarf að hugsa sig vel um áður en því er hleypt inn. Aðild Íslands væri ekki guðsgjöf Þegar byrjað var að tala um að stækka sambandið fyrir Ísland klöppuðu auðvitað aðdáendur Íslands meðal aðildarríkja, en það eru líka lönd sem benda á að jú, við erum vinveitt Íslandi en við eigum líka vini á Balkanskaga sem vilja komast inn. Ríki eins og Serbía, Bosnía-Hersegóvína, Albanía, Svart- fjallaland, Kósóvó og svo framvegis. Þetta flækir hlutina mjög mikið. Það eru aðildarríki sem vilja endilega fá þessi ríki inn en önnur sem vilja það ekki. Þessi ríki eru ekki tilbúin, því þar er spilling og lélegt dómskerfi og þess háttar. En ef vinaríki þeirra gera inngöngu þessara ríkja að skil- yrði fyrir inngöngu Íslands verður þetta flókið. Þannig að þetta er ekki góður tími til að sækja um? Svona er þetta. Ef þið hefðuð sótt um fyrir nokkrum árum hefði þetta verið auðvelt. En núna þurfið þið að taka tillit til þess að það þarf að sannfæra fólk um að hleypa ykkur inn. Það hefur heyrst að þar sem ESB sé veikt fyrir sem stendur vegna efnahagskreppunnar kæmi það illa út fyrir það ef aðild væri hafnað af Íslendingum. Mér heyrist ekki að þú takir undir þetta? Það er kannski eitthvað til í því að ESB sé veikt núna en heldurðu að með Íslandi yrði það sterkara? [Hlær]. ESB er ekki að sækja um aðild að Íslandi heldur öfugt. Nei, ég er ekki svo viss um að þetta sé rétt kenning. Höfnun væri kannski hnekkir fyrir ESB, ef Ísland nálg- aðist sambandið hlaðið kostum og gjöfum sem myndu bæta samband- ið, en hvað eruð þið að bjóða, hvað takið þið með ykkur í ESB? Ef maður er hlutlaus og raunsær þá breytir það ekki miklu fyrir ESB að Ísland gangi inn. Nema hvað að ákvarðanataka í mikilvægustu mál- unum verður þyngri í vöfum, því einu atkvæði með neitunarvald verð- ur bætt við og enn einu tungumáli til að þýða öll skjölin á og svo fram- vegis. Það er ekki beint guðsgjöf. Þið hafið reyndar eitt að bjóða og það er fiskurinn. Og samningaviðræðurn- ar verða mjög erfiðar því þið munið ekki vilja gefa neitt eftir af honum, eða eins lítið og hægt er. Þannig að það er einn hlutur og um hann má ekki semja. Afstaða Íslands er sú að semja um hvað ESB hefur að gefa Íslandi. Þetta er skiljanlegt, en ekki halda að ESB sé hrætt við að Ísland hafni ESB því ESB er ekki að biðja um Ísland. Norðurslóðir ekki áhugaverðar Sumir segja að ESB vilji komast á norðurslóðir … Og gera hvað? Hvað þýðir það „að komast á norðurslóðir“? Við erum ekki hernaðarbandalag og Ísland er hvort sem er stofnfélagi í NATO. Þið finnið vonandi olíu, en við eigum ekki þær auðlindir sem eru í aðild- arríkjunum, eða stjórnum siglinga- leiðunum eða þess háttar. Á hverju nákvæmlega ættum við að hafa áhuga? Norðurslóðir eru kannski agnar-áhugaverðar en ekki svo mjög, ef ég á að vera heiðarlegur. Svo ná ESB-ríkin Svíþjóð og Finn- land fyrir ofan norðurheimskauts- baug líka. Þú nefndir auðlindir. Það er ákveðinn ótti hér á landi líka um að allt sem að utan kemur sé komið til að hrifsa þær af þjóðinni. Sam- kvæmt lögum ESB hafa aðildar- ríki fullveldi yfir auðlindum sínum. En væri ekki ráðlegt að setja þetta skriflega í aðildarsamning? Það er engin þörf á því þar sem þetta er nú þegar í sáttmálanum. Heldurðu að Bretland, sem á bæði gas og olíu, hefði leyft það að Bret- land ætti þessar auðlindir ekki leng- ur? Auðvitað ekki, það væri út í hött. Þannig að það er nú þegar búið að semja um þetta. Pólitísk ákvörðun um samvinnu Förum í annað. Þitt sérsvið er lög ESB. Þau eru sögð mörg, flókin og jafnvel þversagnakennd. Ég tek nú ekki undir að þau séu þversagnakennd, en flókin eru þau. Við erum sameiginlegur markaður 27 ríkja. Án laga ESB væru 27 gerðir af lögum í gangi um þennan markað. Ég hef skoðað þýsk, frönsk og bresk lög og þau eru ekkert einfaldari en ESB-lögin. Hvort er betra að hafa ein flókin lög eða 27 flókin lög? Við gerum okkar besta, en nú til dags er lagasetning vissulega tæknilegri en hún var fyrir fimmtíu árum. Það er svolítið fjarstæðukennt að tala um flókin lög, því í hvert sinn sem lög eru sett í ESB hverfa 27 önnur lög. En ef þið gangið í klúbbinn getið þið aðstoðað okkur við að búa til einfaldari lög. Einnig benda Evrópuandstæð- ingar á völd Evrópudómstólsins og segja hann túlka lögin eftir eigin höfði, oft í átt til meiri samruna en ríkin höfðu haft í huga. ESB hefur engin völd nema þau sem eru skráð svart á hvítu í sátt- málann. Því nákvæmari sem lögin eru, þeim mun takmarkaðri eru völd dómstólanna. Lög geta vel verið ein- föld en ef þau eru ekki nákvæm fá dómstólar svigrúm til að túlka þau. Bandalag um aukinn samhljóm Að lokum, þú ert að fara að halda fyrirlestur í Háskólanum. Hvað ætl- arðu að segja þar? Þróun ESB hefur verið sú að í fyrstu voru aðallega í sáttmálun- um efnahagsleg atriði en ekkert um mannréttindi. Þegar ESB fékk meiri völd til að móta lög vöruðu dómstólar aðildarríkjanna við því að Evrópulög virtu ekki mannréttindi eins og gert var í heimaríkjum borgaranna. Því var brugðist við þessu og núna er í Lissabon-sáttmálann búið að skrá lista yfir grundvallarrétt- indi, sem skerða völd stofnana en vernda borgarana. Þetta hefði ekki mikil áhrif á Íslandi nema hvað þið getið gengið að því sem vísu að ESB mun ekki setja lög sem ganga gegn þessum grundvallarreglum. Að lokum vil ég segja að ESB var sett á stofn eftir margra alda stríð í Evrópu. Ísland var kannski nógu langt í burtu til að sleppa við þau, en þið tókuð samt þátt í seinni heims- styrjöldinni, hvort sem þið vilduð það eða ekki. Vegna þessara stríða er ESB pólitískt samband og ekki bara efnahagslegt. Þið þurfið að vilja taka þátt í þessum pólitíska draumi, sem er æ meiri samvinna og samhljóm- ur meðal ekki bara ríkja heldur íbú- anna. Þetta er spurning um að vilja vera í Evrópusambandinu. FRÉTTAVIÐTAL: Jean-Claude Piris, fyrrum yfirmaður lögfræðideildar ráðherraráðs Evrópusambandsins Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is ESB hefur lítið að græða á Íslandi JEAN-CLAUDE PIRIS Þessi fyrrverandi embættismaður ESB starfar nú við New York háskóla og leggur áherslu á að hann tali hér ekki fyrir sambandið, heldur í eigin nafni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrirtæki leitar að góðu húsnæði til leigu fyrir verslun og verkstæði í miðborginni. Leitað er eftir vönduðu húsnæði á fyrstu hæð fyrir verslunina. Skilvirkum greiðslum heitið. Vinsamlegast sendið upplýsingar um eign og verð á info@ellabyel.com Nánari upplýsingar fást í síma 551 5300. 101 HÚSNÆÐI Þegar svona lítið ríki, með agnarbrot af íbúafjölda ESB, á að fá sama neitunarvald í mikilvægustu ákvörðunum og ríki eins og Þýskaland, þá þarf að hugsa sig vel um áður en því er hleypt inn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.