Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 18
18 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR Álitamál tengd staðgöngumæðrun Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga þess efnis hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun á Íslandi. Í umfjöllun hefur verið látið að því liggja að nú sé búið að vinna úr þeim siðferðilegu álitaefnum sem þetta mál snert- ir og við Íslendingar höfum þegar mótað okkur skoðun um þau. Ég tel svo ekki vera. Mér þykir því mikilvægt fyrir þá umræðu sem nauðsynleg er að reifa nokkur atriði. Staðgöngu- mæðrun varðar ekki einvörð- ungu mögulega staðgöngu- móður og þau sem óska eftir að eignast barn með þessum hætti heldur tengist sú leið með beinum og óbeinum hætti fleiri einstaklingum og persónulegu lífi þeirra. Einnig hefur stað- göngumæðrun áhrif á almenn- an skilning okkar á fjölskyldu- tengslum og mótar menningu okkar til framtíðar. Hér að neðan er gerð tilraun til að greina upp helstu flokka álita- mála sem snerta í raun báðar spurningarnar: hvort leyfa ætti staðgöngumæðrun og ef það væri gert hvernig ætti að standa að framkvæmdinni? 1. Staðgöngumæðrun hefur tilhneigingu til að markaðs- væðast – taka að lúta lögmálum framboðs og eftirspurnar. Þá myndast verð fyrir barnið og konan sem gengur með barn- ið gerir það að einhverju leyti fyrir greiðslu jafnvel þó um velgjörð sé að ræða (greiðsla er þá hugsuð sem uppbót fyrir miska eða vinnutap). Nú þegar eru til stór fyrirtæki erlendis sem annast milligöngu um slíka þjónustu og á undanförn- um árum hefur orðið til iðn- aður á þessu sviði sem veltir stórum fjárhæðum. Það sem þetta þýðir í raun er að barnið og líkami konunnar verður að söluvöru. 2. Sé staðgöngumæðrun leyfð á annað borð er mikilvægt að það leiði ekki til kúgunar stað- göngumóðurinnar. Það að taka að sér að ganga með barn sem maður hyggst gefa frá sér til annarra einstaklinga að með- göngu lokinni getur skapað viðkvæma árekstra. Þeir sem munu taka við barninu hafa til- hneigingu til að vilja stjórna lífi konunnar á meðgöngunni þar sem konan gengur með „þeirra barn“. Mikilvægt er að viðurkenna að þungi konu á meðgöngu er ávallt hluti af líkama hennar og hver kona ræður sjálf líkama sínum. Ef vikið er frá þessu er stutt í þá túlkun að meðgöngumóðir- in sé ekki persóna sjálf heldur sé hún fremur hluti af líkama barnsins sem hún gengur með. Staðgöngumóðir verður því að ráða sjálf yfir líkama sínum á meðgöngu. Enginn annar en hún ákveður hvort hún lýkur við meðgönguna eða ekki ef álitamál koma upp. Það eru því engar forsendur fyrir að gera við hana bindandi samning sem kvæði á um að hægt væri að stefna henni ef henni snerist hugur í ferlinu. Slíkur samn- ingur væri brot á mannrétt- indum hennar. Slíkir samning- ar eiga heima í viðskiptum en ekki á sviðum sem varða mann- helgi einstaklinga og málefni fjölskyldna. 3. Það er vandmeðfarið hvernig á að afmarka þann ramma sem ákvarðar hverjir eigi að hafa aðgang að þjónustu staðgöngumæðra. Spurning- ar um mismunun einstaklinga og hópa vakna mjög auðveld- lega. Ef einungis er miðað við gagnkynhneigð pör og tilvik þar sem konan hefur ekki leg má gera ráð fyrir að mörgum þætti það óréttlát niðurstaða. Til eru aðrir sjúkdómar hjá konum sem gera það að verkum að þær geta ekki gengið með barn en eiga engu að síður enga ósk heitari en að fá barn. Einn- ig er það í algeru ósamræmi við lög okkar að binda þessa þjón- ustu einvörðungu við gagnkyn- hneigða einstaklinga og pör. Jafnframt er líklegt að erlend pör hefðu hug á að nýta þá þjón- ustu sem hér væri boðið upp á. Við erum aðilar að samningi um opinn aðgang að heilbrigð- isþjónustu á Evrópska efna- hagssvæðinu það er því ekki ljóst hvernig við getum meinað einstaklingum þaðan aðgang að þjónustunni. Með víðan og opinn aðgengisramma er erfið- ara að koma í veg fyrir algera markaðsvæðingu á ferlinu. 4. Umfjöllun um staðgöngu- mæðrun hér á landi hefur ein- skorðast nokkuð við parið sem óskar eftir að fá barn og kon- una sem gengur með barnið. Myndin er þó stærri. Stað- göngumóðirin á yfirleitt líka fjölskyldu. Hún á börn vegna þess að einungis þær konur sem hafa fætt börn áður geta orðið staðgöngumæður. Þessir aðstandendur staðgöngumóður- innar eru hluti af þeirri mynd sem huga þarf að. Börn stað- göngumóður gætu upplifað sorg eða missi þegar móðir þeirra gefur frá sér það barn sem hún fæðir því þau gætu upplifað það sem systkini sitt. Einnig er rétt að taka tilllit til sjónarmiða þeirra einstaklinga sem nú þegar eru orðnir unglingar og jafnvel fullorðnir einstaklingar og eru fæddir af staðgöngu- móður. Sumir þessara einstakl- inga lýsa sálrænum erfiðleikum og reiði sem þeir þurfa að glíma við vegna leyndar eða lygi tengt uppruna sínum sem þeir hafa þurft að horfast í augu við frá hendi uppeldisforeldra sinna. Aðrir eru einfaldlega ósáttir við að hafa verið „keyptir“ eða „seldir“ eins og þeir orða það. Ekki eru til miklar rannsóknir um líðan þeirra einstaklinga á fullorðinsárum sem fæddir eru af staðgöngumóður en það er full ástæða til að hvetja til slíkra rannsókna. Margt bendir til þess að farsælast sé að þeir einstaklingar sem eru getnir og fæðast með þessum hætti hafi fullan aðgang að öllum upplýs- ingum um tilurð sína og jafn- vel að regluleg umgengni sé á milli foreldra og staðgöngu- móður. Hún og hennar fjöl- skylda þyrfti því hugsanlega að vera viðurkenndur hluti af fjöl- skyldu barnsins eftir fæðingu. 5. Sú mikla tæknivæðing á því ferli að geta barn og eiga barn sem hófst upp úr 1980 og hefur nú eftir árið 2000 orðið að eins konar tískusprengingu er að breyta hugmyndum okkar um fjölskyldutengsl. Áður var eðlilegt að líta á móðurhlut- verkið sem órofa tengt þeirri konu sem fæddi barnið og að faðirinn væri sá sem lagði til erfðaefnið. Með breytingum á þessari mynd hefur ábyrgðin sem fylgir því að koma barni í heiminn og ala það upp orðið óljósari. Fjölmörg málaferli hafa sprottið upp þar sem barn er í þeirri stöðu að óljóst er hver sé móðir þess, hvort það eigi eina tvær eða þrjár mæður og einn eða tvo feður, eða jafn- vel hvort það eigi enga móður og engan föður. Slíkt ástand er óásættanlegt. Ef halda á áfram á þessari braut tæknivæðingar verður að vera hægt að girða fyrir slys af þessum toga. Það hefur okkur enn ekki tekist. Það er mikilvægt að þeir sem taka að sér að setja lög og regl- ur um þetta mál í samfélaginu hafi kynnt sér vel reynslu ann- arra þjóða um efnið. Þau lönd sem við teljum standa næst okkur menningarlega hafa flest sett í lög bann við staðgöngu- mæðrun, það eru því engin skýr fordæmi sem okkar lög- gjöf gæti byggt á. Mikilvægt er að lagagerð sé vönduð. Á það sérstaklega við þegar gripið er inn í svo viðkvæmt og dýrmætt ferli eins og tengsl foreldra og barna. Í þeirri þingsályktun- artillögu sem nú liggur fyrir Alþingi er farið fram á að laga- frumvarp um staðgöngumæðr- un liggi fyrir eigi síðar 31.mars 2011. Slíkt vinnulag getur aldrei skilað góðu verki. Staðgöngu- mæðrun Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur, dósent í hagnýtri siðfræði Þau lönd sem við teljum standa næst okkur menningarlega hafa flest sett í lög bann við staðgöngumæðrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.