Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 19

Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 19
LAUGARDAGUR 29. janúar 2011 Í hálfa öld hefur verið rætt um þörf á heildarendurskoðun stjórnar- skrár lýðveldisins. Á liðnu ári náð- ist sátt um verkferli þeirrar endur- skoðunar en hnökrar á framkvæmd hafa sett ferlið í uppnám. Við þær aðstæður þarf að velja skásta kost varðandi framhald málsins með hagsmuni þjóðarinnar að leiðar- ljósi. Lítum á þá valkosti sem helst hafa verið nefndir: 1. Fresta eða hætta við endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Tæpast valkostur enda þörf á endurskoðun æ fleirum ljós. 2. Endurtaka stjórnlagaþings- kosninguna. Raunar ekki mögulegt. Unnt er að endurtaka kosningu í afmörkuðum hópi í lokuðu rými en þjóðinni er ekki hægt að bjóða upp á að leggja á sig þá fyrirhöfn og kostnað sem endurtekningu fylgir. Hafa verður í huga að tæpleg er unnt að búast við að þeir sem lögðu á sig tugi, jafnvel hundrað kílómetra ferðalag, til að velja hæft fólk til að gera tillögur til Alþingis um nýja stjórnarskrá, geri það að nýju þótt kjörkassar og skilrúm í kjördeildum verði úr tré í stað pappa. 3. Efna til nýrra stjórnlagaþings- kosninga. Slíkt getur aðeins gerst í kjölfar lagasetningar sem hlýtur að taka mið af reynslu og umræðu und- anfarinna vikna. Sú reynsla sýnir okkur að ekki er þörf á sérstök- um kynjakvóta en óhjákvæmilegt virðist að tryggja að fulltrúar allra landshluta eigi sæti á þinginu. Kosn- ingin þyrfti því a.m.k. að hluta að vera landshlutabundin (gæti verið tengd núverandi kjördæmum). Slíkt á sér eðlilegar skýringar þ.e. að við val þarf kjósandinn að þekkja þann sem valinn er og treysta honum. Tvær leiðir til að kynna sig virtust í undangengnum kosningum árang- ursríkastar, þ.e. greiður aðgang- ur að áhrifamestu fjölmiðlum eða áhrifastaða í stjórnsýslu. Þar sem möguleikar á þessum þáttum báðum eru nær einskorðaðir við suðvest- urhornið virðist óhjákvæmilegt að landshlutabinda valið. Tæplega er heldur unnt að bjóða kjósendum upp á annað í nýjum kosningu en að nýtt stjórnlagaþing leggi tillögur sínar beint í dóm þjóð- arinnar. Þá hlýtur áformað verklag þings- ins og framkvæmd kosninga einnig að verða endurbætt. 4. Fela þeim sem þjóðin valdi til að fjalla um niðurstöður Þjóðfund- ar og tillögur Stjórnlaganefndar að ljúka áformuðu verki og skila til Alþingis. Niðurstaða Hæstaréttar hefur vissulega veikt stöðu áformaðs stjórnlagaþings, en eftir stendur þó að engar efasemdir eru um að kosn- ingarnar fóru heiðarlega fram og vilji kjósenda kom fram ótruflaður. Traust þjóðarinnar á þeim hóp sem valinn var hefur því ólíklega breyst við úrskurð Hæstaréttar. Þátttaka í kosningunum var einnig góð í ljósi þess að hér var ekki verið að kjósa um skýrt afmörkuð málefni. Að athuguðu máli virðast aðeins tveir síðari kostirnir færir og þó hvorugur góður. Stjórnvöld munu að sjálfsögðu velja næstu skref, en með sama hætti og þau sækja vald sitt til þjóðarinnar gætu þau sér til leiðsagnar kynnt helstu valkosti og falið síðan viðurkenndri stofnun að gera könnun á afstöðu þjóðarinnar til valkosta. Ekki þarf mörg þús- und svör til að fá fram marktæka niðurstöðu. Vilji þjóðarinnar skiptir máli Stjórnlagaþing Ari Teitsson kjörinn til stjórnlagaþings

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.