Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 29. janúar 2011
Sólmundur segist í langflestum til-fella fá frábærar viðtökur þegar
hann skemmtir á samkomum, en minn-
ist þó einnar slíkrar sem ekki gekk
sem skyldi. „Árið 2005 átti ég að rífa
upp stemninguna í hléi á hestasýningu
í Reiðhöllinni í Víðidal og klæddist
kúrekahatti og -stígvélum í tilefni dags-
ins. Ég söng tvö lög sem vöktu nákvæm-
lega enga hrifningu, og þegar ég var að
labba af sviðinu sagði einn umsjónar-
manna sýningarinnar mér að ég þyrfti
að halda áfram því skeiðklukkan í höllinni væri biluð. Ég tók því tvö
lög í viðbót en það mátti heyra saumnál detta í áhorfendahópnum, og
ekki bætti úr skák að vera í þessum fáránlegu fötum. Ég var niður-
brotinn og síðan hefur orðið „Reiðhöllin“ orðið að samheiti fyrir lélega
frammistöðu hjá okkur vinunum.“
Hann segist einnig hafa orðið fyrir undarlegustu reynslu ævi sinn-
ar þegar hann skemmti á árshátíð fyrirtækis nokkurs fyrir nokkrum
mánuðum. „Ég hef verið veislustjóri oft en aðeins fengið eina kvört-
un, og það var frá meðlimi starfsmannafélags sem missti sig yfir því
að röðin í ístertuna gengi ekki nógu hratt fyrir sig. Ég ætlaði að taka
á málinu sem stóískri ró, spurði hvort ekki væri málið að vera bara
jákvæður á þessari skemmtilegu stundu, en þá sagði hann þessa gullnu
setningu sem ég gleymi aldrei: „Ekki reyna þetta! Ég er svo vondur
að ég get ekki einu sinni talað við þig!“ Hann var alveg brjálaður. Það
hefur því enginn enn kvartað yfir því að ég sé ekki nógu fyndinn, en ég
þarf greinilega að bæta mig varðandi ísterturnar.“
■ NIÐURBROTINN Í KÚREKASTÍGVÉLUM
MYND/TINNA STEFÁNSDÓTTIR
segir Sólmundur og bætir við að
landsbyggðin hafi alltaf skipað stór-
an sess í lífi sínu. „Þegar Skítamór-
all og hnakkamenningin sem fólk
tengdi við þennan landshluta var í
hámæli var ég ekkert mikið að bás-
úna tengslin, en núna er ég stoltur
af þeim og gæti alveg hugsað mér að
eiga sumarbústað í Hveragerði.“
Spurður hvort ekki sé rígur milli
íbúa Selfoss og Hveragerðis segist
Sólmundur ekki hafa orðið var við
sérstaka óvild þar á milli. „Það ríkir
víst meira stríð á milli Selfoss ann-
ars vegar og Hvolsvallar og Hellu
hins vegar. Selfoss er höfuðstaður-
inn og það ráðast allir á risann.“
Hann fussar og sveiar þegar
blaðamaður líkir þessu við samband
KR og annarra íslenskra íþrótta-
liða, enda er Sólmundur heittrúaður
Þróttari frá blautu barnsbeini og býr
sig þessa dagana undir að taka sæti
í stjórn félagsins.
„Björn Hlynur Haraldsson, leik-
ari og félagi minn, líkti
Þrótti eitt sinn við hressa
frændann sem glímir við
áfengissýki, fólki þykir
hann skemmtilegur en
verður stundum þreytt á
honum. Við erum nokkrir
sem viljum breyta þessu
því okkur þykir vænt um
klúbbinn, en það þykir
svo mörgum vænt um
félagið en nenna samt
lítið að gera nokkuð í því
að rífa það upp. Mér og
mörgum fleirum hætt-
ir til að rífa kjaft uppi
í stúku yfir ládeyðunni
yfir klúbbnum en gera
svo ekki rassgat í því,“
segir Sólmundur, sem
æfði fótbolta með liðinu
ásamt vinum sínum úr
Langholtsskóla á æsku-
árum en segist hafa verið
slakastur þeirra í íþrótt-
inni. „Ég var samt bestur
í búningsklefanum, því
þar gat ég fíflast.“
Gagnrýninn á sjálfan mig
Eftirhermurnar, sem Sólmundur
lýsir sem sterkbyggðri beinagrind í
sinni skemmtidagskrá, hófust þegar
hann var gutti í Langholtsskóla. Þar
líkti hann meðal annars eftir fram-
komu og talsmáta skólastjórans og
gangavarðarins, sem báðar voru
konur, við mikinn fögnuð skólasyst-
kina, en fyrsti nafntogaði einstakl-
ingurinn sem Sólmundur náði á sitt
vald var sjálfur Pálmi Gunnarsson,
söngvarinn góðkunni. Sú eftirherma
tryggði honum meðal annars sigur
í eftirhermukeppni þáttarins Logi í
beinni fyrir nokkrum árum.
„Ég frumsýndi Pálma í leiklistar-
ferð með Menntaskólanum við Sund
og fékk svona hrikalega góðar við-
tökur. Svo fóru þeir að mjatlast inn
hægt og rólega, en fyrst var ég aðal-
lega í söngeftirhermunum. Jam-
aíkumaðurinn geðþekki Shaggy og
Olsen-bræðurnir dönsku hafa til
dæmis fylgt mér lengi en núna er
ég farinn að færa mig meira yfir í
taleftirhermurnar og tek meðal ann-
arra Pál Óskar, Gunnar í Krossinum,
Bjarna Fel og Sigmund Davíð. Svo
hef ég auðvitað hermt grimmt eftir
vinnufélögum og yfirmönnum í
gegnum tíðina,“ segir Sólmundur,
en hann hefur meðal annars starfað
sem blaðamaður á DV, Fréttablaðinu
og Vísi.is og á auglýsingastofunni
Hvíta húsinu meðfram gríninu.
Þá liggur beint við að spyrja hvort
sá sem stundar að herma eftir vinnu-
félögum sínum sé aldrei laminn fyrir
vikið? „Nei, enda kenndi pabbi mér
fyrir löngu að gera aldrei grín að
gestum fyrr en þeir eru farnir. Fólk
þykist alltaf hafa voðalega gaman af
því þegar hermt er eftir því, en ég
sé í gegnum það og veit að því þykir
það óþægilegt,“ svarar Sólmundur
og bætir við að hann sé mjög gagn-
rýninn á sjálfan sig þegar kemur að
eftirhermunum.
Athyglissjúkur og fælinn
Hróður skemmtikraftsins hefur bor-
ist víða og nú er svo komið að hann
hefur nóg að gera við að skemmta á
samkomum, allt frá brúð-
kaupsveislum til þúsund
manna árshátíða. „Ég hef
alveg gríðarlega gaman
að þessu, en eini ókost-
urinn er tímasetningarn-
ar. Þess vegna tek ég frá
helgi og helgi til að geta
verið með fjölskyldunni,“
segir Sólmundur, en hann
er kvæntur Elínu Önnu
Steinarsdóttur og eiga
þau soninn Matthías sem
er þriggja ára.
Sólmundur gengst við
því að vera haldinn snert
af athyglissýki, sem lýsir
sér meðal annars í því
hversu mjög hann nýtur
sín einn á sviði fyrir
framan fjölda fólks. „En
samt er ég líka dálítið
fælinn, sem ég held að
eigi við um marga í þess-
um bransa. Mér líður líka
rosalega vel þegar ég er
einn, get hæglega setið
og hugsað eða horft út
um gluggann í klukkutíma. Og ég fer
oft einn í bíó. Reyndar fór ég einn á
þrívíddarmynd í gær. Það voru mjög
fáir í salnum, mjög áberandi að ég
var einn á ferð og ég með þrívídd-
argleraugun á mér í þokkabót. Ég
hugsa að ég geri það ekki aftur,“
segir Sólmundur og glottir.
Ævisaga fyrir næstu jól
Ævisaga Gylfa Ægissonar sem Sól-
mundur skrifaði árið 2009 fékk mjög
góðar viðtökur lesenda og gagnrýn-
enda. Aðspurður segist Sólmundur
öruggt að út komi önnur bók eftir
hann fyrir næstu jól, þótt ekki sé
búið að negla viðfangsefnið niður.
„Það verður líklega ævisaga og
ætti að skýrast á næstunni um hvern
hún verður. Svo langar mig líka til
að skrifa skáldsögu og mun pott-
þétt gera það. Þú getur sett hana
á óskalistann fyrir jólin 2013 í síð-
asta lagi,“ segir hann og bætir við
að hann gangi einnig með leikara í
maganum, sem þarf ekki að koma
svo mjög á óvart. „Ég er með alls
kyns hugmyndir, meðal annars að
sjónvarpsþáttum, sem ég þarf að
forma betur og vinna í.“
Fólk þykist
alltaf hafa
voðalega
gaman af
því þegar
hermt er eft-
ir því, en ég
sé í gegnum
það …
Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða
velferðarráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næst-
komandi að Nordica Hilton Reykjavík klukkan 9 til 16.
Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um
málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á
stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.
Á jafnréttisþinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar á jafnrétti kynjanna,
svo sem kynbundið ofbeldi og mansal, jafnrétti og stjórnarskrá, áhrif
Evrópuréttar á jafnrétti kynja, framlag karla til kynjajafnréttis, kynin og
fjölmiðlana og áhrif efnahagsumrótsins á starf og fjölskyldulíf. Þá mun
velferðarráðherra leggja skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála fyrir
þingið.
Dagskrá
föstudaginn 4. febrúar 2011
á Hilton Reykjavík Nordica
Þingstjórar: Björk Jakobsdóttir leikkona og leikritahöfundur og Gunnar
Helgason leikari og leikstjóri
09.00 - 09.15 Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs: Setning
09.15 - 09.45 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra: Skýrsla um stöðu og
þróun í jafnréttismálum og tillaga að nýrri framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum
09.45 - 10.15 Elísabet Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun í barna-
og fjölskylduvernd og Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur:
Ofbeldi gegn konum – íslenskur veruleiki
10.15 - 10.45 Kaffi
10.45 - 11.15 Louise Shelley prófessor og forstöðumaður Terrorism,
Transnational Crime and Corruption Center við George Mason
University, Arlington BNA: Human trafficking; Global Patterns and
Business Models
(Flutt á ensku. Erindið er styrkt af bandaríska sendiráðinu á Íslandi)
11.15 - 11.45 Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við HR og formaður stjórnar
Mannréttindaskrifstofu Íslands: Stjórnarskrá, jafnrétti og jaðarhópar
11.45 - 12.00 Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við HÍ: Er kynjajafnrétti
og velferð barna ósættanlegar andstæður?
12.00 - 13.00 Hádegisverður
13.00 - 14.45 Málstofur
14.45 - 15:15 Kaffi
15.15 - 15.50 Hvert ber stjórnvöldum að stefna? Panelumræður: Katrín Fjeldsted
læknir og fyrrv. borgarfulltrúi, Gunnar Hersveinn rithöfundur,
Katrín Anna Guðmundsdóttir verkefnisstjóri við kynjaða fjárlaga-
gerð og Jón Kjartan Ágústsson formaður Hinsegin stúdenta við HÍ
15.50 - 16.00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: Ávarp og slit
Þingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
Tekið er á móti skráningum til og með 2. febrúar á vef velferðarráðuneytisins,
velferdarraduneyti.is