Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.01.2011, Blaðsíða 28
28 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR Góðir í fótbolta en … Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi og kastljós fjölmiðlanna beinist því eðlilega að stjörnunum. Oftast beinist at- hyglin að hæfni þeirra inni á vellinum en því miður ekki alltaf. Í gegnum tíðina hefur ákveðnum mönnum tekist að klúðra sínum málum utan vallar oftar en öðrum. Trausti Hafliðason stillti upp liði sem sumir myndu kalla martröð þjálfarans og naut við það aðstoðar nokkurra sérfræðinga. Leikkerfið er 4-4-2. Hrikalega hæfileika- ríkur en óþol- andi framherji með einstakt lag á að fá alla upp á móti sér. Helstu erfið- leikana, eins og að baktala og berja liðsfélaga, ráðast á unnustu sína og gegndarlausa fíkn í kynlíf með ókunnugum á bílastæðum í úthverfum, segir Collymore mega rekja til geðraskana. Kjartan Guðmundsson: Framherja parið Collymore og Fowler hjá Liver pool er eitt það flottasta sem sést hefur, en þeir þoldu ekki hvor annan. Entist sjaldnast lengi hjá sama liðinu, skiljanlega. STAN COLLYMORE ENGLAND Prinsipp-maður sem var rekinn úr argentínska landsliðinu fyrir að neita að klippa á sér hárið. Skap- mikill kókaín- fíkill sem afrekaði það meðal annars að fá rautt spjald fyrir rifrildi á vara- mannabekknum. Hljóp 100 metr- ana á 10,7 sekúndum. Magnús Halldórsson: Caniggia lét það ekki nægja að taka við sending- um Maradona og skora. Hann þurfti líka að detta í það með honum. Það endaði með kókaínpartíum, leik- bönnum og veseni. Klassaframherji. CLAUDIO CANIGGIA ARGENTÍNA Það er allt-af stutt í geðveikina hjá Barton. Hann er einn af þessum mönnum sem geta „snappað“ hvenær sem er. Maður sér það í augunum á honum. Hann getur ekki bragðað vín öðruvísi en að lemja mann og annan og oft þarf ekki einu sinni vín til. Hann hefur lamið menn á æfingum og inni á vellinum en er rólegur í dag. Svavar Hávarðsson: Á við alvarleg geðheilbrigðisvandamál að stríða og er með tvo dóma á bakinu. Æfir með Ricky Hatton – þarf að segja meira? JOEY BARTON ENGLAND Hvar á maður að byrja? Gazza er einstakur. Einhver besti enski leikmað- ur sögunnar en jafnframt einhver mesti sauður sem sögur fara af. Getur ekki umgengist konur, áfengi eða mat. Maður hreinlega tárast þegar maður sér honum bregða fyrir. Hvernig er hægt að klúðra öllu? Svavar Hávarðsson: Hefur leitað sér hjálpar vegna lotugræðgi, þráhyggju, geðhvarfasýki og alkóhólisma. Er og verður einn dáðasti sonur Newcastle. PAUL GASCOIGNE ENGLAND Sumir halda því fram að Garrincha hafi verið betri en Pelé. Ótrúlegur kantmaður sem varð heimsmeistari 1958 og 1962. Hann drakk ótæpilega allan sinn feril. Eign- aðist fjórtán börn og var í and- legu ójafnvægi nánast allt sitt líf. Árið 1983 gaf lifrin sig og hann lést. Völlurinn í höfuðborginni Brasilíu er nefndur í höfuðið á honum. Magnús Teitsson: Greindarskertur og kynóður alkóhólisti með hrygg- skekkju. Besti kantmaður allra tíma. GARRINCHA BRASILÍA Af mörgum talinn besti knattspyrnu- maður sögunn- ar og guð í Arg- entínu. Hann hefur glímt við Bakkus og lék í mörg ár undir áhrifum kóka- íns. Skaut með loftriffli á blaða- menn eftir að hafa gengist undir magaminnkun. Magnús Halldórsson: Maradona var bestur allra með alla heimsins breyskleika í eftirdragi. Hann var fíkill, skapofsamaður og eigingjarn. En samt breytti hann smáliði Napoli í besta lið í heimi og varð heimsmeist- ari, nánast upp á sitt eindæmi. DIEGO MARADONA ARGENTÍNA Lék með þrettán liðum á árun- um 1980 til 1998. Bestur var hann með Everton en lélegastur með Val. Hann var brögðóttur inni á vellinum en utan vallar var hann í ruglinu. Ward endaði loks í dópinu og var dæmdur í fang- elsi fyrir fíkniefnabrot. Þórður Snær Júlíusson: Fæddur í Liverpool, spilaði með Everton, endaði í Val og átti ekki krónu eftir ferilinn. Einbeitti sér að því að hýsa fíkniefnaverksmiðju og var dæmdur í átta ára fangelsi. MARK WARD ENGLAND J ones kemst í þetta lið ein- faldlega af því hann er mesti fantur sem leikið hefur í ensku deild- inni. Þrátt fyrir fanta- skapinn er Jones líklega sá eðlilegasti í hópnum – það segir ýmislegt um hina. Tveggja fóta tæklingar, olnbogaskot og pungklip voru hans sérgrein. Henry Birgir Gunnarsson: Fyrirmynd allra sem hafa gaman af því að meiða. Vinnie gerði það að listgrein- og kunni að ganga lengra en eðlilegt getur talist án þess að dómarinn sæi. VINNIE JONES WALES Herra Ars-enal var drykkju maður af guðs náð. Hann fór á fyll- erí eftir hvern leik og þegar hann lá dauður á gólfinu inni á pöbb sungu félagar hans í Arsenal „Tony is the leader“. Sat í fangelsi í tvo mánuði eftir að hafa klessukeyrt bíl blindfullur. Hann mældist með 27 sinnum meira áfengis- magn í blóðinu en leyfilegt er. Freyr Bjarnason: Datt í það eftir hvern leik og rúmlega það en tók sér tak eftir að hafa verið fangelsaður fyrir ölvunarakstur. TONY ADAMS ENGLAND Var einn besti varnar maður heims á sínum tíma en glímdi við áfengis- sýki og þung- lyndi alla tíð. McGrath ólst upp á munaðar- leysingjahælum og var lagður inn á geðsjúkrahús í eitt ár þegar hann var um tvítugt. Fékk sér bjór fyrir æfingar og lék oft undir áhrifum áfengis. Eiríkur Stefán Ásgeirsson: Einn allra hæfileikaríkasti varnarmaður seinni ára. Það er í raun ótrúlegt hversu langt hann náði þrátt fyrir áfengis- bölið. Í dýrlingatölu í heimalandinu. PAUL MCGRATH ÍRLAND Sérfræðingarnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson íþróttafréttamaður / Freyr Bjarnason blaðamaður / Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður / Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur / Kjartan Guðmundsson blaðamaður / Magnús Halldórsson blaðamaður / Magnús Teitsson þýðandi / Svavar Hávarðsson blaðamaður / Þórður Snær Júlíusson blaðamaður Litríkasti markmaður knattspyrnu- sögunnar, þekktur fyrir að vaða út úr teignum með boltann, skora úr vítum og sporðdreka- markvörsluna frægu í landsleik gegn Englendingum. Enn frem- ur leiddist honum ekki að fá sér kók í nebbann og var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að mann- ránsmáli. Kjartan Guðmundsson: Margir fótboltamenn hafa verið uppnefndir El Loco, eða sá brjálaði, en Higuita á titilinn líklega fremur skilið en aðrir. RENE HIGUITA KÓLUMBÍA Daum var rekinn frá Leverkusen árið 2000 eftir að upp komst um kókaín- neyslu hans. Á þessum tíma var hann sterk- lega orðaður við þýska landsliðið. Þýska pressan greindi enn fremur frá því að hann hefði verið veikur fyrir vændiskonum og átt það til að kíkja í eitt og eitt kynsvalls- partí. Hjörvar Hafliðason: Var grátlega nálægt þýska landsliðsþjálfarastarf- inu en sniffaði því frá sér. Hárréttur maður til að stjórna þessu liði. CHRISTOPH DAUM ÞÝSKALAND Jermain Pennant Eini knattspyrnu- maðurinn sem hefur leikið með staðsetningartæki frá lögreglunni. Paul Merson Var spila- fíkill sem misnotaði kókaín og áfengi. Átti samt frábæran knattspyrnuferil. Norman Whiteside Yngsti fótbolta- maðurinn sem leikið hefur á HM. Spilaði með Manchester United og drakk með Paul McGrath. Stig Töfting Danskur slagsmála- hundur sem lék meðal annars með HSV og Bolton. Tvisvar dæmdur fyrir líkamsárás. George Best Kemst á bekkinn fyrir að vera George Best. Adrian Mutu Féll á lyfjaprófi árið 2005 vegna kókaín neyslu og var dæmd- ur í sjö mánaða keppnis- bann. Er enn í málaferlum við Chelsea, sem krefst 2,7 milljarða króna í bætur. Mark Bosnich Rekinn frá Chelsea vegna kókaín neyslu árið 2002 og fékk níu mánaða keppnisbann. Einnig var hann sektaður fyrir að heilsa stuðningsmönnum Tottenham að nasistasið. VARAMANNABEKKURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.