Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 30

Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 30
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Vera Einarsdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson Pennar: Sólveig Gísladóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is Íþrótta-, tónlistar- og frístundatilboð sem standa börnunum okkar til boða eru óteljandi. Þau geta spilað handbolta, fótbolta og körfubolta, æft karate, sund og dans, lært á hljóðfæri og farið í leik- og myndlist. Mörg hver leggja jafnvel stund á fleiri en eina grein og er dagskrá vik- unnar oftar en ekki þétt skipuð. Þar vandast einmitt málið. Þó að ekki sé hægt að kvarta yfir framboði þá eru mörg börn í meira en fullri vinnu sé skólinn tekinn með. Flest íþróttafélög leggja upp með fjölmargar æfingar í hverri viku strax í yngri flokkum og er engu líkara en að það eigi að gera afreksmanneskju úr hverju einasta barni. Ef vilji er til þess að leyfa barni að prófa fleiri en eina grein til að hjálpa því að finna sína fjöl er varla tími til að gera nokkuð annað og eru jafnvel dæmi um að heimanámið sitji á hakanum. Svo ber stundum við á mínu heimili enda sonurinn í karate, breiki og að læra á trompet. Hingað til hefur þetta gengið vonum framar. Hann er ánægður í öllu og vill engu sleppa. Breikið er enda bara einu sinni í viku, trompettímarnir flestir á skólatíma og karateæfingarnar hafa lengst af verið tvisvar í viku. Hann var hins vegar nýlega hækkaður um hóp og þá bættist aukaæfing við. Mér leist ekki á blikuna og bað um að hann fengi svigrúm til að sleppa stöku æfingu og var því sem betur fer vel tekið en þannig getur hann haldið áfram að iðka ólíkar greinar og á lausa stund fyrir lærdóminn. Við Íslendingar erum duglegir og setjum markið hátt. Við erum flest með þétta dagskrá og fellur varla verk úr hendi. Það er okkur keppikefli að börnin okkar nái langt og til þess leggjum við á okkur skutl á æfingar hingað og þangað. En hvað varð um þá speki að vera bara með og hafa gaman? Íþróttir og listir auðga líkama okkar og anda. En þurfa allir að verða afreksmenn? Þurfum við öll að vera best, spila með meistaraflokki eða vera í sinfóníuhljómsveit? Er ekki alveg jafn mikilvægt að vera lið- tæk? Að geta glamrað á gítar í góðra vina hópi, að kunna að sparka í bolta eða að vera liðug í leikfimi? Það þurfa ekki allir að vera aðal. Það þyrftu hins vegar allir að hreyfa sig og listsköpun gerir flestum gott. Þó að þeir sem bjóða tómstundastarf þurfi vissulega að gera kröfur til iðkenda og styðja þá sem vilja ná langt þá þarf líka að skapa rúm fyrir hina svo þeir flosni ekki upp þegar æfingarnar eru orðnar sex í viku. Svo þurfum við foreldrar að vera vakandi fyrir því að ofgera börnunum okkar ekki. Þau þurfa líka svigrúm til að leika sér, slæpast og slappa af. Börn þurfa að fá að vera börn. Svigrúm til að leika sér, slæpast og slappa af Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivef- urinn bjóða upp á námskeið í stjörnufræðum og stjörnu- skoðun. Sérstök námskeið fyrir áhugasama krakka um stjörnunar eru einnig á dagskrá og verða næstu námskeið haldin sunnudaginn 13. febrúar. Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þar hefur Stjörnuskoðunarfélagið aðsetur sitt og geymir meðal annars stærsta stjörnusjónaukann á landinu. Krakkanámskeiðin eru fyrir tvo aldurshópa, 6 til 9 ára og 10 til 12 ára. Námskeið fyrir yngri hópinn stendur frá 10.30 til 13 en fyrir eldri hópinn frá klukkan 14 til 16.30 og er boðið upp á hressingu um mitt námskeið. Eftir námskeiðin, eða þegar veður leyfir, verður öllum boðið í stjörnuskoðun. Krakkarnir geta mætt með eigin stjörnu- sjónauka og fengið leiðbeiningar um notkun þeirra. Fyrir barn og eitt foreldri kostar 4.000 krónur á námskeiðið og er fimmtíu prósenta afsláttur fyrir systkini. Nánar á heimasíðu félagsins: www.astro.is Tunglið, tunglið, taktu mig Það kom mér ánægjulega á óvart hversu margir Íslend-ingar hafa áhuga á ættfræði. Ég hélt að það væri aðeins eldra fólk en annað kom á daginn. Ég held reyndar að Íslendinga- bók hafi hjálpað mikið til í þess- um efnum,“ segir Albert Eiríks- son. Hann stofnaði síðastliðið haust fyrirtækið Ættarhringur.is þar sem hann býr til stóra og smáa ættar- hringi. Þar er einstaklingur í miðj- unni og forfeðurnir koma í hring út frá honum. „Þessi hugmynd hefur gerjast með mér í meira en áratug en ég sá svona ættarhring fyrst fyrir fimmtán árum,“ segir Albert Eiríksson. Hann fór fljótlega að búa til hringi fyrir sjálfan sig og fjölskylduna. Þar sem nokkrar vikur tekur að handskrifa stór- an hring með 125 nöfnum var ekki mikið vit í markaðssetningu. „Síðan fór ég á frumkvöðlanám- skeið hjá hugmyndahúsi háskól- anna með þessa hugmynd. Mér var bent á fínan grafískan hönnuð á Akureyri sem hefur búið til fyrir mig forrit og úr varð Ætt- arhringur.is,“ segir Albert sem mælir sérstaklega með slíkum frumkvöðlanámskeiðum því mjög margar hugmyndir hafi þar orðið að veruleika. Hugmyndin að ættarhringnum þróaðist í vinnsluferlinu. „Upphaf- lega átti aðeins að vera stór hring- ur en síðan ákváðum við að búa til minni útgáfu þar sem langömmur og langafar eru í ysta hring,“ segir Albert en viðtökurnar hafa verið frábærar að hans sögn. „Ég hef til dæmis gert töluvert af hringum í skírnargjafir sem er skemmtilegt því oft er ég sá eini sem veit nafn- ið á barninu fyrir skírnardaginn fyrir utan foreldrana,“ segir hann glaðlega en Albert hefur einn- ig þróað hringi fyrir hjón sem ætlaðir eru í brúðkaupsgjafir og brúðkaupsafmæli. Vinnan við hringina tekur mislangan tíma. „Það fer eftir því hve flóknar ættirnar eru. Stundum er þetta mikil yfirlega,“ segir Albert sem er með ættfræðiforritið Espól- ín til hliðsjónar, hefur aðgang að Oddi Helgasyni ættfræðingi og fær aðgang hjá fólki að Íslendingabók. „Stundum eru vegir ættfræðinnar órannsakanlegir og misræmi milli grunna. Síðan eru sumir sem vilja hafa kjörforeldra í stað blóðforeldra í hringnum. Í mínu tilviki var lang- amma mín opinberlega Marteins- dóttir en almannarómur sagði hana Björgólfsdóttur enda var hún öll í þá ættina. Ég valdi þá leið að fara eftir almannarómnum,“ segir Albert sem finnst gaman að kynnast bæði lif- andi og horfnu fólki í gegnum starf- ið. Þá ímyndar hann sér hagi þess út frá því hvar það bjó og hvað það átti af börnum. „Áhugi minn á ættfræði hefur stigmagnast sem kom mér á óvart því ég hélt að hann gæti ekki aukist meir,“ segir Albert og hlær innilega. - sg FORFEÐUR saman í hring Með forfeðrum sínum „Áhugi minn á ættfræði hefur stigmagnast sem kom mér á óvart því ég hélt að hann gæti ekki aukist meir,“ segir Albert. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vera Einarsdóttir skrifar Íslendingar hafa mikinn áhuga á ættfræði og áhuginn fer aðeins vaxandi að sögn Alberts Eiríkssonar sem stofnaði fyrirtækið Ættarhringur.is síðastliðið haust.                       !"#$   %&  '         ()* ++ ', 

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.