Fréttablaðið - 29.01.2011, Side 33

Fréttablaðið - 29.01.2011, Side 33
 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Sýningin Ljósmyndari Mývetninga – mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í dag klukkan 15. Á sama tíma verður sýningin Stoppað í fat opnuð í Horni á 2. hæð, en þar má sjá viðgerða hluti úr safneign. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA H elgarnar, eins og lífið sjálft, hafa lítið breyst eftir að frægðin bank- aði upp á, utan hvað ég vinn þegar aðrir skemmta sér og stundum er leitt að geta ekki tekið þátt í því sem vinirnir gera,“ upp- lýsir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór. „Oftast syng ég á föstudags- og laugardagskvöldum, en er svo ræstur á lappir snemma því á laug- ardögum klukkan 9 og sunnudög- um í hádeginu þjálfa ég 7. flokk karla í FH í fótbolta. Því fara þessi tvö störf ekki sérlega vel saman en mér finnst gaman að vakna snemma,“ segir Friðrik, sem er heitari en kraumandi hraun um þessar mundir. „Ég hef spilað víða um land og séð að fólk skemmtir sér mismunandi eftir landshlutum, en ólík stemn- ing og fjölbreytileiki fólksins þykja mér hressandi,“ segir Friðrik, sem eftir þjálfarastarfið safnar kröft- um heima við þar til hann stígur á stokk um kvöldið. „Ég er heimakær og finnst lang- best að tsjilla yfir enska boltan- um, bíómynd, FIFA- eða COD-leik í PlayStation3, en helgarnar nýti ég líka til að sinna vinum og ætt- ingjum,“ segir Friðrik og útskýr- ir að hann hafi aldrei verið drjúg- ur í djamminu um helgar. „Mér hefur aldrei þótt geggjað að fara á skemmtistaði því ég höndla ekki mannþröngina,“ segir Friðrik, sem játar að finna orðið fyrir auknum þunga frægðarinnar. „Allt er það samt vinsamlegt og gaman þegar fólk gefur sig á tal við mig. Sjaldnast eru það djúpar eða langar samræður, en meira frasar úr lögunum mínum, eins og „Keyrum þetta í gang“ og þá svara ég með frasa á móti. Aðrir vilja rifja upp fyrri kynni, eins og að hafa hitt mig á flugvellinum í Eyjum, og það er skemmtilegt þótt ég muni sjaldnast eftir andlitinu,“ segir Friðrik hláturmildur. „Ég hef húmor fyrir frægðinni og stelpurnar, jújú, þær eru hress- ar og sækja að mér, en ég á mína kærustu og er voða lítið að pæla í atgangi stelpna.“ En er kærastan ekkert smeyk um kærastann sinn í sviðsljósinu? „Ef ég er úti á landi hringir hún kannski oftar en þegar ég er í bænum, en annars er hún bara róleg. Ég held hún viti líka að hún geti verið róleg því hún á mig ein.“ thordis@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór syngur fyrir land og þjóð ásamt því að þjálfa fótboltalið FH um helgar Kærastan á mig ein LAGERSALA 40-80% afsláttur Sængurfatnaður, púðar handklæði, löberar borðdúkar, lök, rúmteppi, barnavörur Lagersala Lín Design Malarhöfða 8 Aðeins þessa e inu helgi! www.lindes ign.is LOKADAGUR ÚTSÖLU AÐEINS 4 VERÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.