Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 34
Tríó Vei heldur tónleika með finnska trommaranum Samuli á
Myrkum músíkdögum í Norræna húsinu á morgun. Tónleikar hans
eru samstarfsverkefni Norræna hússins og Myrkra músíkdaga. Allar
nánari upplýsingar á vefsíðu Norræna hússins, www.nordice.is.
„Ég veit að krakkar sitja yfirleitt
á sætisbrúninni á leiksýningum
því þá langar svo mikið að taka
þátt. Því ákvað ég að skrifa leikrit
þar sem þeir gætu hreinlega verið
með,“ segir Ísgerður Elfa Gunnars-
dóttir leikkona. Hún er bæði höf-
undur og leiðangursstjóri í Fjár-
sjóðsleit með Ísgerði, gagnvirku
leikriti sem sýnt verður í Norður-
pólnum um helgar. Fyrsta sýning
er í dag klukkan þrjú og önnur á
morgun klukkan fimm.
„Þetta er ferðalag því við förum
úr einu rými í annað og fylgjum
landakorti. Við smjúgum undir
foss og ferðumst á töfrateppi,
þannig að þetta er heilmikið ævin-
týri. Leikhúsið er nefnilega gömul
verksmiðja og býður upp á mikla
möguleika,“ segir Ísgerður þegar
hún er spurð út í efni verksins og
er greinilega spennt. Hún kveðst
vera með einn leikara með sér,
Magnús Guðmundsson, sem komi
fram í mismunandi hlutverkum.
„Ég er með krökkunum allan tím-
ann en Maggi leikur þrjá ólíka og
skemmtilega karaktera sem verða
á vegi okkar á leiðinni.“ Hún segir
líka foreldra og aðra fullorðna
áhorfendur taka þátt í leiðangr-
inum. „Það er bara eitt sem hinir
fullorðnu fá ekki að gera, það er
að fara á töfrateppið,“ segir hún
leyndardómsfull.
Ísgerður Elfa gaf út barnaplötu í
fyrravor og kveðst í kjölfarið víða
hafa verið að skemmta börnum
á síðasta ári. „Þá leiddist mér að
vera ein á sviðinu svo ég fékk oft
krakka með mér. Þeir skemmtu sér
vel og því fannst mér upplagt að
fá í þannig stemningu í leikritið,“
segir hún og tekur fram að börnin
fái að stinga upp á ýmsum hlutum í
leikritinu. „Þau hafa svo óþrjótandi
hugmyndaflug og í heimi barna er
allt hægt. Eflaust eiga þau eftir
að koma okkur Magga í vandræði
einhvern tíma en þá verðum við að
bregðast við því og vera við öllu
búin. Það verður líka skemmtilegt
fyrir áhorfendur.“
Fjársjóðsleitin tekur um klukku-
tíma að sögn Ísgerðar Elfu sem
miðar við að hafa í kringum 40
börn á hverri sýningu. Hún telur
hana hæfa tveggja til tíu ára, eftir
smekk og ævintýraþrá og bendir á
að hægt sé að kaupa miða á www.
midi.is. gun@frettabladid.is
Einn ævintýraleiðangur
Barnaleikrit sem áhorfendur taka fullan þátt í verður frumsýnt í hinu nýja leikhúsi, Norðurpólnum við
Sefgarða á Seltjarnarnesi í dag klukkan þrjú. Það ber nafn með rentu, Fjársjóðsleit með Ísgerði.
„Börnin hafa óþrjótandi hugmyndaflug og í heimi þeirra er allt hægt,“ segir Ísgerður
Elva sem hér býr sig undir að leggja af stað í leiðangur með hugrökkum hópi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Húsið opnar kl. 22 – miðaverð 1000 kr.
Stór dansleikur
á Classic Rock
Ármúla 5 Laugardaginn 29/1
Með Rúnari Þór, Gylfa Ægis, Megasi
og hljómsveit
Laugavegi 53 • s. 552 3737
Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17
50%
Síðustu dagar útsölunnar
afsláttur
SMOKY EYE
EFFECT
NÝTT
Augnskuggapenni sem er
tvískiptur. Liturinn með
breiðari endanum er settur á
augnlokið og síðan er liturinn
með oddmjóa endanum
settur yfir til að ná fram
“smoke” áferðinni. Nú er
leikur einn að gera “Smoky
Eye” förðun.
Sölustaðir: Hagkaup Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind. Lyf og Heilsa: Austurveri, Eiðistorgi,
Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Kringlunni, Vestmannaeyjum, Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek, Garðs Apótek,
KS Sauðarkróki, Lyfjaval Bílaapótek, Lyfjaver Suðurlandsbraut, Nana Hólagarði, Rima Apótek og Urðarapótek.