Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 34
Tríó Vei heldur tónleika með finnska trommaranum Samuli á Myrkum músíkdögum í Norræna húsinu á morgun. Tónleikar hans eru samstarfsverkefni Norræna hússins og Myrkra músíkdaga. Allar nánari upplýsingar á vefsíðu Norræna hússins, www.nordice.is. „Ég veit að krakkar sitja yfirleitt á sætisbrúninni á leiksýningum því þá langar svo mikið að taka þátt. Því ákvað ég að skrifa leikrit þar sem þeir gætu hreinlega verið með,“ segir Ísgerður Elfa Gunnars- dóttir leikkona. Hún er bæði höf- undur og leiðangursstjóri í Fjár- sjóðsleit með Ísgerði, gagnvirku leikriti sem sýnt verður í Norður- pólnum um helgar. Fyrsta sýning er í dag klukkan þrjú og önnur á morgun klukkan fimm. „Þetta er ferðalag því við förum úr einu rými í annað og fylgjum landakorti. Við smjúgum undir foss og ferðumst á töfrateppi, þannig að þetta er heilmikið ævin- týri. Leikhúsið er nefnilega gömul verksmiðja og býður upp á mikla möguleika,“ segir Ísgerður þegar hún er spurð út í efni verksins og er greinilega spennt. Hún kveðst vera með einn leikara með sér, Magnús Guðmundsson, sem komi fram í mismunandi hlutverkum. „Ég er með krökkunum allan tím- ann en Maggi leikur þrjá ólíka og skemmtilega karaktera sem verða á vegi okkar á leiðinni.“ Hún segir líka foreldra og aðra fullorðna áhorfendur taka þátt í leiðangr- inum. „Það er bara eitt sem hinir fullorðnu fá ekki að gera, það er að fara á töfrateppið,“ segir hún leyndardómsfull. Ísgerður Elfa gaf út barnaplötu í fyrravor og kveðst í kjölfarið víða hafa verið að skemmta börnum á síðasta ári. „Þá leiddist mér að vera ein á sviðinu svo ég fékk oft krakka með mér. Þeir skemmtu sér vel og því fannst mér upplagt að fá í þannig stemningu í leikritið,“ segir hún og tekur fram að börnin fái að stinga upp á ýmsum hlutum í leikritinu. „Þau hafa svo óþrjótandi hugmyndaflug og í heimi barna er allt hægt. Eflaust eiga þau eftir að koma okkur Magga í vandræði einhvern tíma en þá verðum við að bregðast við því og vera við öllu búin. Það verður líka skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ Fjársjóðsleitin tekur um klukku- tíma að sögn Ísgerðar Elfu sem miðar við að hafa í kringum 40 börn á hverri sýningu. Hún telur hana hæfa tveggja til tíu ára, eftir smekk og ævintýraþrá og bendir á að hægt sé að kaupa miða á www. midi.is. gun@frettabladid.is Einn ævintýraleiðangur Barnaleikrit sem áhorfendur taka fullan þátt í verður frumsýnt í hinu nýja leikhúsi, Norðurpólnum við Sefgarða á Seltjarnarnesi í dag klukkan þrjú. Það ber nafn með rentu, Fjársjóðsleit með Ísgerði. „Börnin hafa óþrjótandi hugmyndaflug og í heimi þeirra er allt hægt,“ segir Ísgerður Elva sem hér býr sig undir að leggja af stað í leiðangur með hugrökkum hópi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Húsið opnar kl. 22 – miðaverð 1000 kr. Stór dansleikur á Classic Rock Ármúla 5 Laugardaginn 29/1 Með Rúnari Þór, Gylfa Ægis, Megasi og hljómsveit Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 50% Síðustu dagar útsölunnar afsláttur SMOKY EYE EFFECT NÝTT Augnskuggapenni sem er tvískiptur. Liturinn með breiðari endanum er settur á augnlokið og síðan er liturinn með oddmjóa endanum settur yfir til að ná fram “smoke” áferðinni. Nú er leikur einn að gera “Smoky Eye” förðun. Sölustaðir: Hagkaup Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind. Lyf og Heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Kringlunni, Vestmannaeyjum, Apótek Hafnarfjarðar, Árbæjarapótek, Garðs Apótek, KS Sauðarkróki, Lyfjaval Bílaapótek, Lyfjaver Suðurlandsbraut, Nana Hólagarði, Rima Apótek og Urðarapótek.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.