Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 44

Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 44
 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR8 LEITUM AÐ ÆVINTÝRAMÖNNUM OG KONUM Fréttastofa RÚV leitar að öflugu sumarafleysingafólki til að afla og miðla áhugaverðum fréttum – á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni – í útvarpi, sjónvarpi og á www.ruv.is . Í boði eru nokkrar stöður í afleysingum. Möguleikar geta skapast á störfum til framtíðar. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem vilja grafa djúpt í málefni líðandi stundar og miðla fréttum og fréttaskýringum í gegnum miðlana okkar. Við gerum kröfu um hæfni til að vinna í hópi, samskiptahæfileika, góða framsögn og ritfærni og frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Við bjóðum upp á kraftmikið, skapandi og metnaðarfullt umhverfi þar sem fjölbreyttur hópur fréttafólks með mikla reynslu og þekkingu starfar. Við leggjum áherslu á að endurspegla samfélagið sem við búum í og þess vegna hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um. Nánari upplýsingar veita Óðinn Jónsson fréttastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti odinnj@ruv.is og Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti berglindb@ruv.is. Umsóknir berist í síðasta lagi 14. febrúar nk. á netfangið starfsumsoknir@ruv.is, merktar „Umsókn um sumarafleysingastarf á fréttastofu“. „Ég vissi ekki að Roger Moore væri hræddur við byssur fyrr en ég talaði við hann“ Linda Blöndal - Fréttamaður RÚV tók viðtal við Roger Moore þegar hann var staddur hér á landi á vegum Unicef. Hjúkrunarfræðingar óskast Skógarbær er hjúkrunarheimili fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þarfnast hjúkrunar allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Um er að ræða 40 – 80% starfshlutfall eða eftir samkomulagi. Einnig óskum við eftir hjúkrun- arnemum til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Jónbjörg Sigurjónsdóttir í síma 510-2101 / 898-5207. jonbjorg@skogar.is Árskógum 2, Breiðholti / Mjódd Iðjuþjálfi óskast Grund óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 60% starf sem er hugmyndaríkur og jákvæður í samskiptum. Allar nánari upplýsingar veitir Katla Kristvinsdóttir yfiriðjuþjálfi Grundar í síma 5306194 eða 5306100. Einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á katla@grund.is. Hægt er að sækja um starfið á www.grund.is Á Grund búa 200 heimilismenn þar sem trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.