Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 51
fjölskyldan 7
1. Hljóðfæraverslanir
Íslenskar hljóðfæraverslanir eru
þó nokkrar og til að heimsækja
þær er ekkert skilyrði að vera
hljóðfæraleikari. Reyndar
verður heimsókn á slíkar slóðir
oft til að vekja áhuga á hljóð-
færaleik og getur jafnvel
auðveldað valið ef einhver á í
vandræðum með að gera upp
hug sinn með hvaða hljóðfæri
skal læra á. Tónastöðin er ein
skemmtilegra hljóðfæraversl-
ana á höfuðborgarsvæðinu og
er þar úrval af hljóðfærum,
einkum blásturs- og strengja-
hljóðfærum, bókum um tónlist
og fleira. Önnur hljóðfærabúð
er sameiginleg verslun Tóna-
búðarinnar og Hljóðfærahúss-
ins í Síðumúla og má benda
þeim sem heillast
af rafmagns-
hljóðfærum á
að kíkja
þangað. Þá
er Rín í
Brautarholti
gjarnan nefnd
„vígi rokk tón-
listarmannsins“.
2. Tónlistarhátíðir
Vert er að kynna sér og fylgjast
með gangi tónleika, tónlistarvið-
burða og –hátíða því þar er alltaf
um auðugan garð að gresja.
Benda má á frábæra heimasíðu
sem er með puttann á púlsinum
og heldur saman því sem er á
döfinni, musik.is. Af nokkrum
tónlistartengdum atburðum má
nefna Myrka músíkdaga sem
hófust á fimmtudag en lýkur á
morgun. Safnanótt, þar sem
tónlist spilar stórt hlutverk, hefst
13. febrúar og Sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna er með
tónleika þann sama dag.
Háskólatónleikar eru þá á
dagskrá á þessu ári, Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og Norður-
lands slá á trengi, Kammermús-
íkklúbburinn er með tónleika
og glæsilegar sýningar
má berja augum í
Íslensku
óperunni.
3. Fræðslu námskeið
Algengt er að fólk sé
tregt til að feta sig inn á
braut tónlistar, nema rétt
sem áheyrendur
þar sem það
óttast að
hæfileikana
skorti. Þeim
hópi má benda
á að allnokkur
fræðslunámskeið
tengd tónlist eru í boði. Má þar
til að mynda nefna námskeið hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands –
Heimur jazzins og tónlist
Wagners. Þeir sem vilja kúra sig
heima í stofu geta svo notað
internetið og æft sig í að hlusta
á óperur á Youtube. Þá er gaman
að fletta upp á frægustu
tónskáldum veraldar og lesa sér
til um dramatískt líf þeirra og
örlög.
4. Hljóðfæri skoðuð
Þjóðminjasafnið er alltaf gaman
að heimsækja en í næstu (eða
þeirri fyrstu ef því er að skipta)
heimsókn þangað mætti reyna
að þefa uppi hvernig tónlistar-
menning Íslendinga hefur verið.
Hvaða hljóðfæri er að finna á
safninu og hvaða hljóðfæri
Íslendingar hafa helst leikið á.
Tónlist hér og þar
Tónlist hefur um aldir verið sameiningartákn og smitað frá sér gleði. Ýmis-
legt er fyrir fjölskylduna að skoða og sjá tengt tónlist á höfuðborgarsvæð-
inu. Fréttablaðið tók saman nokkur atriði á tónlistartengdum nótum.
!"#
$%
&'
())
!
"##
$
% & (&)
* + ,
+-&
.
/
* +0
ÞAÐ ER HOLLT
AÐ SPARA
LÆGRA
LYFJAVERÐ Í 14 ÁR
–einfalt og ódýrt
Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK