Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 56
29. janúar 2011 LAUGARDAGUR32
timamot@frettabladid.is
Leikmenn úr liðum efstu deildar
íslenska körfuboltans sýna listir í
Vetrargarðinum í Smáralind í dag á
fjölskylduskemmtun sem haldin er á
fimmtíu ára afmæli Körfuknattleiks-
sambands Íslands. Samkoman hefst
klukkan 14 og þar er afmæliskaka í boði
fyrir alla gesti. Þar verða líka körfu-
boltastöðvar fyrir víti, drippl, skotleiki,
þrautir, sendingar og fleira skemmti-
legt og klukkan 15.15 kemur Latabæj-
ardrottningin Solla stirða og skemmtir
um stund. Áður setur samt Hannes S.
Jónsson, formaður Körfuknattleikssam-
bandsins, afmælisárið og kynnir helstu
viðburði þess.
Hannes var plataður í smá spjall
á tímamótasíðuna í tilefni afmælis-
ins. Hann var einmitt að ná í son sinn
á körfuboltaæfingu í Grafarvoginum
og leiddist greinilega ekki innan um
krakkana. Tók samt ekki í mál að troða
á staðnum.
„Það sem er svo frábært við körfu-
bolta er að alls staðar er hægt að spila
hann,“ segir Hannes glaðlega. „Enda
eru víða körfur við skóla og heimahús.
Maður getur meira að segja æft sig
einn,“ bendir hann á.
Hannes segir körfuboltann tiltölu-
lega unga íþrótt á heimsvísu, eða um
hundrað og tuttugu ára. „Körfuboltinn
var fyrst spilaður 1891 í Bandaríkjun-
um og barst hingað til lands á stríðsár-
unum en áhuginn fór ekki verulega að
vaxa fyrr en milli 1970 og ‘80,“ segir
hann og upplýsir að stofnfélög sam-
bandsins árið 1961 hafi verið sex. „Svo
varð sprengja upp úr 1990 þegar Stöð
2 byrjaði að sýna NBA-leiki. Þá sner-
ist allt um körfubolta hjá krökkunum,“
rifjar Hannes upp en kemur með kröft-
uga varnarræðu þegar hann er spurður
hvort KKÍ hafi ekki glutrað niður tæki-
færi til að hamra það járn enn frekar.
„Körfuboltinn hefur vaxið mikið á
Íslandi á síðustu tuttugu árum eins og
í Evrópu allri og er næstútbreiddasta
íþróttagrein í landinu með um 7.000
iðkendur, samkvæmt tölum frá ÍSÍ,“
segir hann og bætir við að KKÍ haldi úti
12-15 fjölliðamótum fyrir ellefu ára og
eldri um hverja helgi frá október fram í
apríl. „Svo áttum við Íslendingar fyrsta
Evrópubúann sem lék í NBA og eigum
fólk sem spilar í sterkustu deildum
heims, auk þess sem forseti Evrópska
körfuboltasambandsins er íslenskur.“
Margir leggja fram mikla sjálfboða-
vinnu í þágu körfuboltans á Íslandi,
að sögn Hannesar. Hann hrósar þeim
eldhugum í hástert sem vinna af
heilindum fyrir sitt bæjarfélag og sína
íþrótt, halda úti æfingum, sjá um að
félagsstarfið virki og koma krökkum á
leiki og mót.
Hann segir líka mikinn stuðning
fyrir sig og aðra sem nú eru í stjórn
sambandsins að geta enn leitað til
þeirra manna sem komu að stofnun þess
fyrir 50 árum. „Þeir eru alltaf boðnir
og búnir að liðsinna okkur,“ segir hann.
„Kolbeinn Pálsson, sem var íþrótta-
maður ársins 1966 og síðar formaður
sambandsins, er til dæmis formaður
afmælisnefndar núna.“ gun@frettabladid.is
KÖRFUKNATTLEIKSSAMBANDIÐ: FAGNAR 50 ÁRUM MEÐ FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
Alls staðar hægt að spila körfu
FORMAÐURINN „Körfuboltinn hefur vaxið mikið á Íslandi á síðustu 20 árum eins í Evrópu allri
og er næstútbreiddasta íþróttagreinin í landinu með um 7.000 iðkendur, samkvæmt tölum frá
ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
31 INGIMUNDUR INGIMUNDARSON, landsliðsmaður í handbolta, er 31 í dag.
„Þegar gengur vel í vörninni þá fyllumst við líka sjálfs-
trausti í sókninni og allt verður miklu auðveldara.“
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir og tengdasonur
Matthías Bjarki
Guðmundsson
lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. janúar.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Björg Ragna Erlingsdóttir
Lúðvík Már Matthíasson
Máni Matthíasson
Markús Ingi Matthíasson
Guðmundur G. Magnússon Anna Björk Matthíasdóttir
Magnús Víðir Guðmundsson Kristín K. Ólafsdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson Kristín Valdemarsdóttir
Erlingur Lúðvíksson Jakobína Ingadóttir
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
Þorbergur Guðmundsson
frá Raufarhöfn,
er lést 10. janúar, var jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 20. janúar í kyrrþey að ósk hins látna.
Okkar innilegustu þakkir til allra er auðsýndu okkur
aðstandendum samúð og hlýhug við andlát hans og
útför. Alúðar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimil-
inu Nausti á Þórshöfn fyrir sérlega góða umönnun.
Málfríður Anna Guðmundsdóttir
Eiríkur Guðmundsson Björg Eiríksdóttir
Hrefna Friðriksdóttir
og frændsystkin.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem að heiðruðu minningu og sýndu
okkur samúð og stuðning, við andlát
og útför okkar ástkæru móður, tengda-
móður, ömmu, langömmu
og sambýliskonu
Gyðu Steingrímsdóttur
Fróðengi 5, 112 Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Karítasar, 11.E LSH við
Hringbraut og Líknardeild LSH í Kópavogi fyrir ein-
staka umönnun og umhyggju. Guð blessi ykkur öll.
Kristjana Óladóttir Þráinn Garðar Þorbjörnsson
Þórarinn Ólason Eydís Unnur Tórshamar
Bjarni Elíasson
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning
Árni Helgason fæddist í Kollsvík í
Rauðasandshreppi 15. febrúar 1922.
Hann varð bráðkvaddur aðfaranótt
23. janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Ásbjörn Helgi
Árnason f. 13. apríl 1889 d. 1965 og
Sigrún Össurardóttir f. 6. maí 1898
d. 1977. Árni var næst elstur af 6
systkinum sem eru Guðrún f. 1919,
Anna Marta f. 1924, Ólafur Helgi
f. 1925 d. 1986, Halldóra f. 1930 og
Kristrún Björt f. 1939.
Árni giftist 25. júlí 1948 Önnu Hafliðadóttur f. 29.
júní 1927 frá Miðbæ á Hvallátrum. Foreldrar Önnu
voru Hafliði Halldórsson f. 6. október 1899 d. 1987 og
Sigríður Filippía Erlendsdóttir f. 13. apríl 1901 d. 1982.
Börn þeirra eru Helgi f. 1949 maki Ásdís Ásgeirsdóttir,
Hafliði f. 1950 maki Lilja Kolbrún Kristjánsdóttir, Erna
f. 1952 maki Gísli Geir Jónsson, Halldór f. 1956 maki
Lára Björk Kristinsdóttir, Ólafur f. 1957 maki Sigríður
Ragna Þorvaldsdóttir, Rúnar f. 1959 maki Sigurbjörg
Ásgeirsdóttir, Ásbjörn Helgi f. 1965 maki Helga
Snorradóttir, Jón f. 1970 maki Fanney Sigurgeirsdóttir
og Dómhildur f. 1972 maki Gísli Hólmar Jóhannesson.
Barnabörnin eru 35 og barnabarnabörnin 22.
Árni og Anna hófu búskap á Miðbæ í félagi við for-
eldra Önnu en fluttu sumarið 1950 að Neðri-Tungu
í Örlygshöfn þar sem þau stunduðu hefðbundinn
búskap áfram í félagi við foreldra Önnu til ársins 1962
en þá fluttu þau Hafliði og Sigríður til Patreksfjarðar.
Eftir það héldu Árni og Anna áfram búskap í Neðri-
Tungu til ársins 1980 en Árni stundaði áfram grá-
sleppuútgerð ásamt annarri vinnu þar til hann hætti
störfum 75 ára. Frá árinu 1982 hafa þau búið á
Patreksfirði. Árni vann einnig ýmis störf með búskapn-
um, meðal annars við vegagerð á þungavinnuvélum
og fleira. Árni tók virkan þátt í hinum ýmsu félags- og
sveitarstjórnarmálum.
Árni verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 29. janúar 2011 kl. 14.00.
Árni Helgason
fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi
15. febrúar 1922.
Ég þakka öllum þeim er sýnt hafa mér
hlýhug og vináttu vegna andláts móður
minnar,
Eddu Sigurðardóttur.
Guðný Einarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi
Þorvarður Guðjónsson
fv. frkvstj. frá Hesti í Önundarfirði,
Fannborg 8, Kópavogi,
andaðist þann 24. janúar 2011. Jarðarförin fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 15.00
Marta Bíbí Guðmundsdóttir
Ásgeir H. Þorvarðarson Sólveig Hrafnsdóttir
Sveinfríður G. Þorvarðardóttir Herluf M. Melsen
R. Svanhvít Þorvarðardóttir Arnar Ingólfsson
Hjördís Erlingsdóttir
Jóhanna Erlingsdóttir Sigurður Hjálmarsson
Geirný Ósk Geirsdóttir Erik Stöhle
barnabörn og langafabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát okkar yndislegu
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Kristrúnar Sigurrósar Á.
Lund
sem lést 29. desember 2010.
Stefán Lund
Gunnar Lund
Marianne Hamlin
Lucia Lund Ragnar Helgi Róbertsson
Thorben Lund Marion Herrera
barnabörn og barnabarnabarn.