Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 60
36 29.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Sveppi er besti
vinur
minn af því
að hann
bjarg-
aði mér
þegar
var búið
að ræna
mér.
krakkar@frettabladid.is
29. janúar 2011 LAUGARDAGUR
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? Lambakjöt og villibráð.
Mér finnst gæsir mjög góðar og
svo borða ég rjúpur um jólin.
Hver er besti vinur þinn og af
hverju? Sveppi er besti vinur
minn af því að hann bjargaði
mér þegar var búið að ræna
mér og ég var bundinn við stól.
Það gera bara góðir vinir.
Af hverju er hárið þitt svona
úfið? Ég hugsa svo rosalega
mikið og rafboðin í taugaend-
unum í heilanum valda því að
hárið stendur upp í loftið. Svo
hef ég engan tíma til að vera
að greiða mér.
Ég bjó einu sinni til plút-
óníum-greiðu með sam-
eindar-klofnum greiðu-
tönnum. Það fór allt í
rugl og varð svaka-
legt vesen út af því.
Sprengjusveit Landhelg-
isgæslunnar þurfti að
sigla með hana lengst
út á sjó og eyða henni
með djúpsprengju.
Af hverju veistu
svona mikið? Af
því ég hef svo rosaleg-
an áhuga á því að skilja
hvers vegna hlutir eru eins
og þeir eru. Spyr alltaf af
hverju og hvers vegna og þá
segir fólk manni svo margt sem
maður vissi ekki.
Geta allir orðið uppfinninga-
menn? Já. ekki spurning. Allir
sem eru með góðar hugmynd-
ir og frjótt ímyndunarafl geta
það. Horfið bara í kringum
ykkur og sjáið hvað vantar,
hvað gæti verið betra eða hvað
gæti verið auðveldara, og búið
það svo til.
Hver er besta uppfinningin
þín? Alveg klárlega jólaskrauts-
byssan sem við notuðum einu
sinni til að skreyta. Ég var líka
mjög feginn að hafa búið til
slím-þykkni fyrir síðustu mynd.
Hún hefði orðið miklu lengri ef
ég hefði ekki tekið það með mér
á hótelið.
Hver er besta uppfinning í
heimi? Hmmmm þessi er mjög
erfið. Úfff! ætli skærin séu ekki
nálægt því að vera best í heimi.
Leonardó DaVinci fann þau
upp, það vita ekki allir.
Hann var ofurmaður
eða eins og Nietzsche
sagði: Übermensch.
Hvað ætlar þú að
verða þegar þú ert
orðinn stór Rokk-
stjarna.
Er gaman að búa til
bíómyndir? Já það er
mjög gaman, sérstaklega
þegar maður gerir það með
vinum sínum.
Lékst þú sjálfur í
áhættuatriðunum?
Já, við gerðum
allt sjálfir
– öll atriði
hvort sem
þau voru há-
dramatísk
eða áhættu-
atriði.
Hver er fræg-
asti maður sem
þú hefur hitt?
Úff, veit ekki
alveg hvernig ég
á að svara þessu.
Hitti einu sinni
Einstein í draumi,
er það tekið
með?
Færðu mikið af
aðdáendapósti? Já, ég
fæ alls konar póst, sem er
mjög gaman. Gott að vita
af því að maður er að gleðja
einhvern.
Finnst þér gaman að vera
beðinn um eiginhandaáritun?
Já, já, þá veit maður að það
er einhver sem fílar það sem
maður er að gera.
Hvor er vinsælli þú eða
Sveppi? Sveppi, hann er svo
sætur og krúttlegur.
ALLIR GETA ORÐIÐ
UPPFINNINGAMENN
Villi er besti vinur Sveppa. Hann er með úfið hár af því hann hugsar svo mikið og
svo hitti hann einu sinni Einstein í draumi.
Hvað þarf marga
Hafnfirðinga til að
skipta um ljósa-
peru?
Svar: Tvo til að
halda stiganum,
einn til að halda
við ljósaperuna og
1.000 til að snúa
við húsinu!
Sendandi: Atli Snær
Stefánsson 8 ára.
Hvað sagði draug-
urinn við hinn
drauginn?
Þú ert alveg
ofboðslega gegn-
sær!
Pabbi! kallar Anna.
Já, elskan mín.
Verða kálfarnir á
mér að nautum
þegar ég verð stór?
Einu sinni var kona
sem setti nærfötin
sín á kínverskt
þvottahús. Þegar hún
fékk fötin til baka
voru enn þá blettir í
nærbuxunum.
Þá sendi hún miða
með fötunum: Nota
meiri sápu í fötin.
Þá fékk hún miða
til baka: Nota meiri
pappír!
VEFSÍÐAN LITABOK.IS er tilvalin fyrir litla og upprennandi listamenn. Þar
er gott safn af myndum af alls kyns vinsælum teiknimyndapersónum sem er hægt að
prenta út og lita.
1. Hvenær byrjar þorrinn?
2. Á hvaða degi byrjar þessi
mánuður?
3. Hvað gefa konur mönnum
sínum venjulega þann dag?
4. Hvað þýðir „að þreyja þorr-
ann“?
5. Hvernig matur er vinsæll á
þorranum?
6. Hvaða skemmda brjóskfisk
borðar fólk þá?
7. Úr þeirri skepnu er líka búið
til lýsi. Hvað kallast það?
8. Hvað hét Íslendingurinn
sem var nýlega útnefndur
„Þorri landsmanna“?
9. Hvað er síðasti dagur þorra
nefndur?
10. Hvað mánuður kemur á
eftir þorranum?
Svör:
1. Þorrinn er fjórði mán-
uður vetrar og hefst á
föstudegi á bilinu 19. til
25. janúar.
2. Bóndadegi.
3. Blómvönd.
4. Að þrauka. Líka að bíða
einhvers með eftirvænt-
ingu.
5. Þorramatur.
6. Hákarl.
7. Hákarlalýsi.
8. Guðni Þorri Egilsson.
9. Þorraþræll.
10. Þá tekur góan við. Hún
hefst á sunnudegi á
bilinu 18. til 24. febrúar.
Léttar í bragði
Fitulítilnýjung!