Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 64

Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 64
40 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR40 menning@frettabladid.is Höfundar Án áfangastaðar eru tveir, þau Markús Þór Andrés- son sýningarstjóri og Gunnþóra Ólafsdóttir landfræðingur. Þáttur Gunnþóru Ólafsdóttur landfræð- ings vekur athygli á mikilvægi og frjósemi þverfaglegs samstarfs. Sýningin er víðfeðm. Í raun er um þrjár sýningar að ræða. Lista- verk eftir íslenska og erlenda listamenn má sjá á báðum hæðum safnsins, en inni á milli þeirra, á gangi og í opnum rýmum er sýn- ing í sýningunni, plakatverk eftir hóp sem nefnir sig því innilega þýska nafni Institut für Raum- experimente. Þriðja sýningin er kvikmynda- og myndbandssýning í sal á efri hæð, þar sem sýndar eru bæði stuttmyndir og mynd- ir í fullri lengd, meðal annars er Hringurinn eftir Friðrik Þór sýnd alla daga klukkan tíu. Fjórði hluti verkefnisins er ráðstefna um nátt- úrutengda ferðaþjónustu fyrstu helgina í febrúar. Það er frétt- næmt að þar verður Lucy R. Lipp- ard meðal frummælenda en hún er heimsþekkt fyrir skrif sín um myndlist. Sýning Markúsar og Gunnþóru er vandlega hugsuð frá upphafi til enda, listaverk út af fyrir sig. Við- fangið er vítt og breitt og það end- urspeglast í verkunum. Ferðalög, ferðalöngun, saga ferðalaga, túr- ismi og landslag, auk ótal spurn- inga um stað, staðsetningu, ein- kenni lands, náttúruupplifun og fleira. Verk listamanna eru valin með tilliti til umfjöllunarefn- is og eru blanda af þegar tilbún- um verkum og listaverkum unnin fyrir stað og stund. Vinnubrögð af þessum toga hafa löngum legið undir ámæli, sýningarstjórar verið sakaðir um að setja list í nýtt sam- hengi eftir eigin hentugleikum og virða að vettugi markmið lista- manna. Slík gagnrýni tilheyr- ir þó mestmegnis liðinni tíð sem betur fer og sýningarstjórastarfið er loks að vinna sér sess hérlend- is, áratugum á eftir sambærilegri þróun á alþjóðavettvangi. Ekki má gleyma því að sýningarstjórar hafa í starfi sínu á stundum vald- ið straumhvörfum í myndlist og í víðara samhengi. Án áfanga er margsaga, birtir enga endanlega mynd, gerir ekki tæmandi úttekt, hefur enga eina skoðun. Hér fá listaverkin að eiga síðasta orðið, milli þeirra, áhorf- enda og sýningarstjóra skapast frjótt og lifandi samtal án orða, eins og myndlistinni einni er lagið. Ekki er hægt að segja að eitt- hvað eitt standi upp úr, hér eru mörg flott verk. Þó má nefna Les- bókarröð Roni Horn og ótrúlega heillandi og margræðar ljós- myndir af Jökulsárlóni eftir Walt- er Niedermayr. Verk Kristins E. Hrafnssonar er sláandi og eftir- minnilegt, hittir einhvern veginn beint inn í samtímann. Sömuleið- is rýmisskúlptúr Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur og veggverk Har- aldar Jónssonar, Göng. Og þannig mætti áfram telja. Auðvitað hefði mátt velja önnur verk, aðra listamenn. Sú spurn- ing vaknar t.d. hvort eðlilegt hefði verið að sýna fleiri listaverk sem fela í sér ádeilu á stóriðju og eða baráttu fyrir ósnortinni náttúru, vegna þess hversu áberandi þemað er í samtímanum. Óbein ádeila getur þó allt eins verið áleitnari og lifað lengur. Kynjahlutfallið er konum óþarflega óhagstætt og vekur upp spurningar, lauslega talið átta konur og sextán karlmenn, að tilraunahópnum slepptum. Það telst kostur sýningarinnar að sýna hófsemi og stillingu í vali listaverka, finna þeim öllum góðan samastað í safninu og skapa jafn- framt frjótt andrúmsloft sem leið- ir áhorfandann inn á við sem út í heim. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Markús Þór Andrésson og Gunnþóra Ólafsdóttir, auk fjölda annarra listamanna, eiga heiður skil- inn fyrir úthugsaða og frjóa sýningu. Áhorfendur halda í sitt eigið ferðalag þar sem þeir kynnast úrvalsverkum fjölmargra listamanna og sjá landið okkar og hugmyndir um ferðalög í nýju ljósi. Margbrotið og heillandi ferðalag Myndlist ★★★★★ Án áfangastaðar Samsýning í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Höfundar: Markús Þór Andrésson og Gunnþóra Ólafsdóttir Opnunartónleikar Myrkra músík- daga byrjuðu ekki vel. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistar- stjóri Hörpu, og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sin- fóníunnar, tilkynntu sigurvegar- ann í keppni um nýtt tónverk á opnunartónleikunum í vor. Hljóð- kerfið var svo lágt stillt að erf- itt var að heyra hvað þau sögðu. Fjölmargir tónleikagestir æptu „hærra!“ en það skilaði litlu. Sem betur fer heyrðist nafn sigurveg- arans, en það var Haukur Tómas- son. Ég óska honum til hamingju með sigurinn. Ekki aðeins var hljóðkerfið lágt stillt, heldur var líka óvanalega dimmt í salnum. Það var ógern- ingur að sjá hvað stóð í tónleika- skránni. Að öðru leyti var myrkrið þægilegt, og hæfði fremur þung- búinni tónlistinni ágætlega. Tónleikarnir hófust á öldungis frábærri tónsmíð eftir Ligeti. Hún einkenndist af kyrrstöðu. Langir hljómaklasar voru búnir til úr iðandi tónahendingum sem voru svo þéttofnar að klasarnir virk- uðu grafkyrrir. Tónlistin var þó ekki einhver ládeyða, þvert á móti reis hún upp í magnaða hápunkta sem voru staðsettir á hárréttum augnablikum. Daníel Bjarnason stjórnaði hljómsveitinni og gerði það með glæsibrag. Ligeti var svo vel mót- aður að maður gersamlega gleymdi sér. Fíngerður hljómavefurinn var áferðarfagur og seiðandi fram- vindan snilldarlega útfærð. Hin verkin á dagskránni lofuðu góðu. Fyrstur var klarinettukons- ert eftir Steingrím Rohloff. Rúnar Óskarsson lék einkar vel á klarin- ettuna, kryddaði leik sinn fallegum blæbrigðum sem drógu fram dýpri merkingu tónlistarinnar. Konsert- inn var þó ekki sérlega auðveldur áheyrnar, hann var býsna langur og tónmálið óaðgengilegt. Engu að síður var byggingin á verkinu glæsileg, atburðarásin flott og hljómaáferðin prýðilega ígrunduð. Greinilegt er að Steingrímur kann að skrifa fyrir hljómsveit. Konsert 04 eftir Finn Torfa Stefánsson var næstur á dagskrá. Konsertinn er í tveimur köflum en hér var aðeins fluttur annar þeirra. Það verður að teljast und- arlegt. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari var sólisti og spilaði af innlifun. Tónlistin var róleg og einmanalegur fiðlueinleikurinn myndaði sannfærandi mótvægi við fremur þétta hljómsveitarröddina. Útkoman var ekki sérlega rismik- il, en hún var samt áheyrileg og rann ljúflega niður. Gaman væri að heyra báða kafla konsertsins! Síðasta tónsmíðin á tónleikun- um, Birting, var eftir stjórnand- ann, Daníel. Það var áhrifamikil tónlist. Hægferðug framvindan kom stöðugt á óvart, alls konar spennandi hljóðfærasamsetn- ingar og áleitnar tónahendingar sköpuðu dáleiðandi andrúmsloft sem var ótrúlega mergjað. Hljóm- sveitarhljómurinn var vel mótað- ur og greinilega nostrað við hvert smáatriði. Til dæmis var gaman að heyra spilað bæði á flygil og píanó, en hljómurinn úr þessum tveimur hljóðfærum gefur mismunandi áferð. Margt fleira væri hægt að tíunda sem hér er ekki pláss fyrir. En í það heila var tignarleiki yfir tónlistinni, hugsun og innsæi sem maður verður ekki oft var við. Óhætt er að fullyrða að Daníel er eitt af okkar frambærilegustu tónskáldum. Jónas Sen Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar; góður flutningur og flott tónverk. Ljós í myrkri DANÍEL BJARNASON Tónlist ★★★★ Opnunartónleikar Myrkra músíkdaga Verk eftir Ligeti, Steingrím Rohloff, Finn Torfa Stefánsson og Daníel Bjarnason Norskir fjölmiðlar hafa birt opið bréf undirritað af 61 íslenskum rithöfundi til stuðnings starfs- systur þeirra Mariu Amelie. Amelie, sem heitir réttu nafni Madina Salamova, er flóttamaður frá Rússlandi og var á dögunum vísað úr landi í Noregi. Í bréfinu fordæma rithöfund- arnir aðgerðir norsku Útlend- ingastofnunarinnar og norsku ríkisstjórnarinnar og krefj- ast þess að Amelie verði veitt dvalarleyfi í Noregi. „Ef yfirvöld og málsvarar þeirra bera fyrir sig að hér sé farið að lögum segjum við: Ef lagabálkurinn sem farið er eftir er jafn ómannúðlegur og raun ber vitni á að breyta honum en ekki fylgja.“ Segir í bréfinu að ef Amelie hefði ekki tjáð sig opinberlega um afleiðingar kerfisins hefði hún verið látin í friði. „Skömm sé þeim sem hafa það í valdi sínu að hindra þessa siðlausu fram- kvæmd en hafast ekki að.“ Í hópi þeirra sem skrifa undir bréfið eru Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Ármann Jak- obsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Eiríkur Guðmundsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Haukur Már Helgason, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Steinsdóttir. Kristín Svava Tóm- asdóttir, Pétur Gunnarsson, Sig- urður Pálsson, Steinar Bragi, Þórarinn Eldjárn, Þórdís Gísla- dóttir, Þórunn Erlu- Valdimars- dóttir og Ævar Örn Jósepsson. Íslenskir rithöfundar styðja Mariu Amelie Leikfélag Reykjavíkur efnir til málþings um Guðmund Kamban leikskáld (1880-1945) í Borgar- leikhúsinu í dag. Dagskráin hefst á Nýja sviðinu klukkan 11 með leiklestri á atriðum úr Öræfa- stjörnum. Að því loknu verða sýnd brot úr kvikmyndunum Hadda Padda og Hús í svefni og einnig upptökum Sjónvarpsins á Skálholti og Vér morðingjar. Að loknum leiklestri og mynda- sýningum hefst málþing um leik- skáldið og erindi hans við nútím- ann. Þar flytja erindi Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleik- hússtjóri, Hlín Agnarsdóttir, rit- höfundur og leikstjóri, og Frið- geir Einarsson leikhúsmaður. Að lokum verða pallborðsum- ræður þar sem Þórunn Sigurðar- dóttir og Magnús Þór Þorbergs- son leggja orð í belg. Stjórnandi pallborðsins er Karl Blöndal. Málþing um Kamban VÍSAÐ BURT Maria Amelie vísað um borð í farþegaflugvél sem flutti hana til Rússlands á dögunum. GUÐBERGUR SEGIR FRÁ Guðbergur Bergsson lóðsar gesti um sýninguna Ásýnd landsins: Vatnið, jörðin, hafið og himinninn á Gerðarsafni í Kópavogi klukkan 15 á sunnudag. Á sýningunni eru málverk, vatnslitamyndir, teikningar og ljósmyndaverk eftir Daða Guðbjörnsson, Gunnlaug Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí og Vilhjálm Þorberg Bergsson. Súldarsker AUKASÝNING 29. JAN! Nýtt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur Uppistand í Tjörninni NÆSTA VIKA: Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík Út í kött Barnaleikhús Sveinn Skotti LJÓÐLEIKUR OG SÖNGDANS 30 28 3. FEB KAFFIHÚSIÐ MAJÓNES OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR 29 30 Örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.