Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 66
42 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is HNEFALEIKAKAPPINN Mike Tyson hefur nú eignast átta börn alls. Lítill drengur bættist í hópinn á þriðjudaginn. Þetta er annað barn Tyson og konu hans, Lakihu Spicer, en þau giftu sig árið 2009. Slest hefur upp á vinskap leikaranna Robert Downey Jr. og Jude Law en þeir urðu miklir mátar við tökur á kvikmyndinni Sherlock Holmes. Ástæða ósætt- isins mun vera vin- átta Downey Jr. við leikarann Mel Gibson. Robert Dow- ney Jr. hefur verið náinn vinur Gibsons í mörg ár og mun sá síð- arnefndi hafa staðið þétt við bakið á Downey Jr. þegar hann átti við áfengisvanda að stríða. Downey Jr. hefur launað vini sínum greiðann með því að styðja hann í gegnum skilnað hans við rússnesku tónlistarkonuna Oksönu. „Jude finnst hegðun Mels vera óviðunandi og honum finnst ekki að fólk eigi að styðja við bakið á manni sem hagar sér eins og Mel hefur gert. Jude finnst sem Mel hafi fengið næg tækifæri til að bæta sig og það pirrar hann að Robert skuli halda vináttunni við svona mann,“ var haft eftir heimild- armanni. Law og Downey Jr. vinna nú saman að Sher- lock Holmes 2 og er stirt á milli þeirra á tökustað. „Þeir voru mjög góðir vinir en nú talast þeir varla við á milli taka.“ ÓSÁTTIR Robert Downey Jr. og Jude Law eru ekki jafn góðir vinir og þeir voru. Ástæðan fyrir því er vinátta þess fyrrnefnda við Mel Gibson. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitin Culture Club, sem gerði það gott á níunda áratugn- um, ætlar að koma saman aftur á næsta ári í tilefni þrjátíu ára afmælis síns. Ný plata er fyrir- huguð og tónleikaferð um heim- inn. „Við ætlum að koma aftur saman,“ staðfesti söngvarinn Boy George, sem heitir réttu nafni George O´Dowd. Hann gefur á næstunni út sólóplötu en lítur á hana sem upphitun fyrir endur- komu Culture Club. Hljómsveitin ætlaði í tónleikaferð árið 2006 en George neitaði að ganga til liðs við félaga sína og ekkert varð úr ferðinni. Á meðal vinsælustu laga Culture Club eru Do You Really Want to Hurt Me og Karma Chameleon. Endurkoma Culture Club CULTURE CLUB Hljómsveitin kemur aftur saman á næsta ári. Söngkonan Katy Perry er nú í óðaönn að búa sig undir tónleika- ferðalag sem hefst 20. febrúar í Portúgal. „Ég þarf að fylgja ströngu mataræði þess dagana, sem er alveg ömurlegt. Á sunnudögum má ég þó borða það sem ég vil og þá fæ ég mér oftast hamborgara,“ sagði söngkonan. Hamborgaraátið ætti þó ekki að koma að sök því stúlkan fær ekki frí frá æfingum á sunnudögum. „Ég þarf að æfa allar dansrútínurnar og einnig þjálfa röddina. Þegar ég kem heim neyðist ég svo til þess að fara í gegnum vefpóstinn minn. Mér líður eins og ég sé að und- irbúa mig fyrir Ólympíuleik- ana.“ Dugleg Perry Leikarinn Ryan Phillippe hefur átt í sambandi við leikkonuna ungu Amöndu Seyfried undan- farna þrjá mánuði. Samkvæmt heimildarmönnum er parið afskaplega hamingjusamt og vill helst eyða öllum sínum stundum saman heima hjá Phillippe. „Þau eyða miklum tíma heima hjá Ryan, elda saman og horfa á kvikmyndir. Þeim líður mjög vel saman og Ryan hefur heillað hana upp úr skónum,“ var haft eftir heim- ildarmanni. Næsta skref í sam- bandinu er að kynna Seyfried fyrir börn- um Phill- ippe sem hann á með fyrrver- andi eigin- konu sinni, leikkon- unni Reese Wither- spoon. Hamingju- söm saman Þriðja plata hljómsveitarinnar Þrjú á palli hefur verið endurút- gefin á geisladiski. Platan kom fyrst út í september 1971 og fagnar því fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Platan var gríðarlega vinsæl á sínum tíma. Á henni taka meðlimir fyrir erlend þjóð- lög við texta Jónasar Árnasonar, þar á meðal lögin Lífið er lotterí og Dirrindí, sem hafa lifað með þjóðinni og eru fyrir löngu orðin sígild. Einnig er á plötunni lag sem á vel við þessa dagana, eða Þorrablót. Þrjú á palli endurútgefin ÞRJÚ Á PALLI Þriðja plata hljómsveitar- innar hefur verið endurútgefin. HARÐDUGLEG Söng- konan Katy Perry er dugleg að búa sig undir komandi tónleikaferða- lag. NORDICPHOTOS/GETTY Vinir sundurorða vegna Gibsons MEL GIBSON Þriðja umferðin í undan- keppni Eurovision-keppn- innar fer fram í Sjón- varpinu í kvöld. Í síðustu umferð fóru lögin Nótt og Eldgos áfram, þrátt fyrir að hafa ekki fengið flest- ar stjörnur hjá álitsgjöfum Fréttablaðsins, þeim Kam- illu Ingibergsdóttur, Ragn- heiði Mjöll Baldursdóttur og Herði Sveinssyni. Í þetta sinn komast lögin „Aftur heim“ og „Ég lofa“ áfram í úrslitin ef stjörnugjöf þeirra fær að ráða. Hrífast af lagi Sjonna Brink R: Ragnheiður Mjöll Baldurs- dóttir, útvarps- kona á FM 957. K: Kamilla Ingi- bergsdóttir, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og verkefnastjóri markaðsmála hjá Iceland Airwaves. H: Hörður Sveins- son, ljósmynd- ari og tónlistar- áhugamaður. KYNNA EUROVISION Ragnhildur Stein- unn og Guðmundur Gunnarsson eru kynnar Eurovision-keppninnar. Sáluhjálp (Flytjandi: Buff) K: „Er þetta úr söngleiknum Sáluhjálp? Ég myndi fara að sjá hann en kannski ekki gefa þessu lagi atkvæði mitt í Eurovision.“ ★★ R: „Ágætis lag með frábærum listamönnum. Spurning hvort Pétur semji þetta lag til Elísabetar?“ Eitthvað af þessum lögum þurfti að fá þessa einu stjörnu frá mér. ★ H: „Byrjar ekki vel í þetta skipti. Rólegheitapopp sem þó hljómar aðeins betur við aðra hlustun.“ ★★ Ég lofa (Flytjandi: Jógvan Hansen) K: „Það besta við þetta lag er mjúki hreimurinn hans Jógvans, er að spá í að taka hann upp sjálf. Fínt popp- lag og ég held það komist áfram.“ ★★★ R: „Kunnugleg ballaða sem fellur mér ágætlega í geð. Ég lofa því samt ekki áfram í úrslitin.“ ★★ H: „Ég hélt með Jógvan í úrslitunum í fyrra og varð smá fúll fyrir hönd Færeyja þegar hann komst ekki áfram. Þetta árið er hann ekki með alveg jafn gott lag en skítsæmilegt samt. ★★ Ég trúi á betra líf (Flytjandi: Magni Ásgeirsson) K: „Ég flýg, á vonarvængjum svíf, því ég trúi á betra líf.“ Ég trúi að þetta sé hugsanlega væmnasti texti sem ég hef heyrt. Ég man ekki einu sinni hvernig lagið er, ég var svo upptekin við að hlusta á textann.“ ★ R: „Mikið og stórt lag sem greip mig strax. Magni „magn- aði“ klikkar ekkert á smáatriðunum og færir okkur þetta flotta lag með góðri trú.“ ★★★★ H: „Blarg! Versta lagið þessa vikuna. Algjör fýlubomba.“ ★ Morgunsól (Flytjandi: Georg Alexander Valgeirsson) K: „Gaman að sjá nýtt andlit í Euroklúbbnum. Finnst samt svolítið eins og þetta sé lag frá 1988, sem er kannski bara rosa fínt í þessu Eurovision-samhengi.“ ★★ R: „Afslappað og yfirvegað lag sem fær mann til að gleyma stað og stund í „smá stund“.“ ★★★ H: „Næstversta lagið. Ég á í mestu erfiðleikum með að finna eitthvað jákvætt að segja þannig að ég sleppi því bara.“ ★ Aftur heim (Flytjendur: Vinir Sigurjóns Brink) K: „Hvað er annað hægt að segja en hvíl í friði, Sigurjón Brink.“ ★★★★ R: „Hresst og skemmtilegt lag, án efa langbesta lagið í keppninni. Spennandi að heyra hvernig strákarn- ir eiga eftir að skila laginu frá sér fyrir hönd Sjonna.“ ★★★★★ H: „Feelgood-popp sem á eftir að virka vel í landann, ég spái þessu áfram.“ ★★★
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.