Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 68
44 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR
Vinnie Paul, trommari hinnar sálugu þungarokkshljómsveitar
Pantera, segir endurkomu hljómsveitarinnar ekki á dagskránni.
Dimebag Darrell, gítarleikari Pantera, var skotinn til bana á sviði í
desember árið 2004. Paul segir eftirlifandi meðlimi hljómsveitarinn-
ar ekki ætla að koma saman á ný. „Að stinga upp á því að við komum
saman er vanvirðing að mínu mati,“ sagði Paul í viðtali við rússnesku
vefsíðuna Darkside. Hann bætti við að hljómsveitin myndi aldrei spila
saman án Dimebags. „Dime var svo stór hluti af því sem við vorum
að gera. Það væri fáránlegt að svo mikið sem hugleiða endurkomu.
Hann skildi eftir sig ótrúlega arfleifð. Hún er falleg og einstök og ég
ætla að halda henni þannig.“
Meðlimir Pantera stóðu í opinberum rifrildum þegar Dimebag var
skotinn. Söngvarinn Phil Anselmo deildi þá við bræðurna Dimebag og
Vinnie Paul og höfðu þeir ekki sæst áður en Dimebag var skotinn.
Pantera kemur
aldrei saman aftur
FALLEG ARFLEIFÐ Vinnie Paul segir arfleifð
bróður síns einstaka og fallega.
Bandaríski leikarinn Charl-
ie Sheen er hvergi af baki
dottinn þrátt fyrir að Ricky
Gervais hafi gert stólpagrín
að honum á Golden Globe.
Hann var færður á sjúkra-
hús eftir síðasta partí sitt.
Óhóflegt líferni Charlie Sheen
er á allra vörum í Hollywood um
þessar mundir. Leikarinn, sem er
sá launahæsti í bandarísku sjón-
varpi, var fluttur á sjúkrahús
vegna magaverkja á þriðjudag-
inn eftir að hafa skemmt sér sam-
fleytt í 36 klukkustundir ásamt
nokkrum vel völdum klámmynda-
leikkonum. Fréttasíðan TMZ.com
greindi frá því að Sheen hefði látið
færa sér fulla skjalatösku af kóka-
íni í partíið og klámmyndastjarnan
Bree Olson staðfesti það nokkurn
veginn í samtali við TMZ en hún og
Sheen hafa verið að stinga saman
nefjum. Vinir leikarans hafa mikl-
ar áhyggjur af honum en hann er
sagður ætla að mæta galvaskur á
tökustað sjónvarpsþáttanna Two
and a Half Men á þriðjudag. Og
ætlar víst ekki í meðferð.
Sheen, sem naut mikilla vin-
sælda á níunda áratug síðustu aldar
og lék meðal annars í stórmyndun-
um Platoon og Wall Street, hefur
átt í erfiðleikum með eiturlyfja- og
áfengisfíkn sína. Hann hefur lamið
eiginkonur sínar, læst fullorðins-
leikkonur inni á klósetti á hóteli
og staðið fyrir maraþondrykkju á
heimili sínu og í Las Vegas. Sam-
kvæmt heimildum TMZ neydd-
ist starfsfólk hans þó til að grípa
í taumana núna þegar það frétti
af nýjustu áætlunum hans, Sheen
hugðist nefnilega leigja glæsi-
lega villu í sömu götu og hann býr
undir nokkrar klámmyndaleikkon-
ur og búa þannig til „klámmynda-
fjölskyldu“ eða kvennabúr eins og
það hefði einhvern tímann kallast.
Bandarískir fjölmiðlar bíða eflaust
spenntir eftir því hvað þessi helgi
ber í skauti sér hjá Charlie Sheen.
freyrgigja@frettabladid.is
Charlie Sheen reynir að
koma sér upp kvennabúri
SUKK OG SVÍNARÍ Charlie Sheen eyðir flestum sínum frístundum í klámmyndaleik-
konur, áfengi og eiturlyf. Hann ætlar ekki í meðferð og hyggst mæta á tökustað Two
and a Half Men á þriðjudag eins og lög gera ráð fyrir.
NORDICPHOTOS/GETTY
Bandaríska söngkonan Nicki Minaj
var stödd í London nú í vikunni og
á meðan á heimsókninni stóð veitti
hún dagblaðinu The Sun viðtal. Þar
kemur meðal annars fram að faðir
hennar hafi verið mjög ofbeldisfull-
ur og lifði Minaj í stöðugum ótta.
Faðir Minaj var eiturlyfjafíkill
sem var sjaldan til staðar fyrir
söngkonuna sem barn. Hún segir
hann jafnframt hafa verið mjög
ofbeldisfullan og beitt móður
hennar miklu ofbeldi. „Öll barn-
æska mín var lituð af því að ég var
stöðugt hrædd um að faðir minn
mundi einn daginn myrða móður
mína. Þetta voru mjög erfiðir tímar
og mér þótti hart að eiga foreldri
sem var á valdi fíkniefna og áfeng-
is. Faðir minn var mjög ofbeld-
isfullur, bæði andlega og líkam-
lega,“ sagði söngkonan. Hún sagði
ofbeldið hafa hætt þegar eldri bróð-
ir hennar komst til manns og hélt
verndarhendi yfir henni og móður
hennar.
Hélt að pabbi myndi
myrða mömmu mína
ERFIÐ BARNÆSKA Söngkonan Nicki
Minaj átti erfiða barnæsku. Faðir hennar
var fíkill sem beitti fjölskylduna ofbeldi.
NORDICPHOTOS/GETTY
DIMEBAG
DARRELL
G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i
G
Ú
S
T
A
V
S
S
O
N
B
J
Ö
R
G
V
I
N
P
Á
L
L
„NOW eru klárlega fæðubótarefni í landsl iðsklassa
fyrir al la íþróttamenn. Mæli sterklega með þessum
vörum fyrir þá sem leita eftir styrk, úthaldi og
snerpu -þær virka vel fyrir mig.“
NOW virkar vel fyrir mig!
NOW - Fullkomin l ína af íþróttafæðubótarefnum
– fáanleg í verslunum um allt land
Meðal fyrirlesara má nefna Lee Hibbard, verkefnisstjóra hjá Evrópuráð-
inu, sem mun fjalla um þróun og stefnumótun á Internetinu. Í málstofum
mun m.a. verða fjallað um fjölmarga fleti netnotkunar svo sem: netnotkun
barna og unglinga, samspil mannréttinda og netnotkunar, stafrænt
aðgengi mennta- og menningarefnis, uppbyggingu nýrra atvinnugreina
á Internetinu og álitaefni varðandi öryggi fjarskiptainnviða á Íslandi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og
SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggis-
daginn, þann 8. febrúar 2011, á Hilton hóteli Nordica.
Ekkert þátttökugjald
Rafræn skráning á
http://www.saft.is/skraning/
Nánar auglýst á www.saft.is
Áhugasamir um þátttöku í málstofum
sendi tölvupóst á saft@saft.is