Fréttablaðið - 29.01.2011, Qupperneq 78
54 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR
Ari Helgason er stofnandi fyrir-
tækisins Fabricly sem er ætlað að
aðstoða fatahönnuði við að koma
fatalínu sinni markað.
Ari er búsettur í New York og
stofnaði Fabricly í byrjun síð-
asta árs. Móttökurnar hafa að
hans sögn verið mjög góðar bæði
meðal hönnuða og kaupenda
enda fer fyrirtækið nýjar leið-
ir í framleiðslu og sölu á tísku-
fatnaði. Tímaritið Women‘s Wear
Daily hefur meðal annars fjallað
um starfsemi Fabricly en Anna
Wintour, ritstjóri bandaríska
Vogue, er sögð lesa það blað reglu-
lega til að fylgjast með nýjungum
innan tískuheimsins. „Fabricly
hjálpar fatahönnuðum við að koma
línum sínum á markað. Þeir senda
okkur hugmyndir að línum og við
borgum fyrir prótótýpur, fram-
leiðslu, myndatöku og fleira. Fötin
eru síðan seld á vefsíðunni okkar
og seinna munum við einnig selja
í verslanir.” Samstarfið er því
svipað og milli plötufyrirtækja
og tónlistarfólks.
Hugmyndina að Fabricly segir
Ari hafa kviknað í kjölfar fyr-
irtækis sem hann hafði stofnað
ásamt bróður sínum, fatahönnuð-
inum Ingvari Helgasyni. Fyrir-
tækið selur hugbúnað sem hjálpar
litlum tískufyrirtækjum með sölu
og flýtir fyrir framleiðslu. Í gegn-
um það kynntist Ari fjölda hönn-
uða sem áttu í miklum vandræð-
um bæði með framleiðslu og að
koma vörum sínum á markað. „Við
sáum tækifæri í því að fá kaupend-
ur til að aðstoða okkur við valið á
flíkum og koma þannig með vöru
sem fólk vill kaupa. Við horfðum
líka á hvernig fyrirtæki eins og
Zara geta framleitt föt á fáeinum
vikum og komist hjá því að fram-
leiða of mikið af vöru, sem selst
ekki, með því að framleiða í minni
skömmtum.” Vefsíða Fabricly er
www.fabricly.com. - sm
PERSÓNAN
Jón Atli Helgason
Aldur: 30.
Starf: Athafna-
skáld.
Fjölskylda:
Eins „single“ og
mögulegt er.
Foreldrar: Val-
dís Leifsdóttir,
starfar í apóteki,
og Oddur Helgi
Jónsson, starfs-
maður Toyota.
Þau eru best í
heimi.
Búseta: CPH.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason, Hair-
doctor, flytur til Danmerkur í næstu viku.
„Sjonni var mjög spenntur fyrir
því að taka þátt, hann hafði
lagt mikla vinnu í lagið sitt
ásamt Vigni Snæ. Hann hlakk-
aði mikið til að keppa með það,“
segir Hreimur Örn Heimisson
tónlistarmaður.
Eins og fram hefur komið lést
tónlistamaðurinn Sigurjón Brink
langt fyrir aldur fram á heimili
sínu í síðustu viku. Hann hafði
komið lagi að í Söngvakeppni
Sjónvarpsins og um tíma ríkti
óvissa um hvort lagið, sem kall-
ast Aftur heim, yrði flutt í keppn-
inni. Að endingu tók fjölskylda
Sigurjóns þá ákvörðun að halda
laginu inni í keppninni og keppir
það í kvöld. Sex nánir vinir Sig-
urjóns munu flytja það: Hreimur,
Vignir Snær Vigfússon, Gunnar
Ólason, Benedikt Brynleifsson,
Pálmi Sigurhjartarson og Matthías
Matthíasson.
Lagið sjálft er eftir Sigurjón en
textann gerði eiginkona hans, Þór-
unn Erna Clausen. Hreimur segir að
Þórunn hafi hringt í hvern og einn
þeirra og spurt hvort þeir treystu
sér til að flytja lagið í keppninni.
Hreimur var aldrei í neinum vafa
hvert svar hans væri. „Allar vanga-
veltur og pælingar um keppni eru
okkur víðsfjarri. Við viljum bara
heiðra minningu Sigurjóns með
þessum hætti og flytja það eins vel
og við getum. Sigurjón batt okkur
alla saman, hann var vinur svo
margra og miðjan í þessum hópi.
Við lítum allir svo á að enginn komi
í staðinn fyrir Sigurjón, við erum
allir vinir hans og viljum halda
merki hans á lofti. Svo sjáum við
bara til, það er enginn með neina
háleita drauma.“
Hreimur segir síðustu tvær
vikur hafa verið ákaflega erfið-
ar, þær hafi liðið eins og tvö ár.
„Þetta hafa verið þung spor og
jarðarförin hans var einn af þess-
um áföngum til að hjálpa okkur
að klára þetta og gera andlát hans
upp. Við höfum oft grínast með það
tónlistarmennirnir að við horfum
ekkert of mikið til baka því við
erum svo uppteknir af því sem er
að gerast á morgun. Þessar tvær
vikur hafa kennt manni að maður
á að njóta þess að vera til og for-
gangsraða rétt. Sigurjón var með
sína forgangsröðun á hreinu, hann
fékk bara ekki tíma til að klára
sitt.“ freyrgigja@frettabladid.is
HREIMUR ÖRN HEIMISSON: VIÐ HEIÐRUM MINNINGU HANS Í KVÖLD
Sjonni batt okkur alla saman
Í MINNINGU SIGURJÓNS Sex vinir Sigurjóns ætla að flytja lagið hans, Aftur heim, sem eiginkona hans, Þórunn Erna Clausen,
gerði textann við. Þetta eru þeir Hreimur Örn, Vignir Snær, Benedikt Brynleifsson, Matthías Matthíasson, Gunnar Ólason og Pálmi
Sigurhjartarson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Íslendingar eru svo gegnsósa af
bandarískri og breskri tónlist að
það er orðið tímabært að kynna
fyrir þeim nýja tónlist. Og hvar er
þá betra að byrja en í nágranna-
löndunum? Þar er alveg heill hell-
ingur í gangi,“ segir Gunnhildur
Gunnarsdóttir, einn af forsvars-
mönnum nýrrar tónlistarhátíð-
ar sem hefur verið gefið nafnið
Reykjavík-Bergen-Nuuk. Eins og
nafngiftin gefur til kynna munu
tónlistarmenn frá þessum þrem-
ur borgum spila en ráðgert er að
hátíðin standi yfir frá 25.-27. febrú-
ar. Heimavöllur hennar verður í
nýju leikhúsi úti á Seltjarnarnesi,
Norðurpólnum.
Gunnhildur, sem er fram-
kvæmdastjóri leikhópsins Vestur-
ports, segir að draumurinn sé auð-
vitað að þetta verði að árvissum
viðburði, tónlistarhátíðin stækki
með hverju ári og fleiri norrænar
borgir bætist í hópinn.
„Við erum með styrk frá Nor-
ræna menningarsjóðnum og erum
að vona að þetta verði til þess að
opna augu fólks fyrir því sem er að
gerast í næsta nágrenni við okkur.“
Sjálf segist Gunnhildur hafa til að
mynda verið með efasemdir gagn-
vart grænlenskum tónlistarmönn-
um en þegar hún fletti einni hljóm-
sveitinni upp á YouTube komst
hún að raun um að áhyggjur henn-
ar voru algjörlega óþarfar. Þetta
voru bara hennar eigin fordóm-
ar. „Þetta voru bara sætir strák-
ar með húðflúr að spila virkilega
flotta rokktónlist.“ Að sögn Gunn-
hildar er enn ekki staðfest hvaða
íslensku sveitir munu spila en það
mun skýrast á næstunni. - fgg
Ný norræn tónlistarhátíð
FRUMKVÖÐULL Ari Helgason er stofn-
andi fyrirtækisins Fabricly sem aðstoðar
hönnuði við að koma línum sínum á
markað.
NÁGRANNATÓNLIST Gunnhildur Gunn-
arsdóttir er ein þeirra sem standa fyrir
nýrri norrænni tónlistarhátíð í Norður-
pólnum á Seltjarnarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Vekur athygli tískuheimsins
Það verður mikið hlegið í íslensk-
um kvikmyndahúsum í mars því
þá verða tvær íslenskar gaman-
myndir frumsýndar. Myndin Okkar
eigin Osló eftir Reynir Lyngdal, þar
sem Þorsteinn Guðmundsson
og Brynhildur Guðjónsdóttir leika
aðalhlutverkin, ríður á
vaðið. Rúmum tveim-
ur vikum seinna
verður síðan kvik-
mynd Ólafs Jóhann-
essonar, Kurteist fólk,
frumsýnd en það er
fyrsta kvikmynd
Stefáns Karls
Stefánssonar í
aðalhlutverki.
Og meira af íslenskum kvikmynd-
um því heimildarmyndin Feath-
ered Cocaine eftir Örn Marinó
Arnarson og Þorkel Harðarson
fær frábæra dóma í bandarísku
kvikmyndabiblíunni Variety. Þar er
því spáð að myndin eigi eftir að
vekja mikið umtal hvar sem hún
verði sýnd og dreifingarfyrirtækjum
bent á að hún geti gert góða hluti í
almennum sýningum. Gagnrýnandi
NBC var sömuleiðis mjög hrifinn
af myndinni en hún fjallar um
fálkasölu í Mið-Austurlöndum
og bein tengsl
hennar við
hryðjuverka-
samtök. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Lau 29.1. Kl. 19:00
Fös 4.2. Kl. 19:00
Lau 5.2. Kl. 19:00
Mið 9.2. Kl. 19:00
Fös 18.2. Kl. 19:00
Lau 19.2. Kl. 19:00
Mið 2.3. Kl. 19:00
Mið 9.3. Kl. 19:00
Lau 12.3. Kl. 19:00
Fim 17.3. Kl. 19:00
Sun 30.1. Kl. 13:00
Sun 30.1. Kl. 15:00 Allra síð.sýn.
U
Fíasól (Kúlan)
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Gerpla (Stóra sviðið)
Ö
Sun 6.3. Kl. 13:00
Sun 6.3. Kl. 14:30
Sun 13.3. Kl. 13:30
Sun 13.3. Kl. 15:00
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Lér konungur (Stóra sviðið)
Fim 3.2. Kl. 18:00
Sun 6.2. Kl. 14:00
Sun 6.2. Kl. 17:00
Sun 13.2. Kl. 14:00
Sun 13.2. Kl. 17:00
Sun 20.2. Kl. 14:00
Sun 20.2. Kl. 17:00
Sun 27.2. Kl. 14:00
Sun 27.2. Kl. 17:00
Sun 6.3. Kl. 14:00
Sun 6.3. Kl. 17:00
Sun 13.3. Kl. 14:00
Sun 13.3. Kl. 17:00
Sun 20.3. Kl. 14:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
U
Ö
Ö
Ö
Ö Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Sun 30.1. Kl. 20:00 Síð.sýn. Fim 10.2. Kl. 20:00 Aukasýning
Fös 11.2. Kl. 20:00
Lau 12.2. Kl. 20:00
Fim 17.2. Kl. 20:00
Fös 25.2. Kl. 20:00 Ö
Brák (Kúlan)
Sun 6.2. Kl. 20:00
Fös 11.2. Kl. 20:00
Lau 12.2. Kl. 20:00
Sun 13.2. Kl. 20:00
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
Ö
U
U
U
Ö
U
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI SKEMMTUN
Meiri Vísir.