Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 4
4 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Mosfellsbær braut sveitarstjórnarlög með því að taka við víxlum sem greiðslu fyrir skuld verktaka og með því að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir verk- takann. Þetta segir í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæjarráð. Mosfellsbær gerði árið 2006 sam- starfssamning við forvera Helga- fellsbygginga ehf. um uppbyggingu í Helgafellslandi. Verktakinn átti að greiða bænum 700 þúsund krón- ur fyrir hverja byggða íbúð og átti að lágmarki að borga fyrir 1.020 íbúðir. Heildargreiðslan átti því að verða minnst 714 milljóir króna. Í júlí 2008 höfðu 416 íbúðir verið seldar og bærinn fengið 130 milljónir króna en 200 milljónir voru ógreiddar. Þá var samið um að Helgafellsbyggingar borguðu eftirstöðvarnar með víxli. Gaf félagið síðan út 239 milljóna króna víxil til uppgjörs á 198 milljóna króna skuld. Í september 2009 var samkomulagið framlengt með því að bærinn gekk í sjálfskuldar- ábyrgð fyrir 246 milljóna höfuðstóli láns Helgafellsbygginga hjá Lands- bankanum. Fulltrúi minnhluta Íbúahreyf- ingarinnar í bæjarstjórn, Jón Jósef Bjarnason, gagnrýndi þessi vinnu- brögð. Bæjarráðið fékk Lex til að meta lögmæti gjörninganna. Telur lögmannsstofan að í báðum tilvik- um hafi 6. málsgrein sveitarstjórn- arlaga verið brotin. „Samkvæmt ákvæðinu getur sveitarfélag annars vegar ábyrgst lán til stofnana og fyrirtækja sem er að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins sjálfs. Hins vegar getur sveitarfélag veitt einfalda ábyrgð vegna lánveitinga til fram- kvæmda á vegum félaga sem sveitar félagið á og rekur í sam- vinnu við önnur sveitarfélög eða aðra opinbera aðila til að veita lög- bundna þjónustu,“ segir í áliti Lex. Þá eigi 7. grein laganna ekki við því gerningarnir falli ekki undir dag- legan rekstur. Slík ábyrgðarskuld- binding, sem stofnað sé til í and- stöðu við lög, sé ógild. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri er ósammála því að ekki sé um „daglegan rekstur“ að ræða. „Það sjónarmið kemur á óvart enda var full samstaða um það í bæjarráði og bæjarstjórn á sínum tíma að afgreiða málið með þessum hætti,“ segir bæjarstjórinn sem kveður ekki munu reyna á ábyrgð bæjar- ins fyrr en næsta haust þegar við- skiptabréfið verður á gjalddaga. „Mosfellsbær hefur trygg veð fyrir sinni framsalsábyrgð, ef svo ólíklega vildi til að ábyrgðin félli á bæinn. Hins vegar væri æskilegt að skoða almennt í framhaldinu hvaða áhrif þetta hefur á aðferðir sveitarfélaga við skuldainnheimtu, ef rétt reynist að slíkur gjörningur flokkist ekki undir daglegan rekst- ur, því það er ekki einsdæmi í Mos- fellsbæ að sveitarfélag hafi fram- selt viðskiptabréf til að breyta því í handbært fé eins og í þessu tilviki,“ segir bæjarstjórinn. Veðin segir Haraldur vera í byggingarrétti á fjölbýlishúsalóð og í 300 fermetra einbýlishúsi. gar@frettabladid.is Bæjarábyrgð fyrir verktaka ólögleg segir í lögfræðiáliti Lögmannsstofan Lex segir Mosfellsbæ ekki hafa mátt ábyrgjast víxla verktaka né taka á sig sjálfskuldar- ábyrgð vegna 246 milljóna króna skuldar. Kemur á óvart segir bæjarstjóri því samstaða var í bæjarstjórn. BÆJARSTJÓRINN OG HELGAFELLSLAND Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sést hér með Helgafell í baksýn. Hann er ósammála niðurstöðu lögfræðiálits sem unnið var fyrir bæjarráð um að viðskiptin við verktaka í Helgafellslandi hafi brotið í bága við lög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Vinna starfshóps sem leit- ar leiða í umboði stjórnvalda til að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi er á lokastigi og lýkur væntanlega fyrir mánaða- mót. Þetta kom fram í máli Eyglóar Harðardóttur Framsóknarflokki, formanns starfshópsins, á Alþingi í gær. Í umræðunni kom fram hjá Lilju Mósesdóttur, Hreyfingunni, að vegna verðtryggingarinnar hefðu skuldir heimila hækkað um 500 milljarða króna eftir hrunið. Árni Páll Árnason viðskiptaráð- herra sagði ríkisstjórnina stefna að því að draga úr vægi verðtrygging- ar en við núverandi aðstæður gæti afnám verðtryggingar orðið bjarnar- greiði við húseigendur. Magnús Orri Schram, Samfylk- ingu, sagði að stöðugur gjaldmiðill væri besta leiðin frá verðtryggingu. Kostnaður Íslendinga við krónuna komi fram í hærri vöxtum og verð- tryggingu sem hafi í för með sér að heildarkostnaður við 20 millj- óna króna húsnæðislán til 25 ára sé 64,2 milljónir króna hér á landi en um 31,6 milljón króna í Evrópulandi. Munurinn jafngildi 105.000 krónum á mánuði í 25 ár. Gangi Ísland í ESB fáist strax aukaaðild að myntsam- starfi með fastgengisstefnu sem losi heimilin undan vaxtamun og verð- tryggingu. - pg Starfshópur um að draga úr vægi verðtryggingar er á lokasprettinum: Lán hækkuðu um 500 milljarða EYGLÓ HARÐARDÓTTIR LILJA MÓSESDÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 8° 0° -2° 7° 8° -2° -2° 20° 8° 15° 3° 22° -7° 8° 14° -5°Á MORGUN 3-8 m/s, en 8-15 á Vestfjörðum. FIMMTUDAGUR Hæg austanátt. 2 4 -1 -2 -1 -1 0 0 3 2 -4 6 7 6 5 5 7 3 13 7 7 8 2 -10 1 2 12 2 4 3 NOKKUÐ RÓLEGT Það lítur út fyrir hið sæmilegasta veður víðast hvar næstu daga. Fremur hæg- ur vindur af norð- austri eða austri. Úrkoman verður að mestu bundin við austanvert landið en á morgun má víða gera ráð fyrir skúrum eða éljum. Hitinn breytist lítið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Meta hlut í Faxaflóahöfnum Sveitarstjórn Borgarbyggðar ætlar að fá Atvinnuráðgjöf Vesturlands til að leggja mat á virði eignarhluta Borgar- byggðar í Faxaflóahöfnum og á það hvers virði það sé fyrir Borgarbyggð að eiga hlutinn í félaginu áfram með tilliti til atvinnulífs á Vesturlandi. BORGARBYGGÐ GRAFLAX OG SÓSA Reykás grafinn lax merktur „best fyrir 06.02.2011“ hefur verið kallaður af markaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Vegna gruns um Listera monocytogenes-eitrun hefur Eðalfiskur ákveðið að stöðva sölu og kalla af markaði Reykás grafinn lax með dagsetn- ingunni „best fyrir 06.02.2011“. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að bakterían geti orsakað sjúkdóminn listeriosis, sem lýsir sér með mildum flensuein- kennum, vöðvaverkjum, hita og stundum ógleði og niðurgangi. „Alvarlegri einkenni eru heila- himnubólga í ungbörnum, blóð- eitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti.“ Í ein- staka tilfellum er bakterían sögð geta verið banvæn en þá sé yfir- leitt um að ræða einstaklinga með skert ónæmiskerfi. - óká Reykás graflax innkallaður: Grunur leikur á listeríusýkingu MENNTAMÁL Hvert viðbótarár í skóla skilar fólki 8,3 prósenta hækkun launa, samkvæmt niður- stöðum rannsóknar Eyjólfs Sig- urðssonar hagfræðings. Eyjólfur kynnti skýrslu sína á hádegisfundi Bandalags háskólamanna í gær. Niðurstöðurnar benda til að ein- staklingur með menntun á fram- halds skólastigi hafi 28 prósent hærri ævitekjur heldur en ef hann hefði eingöngu grunnskólamennt- un. Einstaklingur með menntun á háskólastigi hefði aftur á móti 88 prósentum hærri tekjur. - óká Menntun eykur ævitekjurnar: Hvert ár í skóla hækkar launin GENGIÐ 14.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,8432 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,54 118,1 187,94 188,86 158,09 158,97 21,199 21,323 20 20,118 18,032 18,138 1,4089 1,4171 182,29 183,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Aumir og stífir vöðvar? Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum Nýtt lok! Auðvelt að opn a

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.