Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 20
 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Sverrir Einarsson Vatnsnesvegi 29, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 11. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Júlíus Sigurðsson Marta V. Svavarsdóttir Helga Ellen Sigurðardóttir Benjamín Guðmundsson Ólafía Þórey Sigurðardóttir Hallgrímur I. Guðmundsson Ásta Rut Sigurðardóttir Þórhallur Sveinsson Pálína Hildur Sigurðardóttir Rafnkell Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra Ingveldur Albertsdóttir Bachmann Bólstaðarhlíð 58 Reykjavík, lést 7. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13. Rúnar Bachmann Guðrún B. Hauksdóttir Petrina Bachmann Sigríður Bachmann og fjölskylda Elskulegur faðir okkar, Erlendur Birgir Blandon flugstjóri, lést á Landspítalanum 11. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 21. febrúar nk. kl. 13.00. Bjarndís Sjöfn Blandon Guðgeir Ingi Blandon Einar Dagur Blandon og ástvinir Elskulegur faðir okkar Leifur S. Halldórsson skipstjóri, Skipholti 2, Ólafsvík, andaðist á heimili sínu í Reykjavík 9. febrúar. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14. Matthildur S. Leifsdóttir Þorgrímur Leifsson Steingrímur Leifsson Úlfhildur Á. Leifsdóttir MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Hálfdán Hannesson Árskógum 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni 12. febrúar sl. Útförin auglýst síðar. Inga María Hannesson Helgi Hálfdánarson Gunnar Hálfdánarson Erla Dóris Halldórsdóttir Sigrid Hálfdánardóttir Guðjón Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Gröndal Claessen Stóragerði 34, Reykjavík, sem lést 6. febrúar sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Hjördís Claessen Jón Eyjólfur Jónsson Hildur Claessen Skapti Steinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Ólafsdóttir Lækjasmára 8, Kópavogi, sem lést 8. febrúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Jón A. Þórarinsson Guðný Rut Jónsdóttir Lárus Valberg Ólafur Haukur Jónsson Inga Lára Helgadóttir Arnfinnur Sævar Jónsson Helga Daníelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Jóna Guðmundsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, síðast til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík, andaðist að morgni 10. febrúar. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélögin. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Marvin Helgi Friðriksson Kolbrún Sigurbjörnsdóttir Hilmar Friðriksson Ingibjörg Kristjánsdóttir Jón Örn Friðriksson Lorraine Friðriksson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir minn, sonur og bróðir, Daði Daðason varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hjartans þakkir öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug. Hrefna Daðadóttir Eygló H. Halldórsdóttir Elínborg Tryggvadóttir Ólafur Valdimars. Tuttugu og fimm ár eru síðan skyndibitastaðurinn Hlölla- bátar fór að seðja svanga vegfarendur í Reykjavík á Ingólfs- torgi. Staðurinn var stofnaður árið 1986 af Hlöðveri Sigurðs- syni en Sigurður Garðarsson keypti Hlöllabáta árið 1998. „Við opnum nýjan stað í Lóuhólunum á allra næstu dögum, staðurinn er tilbúinn en við bíðum bara eftir því að skrif- finnskan gangi í gegn,“ segir Sigurður, sem gegnum árin hefur opnað Hlöllabáta víðar í Reykjavík og úti á landi. „Við erum á Ráðhústorginu á Akureyri og í miðbæ Selfoss, Spönginni, Smáralind og Smiðjuveginum í Kópavogi. Þetta er innrás, ekki útrás,“ segir Sigurður á léttu nótunum, en hann stendur sjálfur við grillið og steikir ofan í gesti. Hann fullyrðir að Hlöllabátar séu með elstu skyndibitum á Íslandi. Báturinn eigi sér ekki erlenda fyrirmynd. Hann sé alíslensk- ur og framreiddur úr íslensku hráefni. „Allt hráefnið kemur til okkar fullunnið og við hitum ofan í hvern og einn. Það er einföld og þægileg vinnsla á þessu og við erum snöggir að afgreiða. Hér geta allir fundið eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir Sigurður og vill ekki kannast við að Hlöllabátur sé óhollur matur. „Ekki í sjálfu sér, þetta er brauð og kjöt! Fólk ræður auðvitað hvað það fær sér mikla sósu,“ segir hann en sósan á Hlöllabátum er búin til á staðn- um. „Hún er alveg spes, eftir leyniuppskrift sem ekki verð- ur gefin upp.“ Vinsælustu bátana gegnum tíðina segir Sigurður vera Línubát og New York bát. Þeir haldi jafnan vinsældum sínum en reglulega bætir Sigurður við nýjungum á mat- seðilinn. Nýjasta viðbótin kallast Tuddi, bátur með nauta- kjöti, osti og beikoni. Sjálfur á Sigurður sér uppáhaldsbát, Pinnabát með lambakjöti. Á Ingólfstorginu er opið fram undir morgun. Margir koma því við og fá sér í svanginn eftir skemmtanir næturinnar áður en haldið er heim. Þó segist Sigurður ekki hafa lent í vandræðum með illa fyrirkallaða gesti. „Hér eru oft miklar raðir en þegar fólk er að fá sér að borða er eins og það komi ró yfir það. Við höfum nánast aldrei þurft að hringja á lög- regluna, sem er ótrúlegt.“ Í tilefni tímamótanna ætlar Sigurður að bjóða afmælis- tilboð á fjórum tegundum báta í mánuð. Hann segir fyrir- tækið hafa gengið vel og þó að nýr staður verði opnaður á næstu dögum segir hann ekki loku fyrir það skotið að þeir verði fleiri á næstu árum. „Við erum til dæmis hvorki í Hafnarfirði né Keflavík. Við höfum alltaf hug á að bæta við okkur.“ heida@frettabladid.is HLÖLLABÁTAR: FAGNA 25 ÁRA AFMÆLI Hlöllasósan er leyniuppskrift ERUM Í INNRÁS Sigurður Garðarsson, eigandi Hlöllabáta, og Svavar Smárason, starfsmaður til margra ára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.