Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 42
 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR34 sport@frettabladid.is GUÐJÓN BALDVINSSON mun ekki semja við rússneska félagið Torpedo Moskva. Félagið gerði honum samning en Guðjón var alls ekki nógu sáttur við tilboðið og hafnaði því Rússunum, að því er fram kemur á fótbolti.net. Guðjón er samnings- bundinn sænska félaginu GAIS en alls óvíst er hvar hann mun spila næsta tímabil. Eimskipsbikar karla Akureyri-FH 23-20 (13-9) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/2 (10/2), Heimir Örn Árnason 5 (6), Oddur Gretarsson 5 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Oddur 2). Utan vallar: 8 mín. Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5/1 (11/2), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Halldór Guðjónsson 3 (7), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Baldvin Þorsteinsson 2 (6), Ólafur Gústafsson 1 (5). Varin skot: Daníel Andrésson 5, Pálmar Pétursson 2. Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur, Baldvin, Halldór, Ásbjörn). Utan vallar: 2 mín. IE-deild karla: Stjarnan-Grindavík 79-70 Stjarnan: Daníel G. Guðmundsson 22, Justin Shouse 13/5 fráköst, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Guðjón Lárusson 11/10 fráköst, Renato Lindmets 11/14 fráköst/3 varin skot, Marvin Valdimarsson 7/5 fráköst/5 stolnir, Ólafur Aron Ingvason 2, Fannar Freyr Helgason 1. Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13, Ryan Pettinella 12/11 fráköst, Kevin Sims 12, Páll Axel Vilbergs- son 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5, Mladen Soskic 5/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3. Fjölnir-Njarðvík 82-94 Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 23/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 19/5 fráköst/6 stoð- sendingar, Brandon Ja Juan Springer 14/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 11, Jón Sverrisson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/4 fráköst, Sindri Kárason 2, Hjalti Vilhjálmsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 28/15 fráköst/4 varin skot, Melzie Jonathan Moore 23/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, Nenad Tomasevic 11, Páll Kristinsson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Friðrik E. Stefánsson 2. Haukar-Keflavík 99-106 Haukar: Semaj Inge 32/15 fráköst/8 stoðsending- ar/5 varin skot, Gerald Robinson 20/11 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 13, Davíð Páll Hermannsson 10, Sveinn Ómar Sveinsson 8/6 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 7, Örn Sigurðarson 4/6 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 4, Emil Barja 1/4 fráköst. Keflavík: Thomas Sanders 25/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/13 fráköst/3 varin skot, Gunnar Einarsson 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/7 stoðsendingar/5 stolnir, Andrija Ciric 14/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 2. STAÐAN Snæfell 18 15 3 1737-1615 30 KR 18 14 4 1755-1522 28 Keflavík 18 13 5 1690-1556 26 Grindavík 18 12 6 1495-1409 24 Stjarnan 18 10 8 1548-1547 20 Haukar 18 8 10 1536-1583 16 ÍR 18 7 11 1602-1648 14 Tindastóll 18 7 11 1436-1513 14 Njarðvík 18 7 11 1443-1512 14 Hamar 17 6 11 1360-1433 12 Fjölnir 18 5 13 1569-1667 10 KFÍ 17 3 14 1448-1595 6 ÚRSLIT FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Schalke sækir Valencia heim og AC Milan tekur á móti Tottenham. Vængmaðurinn Gareth Bale fór á kostum er Spurs sótti Inter heim í riðlakeppni Meistara- deildarinnar en hann mun ekki endurtaka leikinn á San Siro í kvöld þar sem hann er meiddur og getur ekki spilað. Bale hefur verið að glíma við meiðsli í baki og Harry Red- knapp, stjóri Spurs, vill ekki hætta honum út á völlinn of snemma. „Ég myndi gjarna vilja hræða Milan og segja að hann væri klár í slaginn. Staðreyndin er aftur á móti sú að hann er það ekki. Bakið er enn að plaga hann,“ sagði Redknapp. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli og hann verður ekki of lengi frá. Þetta tekur samt sinn tíma. Við verðum að vera þolin- móðir og gæta þess að hann sé 100 prósent klár er hann kemur til baka,“ sagði Redknapp en hann segir að bakmeiðsli Peters Crouch séu mun alvarlegri. „Við verðum að fara varlega með strákinn, sem á frábæra framtíð fyrir höndum. Ef hann þarf aðeins lengri tíma þá fær hann lengri tíma.“ - hbg Meistaradeild Evrópu: Bale ekki með í Mílanó GARETH BALE Lék sér að Inter á San Siro en leikur ekki gegn Milan í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI „Það hefur verið mjög mikil deyfð í þessu undanfarið og liðið er því miður ekki með neitt sjálfstraust,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavík- ur, eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Stjörnunni, 79-70, í Iceland Express deildinni í gær. Þetta var fjórði ósigur liðsins í röð í deild- inni. Grindavík náði að leggja Hauka í undanúrslitum bikarsins á dögun- um en sá leikur virðist hafa gefið liðinu lítið. „Maður vonaðist til þess að sá sigur myndi lyfta lið- inu eitthvað hærra en það er aug- ljóst að hann hefur ekki gert það,“ sagði Helgi. „Við þurfum að fara í góða naflaskoðun fyrir laugardag- inn því þá er einn stærsti leikur á tímabilinu.“ Næsti leikur Grindvíkinga er sjálfur bikarúrslitaleikurinn og ljóst er að ef þeir mæta til leiks gegn KR eins og þeir gerðu í gær eiga þeir ekki von á góðu. Stjörnumenn byrjuðu betur í Garðabænum. Með öflugum varnar leik og yfirveguðum sóknar- aðgerðum náðu þeir fljótt þægi- legri forystu. Þeir voru þrettán stigum yfir að loknum fyrsta fjórð- ungi og staðan 40-28 í hálfleik. Allt annað var að sjá Grind- víkinga eftir hlé og þegar þeir höfðu skyndilega minnkað mun- inn í aðeins fimm stig tók Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Forysta Garðbæinga var átta stig fyrir síðasta leikhluta. Í honum náðu þeir að halda gest- unum í hæfilegri fjarlægð frá sér allan tímann. Daníel Guðmundsson steig upp í gær og var óvænt stigahæsti leik- maður Stjörnunnar, hann skor- aði 22 stig í leiknum. „Þetta var hrikalega sterkur sigur hjá okkur. Það er mikill stígandi í gangi hjá okkur núna og liðið að ná betur og betur saman,“ sagði Daníel eftir leikinn. „Við byrjuðum mjög vel. Varnar- leikurinn var að ganga mjög vel og sóknarleikurinn fínn. Svo í öðrum leikhluta dróst aðeins af þessu. En við héldum þetta út þrátt fyrir að þeir væru að setja mikla pressu á okkur. Það er mjög sterkt. Við vorum vel skipulagðir fyrir leik- inn og Grindavíkurliðið kom okkur ekkert á óvart. Við vorum betri en þeir.“ Daníel segir markmið Stjörn- unnar ekki flókið. „Við ætlum ekki neðar en fimmta sætið, þessi fjögur lið sem eru í toppnum eru aðeins á undan okkur.“ - egm Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í gær en Grindjánar eru ekki alveg að finna taktinn þessa dagana: Skortur á sjálfstrausti hjá Grindvíkingum HVAR ER BOLTINN? Leikmenn liðanna bíða eftir að knötturinn komi úr loftinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Það var stiginn stríðs- dans á fjölum Íþróttahallarinnar á Akureyri í gær þegar handbolta- lið bæjarins tryggði sér þáttöku- rétt í úrslitum Eimskipsbikarsins í fyrsta skipti. Akureyri mun mæta Val í úrslitum en Valur er í úrslit- um fjórða árið í röð. Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur og mögnuð mark- varsla Sveinbjörns Pétursson- ar sem lagði grunninn að góðum sigri Akureyringa í gær, sem var afar sanngjarn. Akureyri var mun betra liðið frá upphafi. Heimamenn tóku völdin á vell- inum strax í upphafi og náðu mest sex marka forskoti, 10-4, í fyrri hálfleik. FH náði aðeins að laga stöðuna fyrir hlé en þá munaði fjórum mörkum á liðunum, 13-9. Akureyringar mættu grimm- ari til síðari hálfleiks. Vörnin var sterk sem aldrei fyrr og þegar korter lifði leiks höfðu heimamenn náð sjö marka forskoti, 20-13. Þá tóku FH-ingar leikhlé, stokkuðu spilin og seldu sig síðan dýrt það sem eftir var. Það gekk vel og þegar rúm mín- úta lifði leiks minnkuðu FH-ingar muninn í eitt mark, 21-20. Þá tóku þeir Sveinbjörn og Bjarni Fritzson leikinn í sínar hendur á ný. Svein- björn varði og Bjarni skoraði tvö síðustu mörkin og innsiglaði sann- gjarnan sigur norðanmanna en Bjarni átti frábæran leik. Heim- ir Örn og Oddur voru einnig góðir og ekki má gleyma þeim Guðlaugi Arnarssyni og Herði Fannari Sig- þórssyni í vörninni. FH átti ekkert meira skilið úr þessum leik. Sóknarleikurinn var ekki nógu beittur, varnarleikur- inn var ágætur í seinni hálfleik en markvarslan var nákvæmlega engin í leiknum og það dugir ekki til í svona leik. „Við skitum á okkur í 45 mín- útur og það er ekki hægt gegn svona góðu liði. Það gekk fátt upp hjá okkur og þeir stýrðu leiknum. Það verður að viðurkennast að við töpuðum fyrir betra liði í þess- um leik,“ sagði Pálmar Pétursson, markvörður FH, hundsvekktur eftir leik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akur- eyrar, var aftur á móti mun hressari enda kominn í fyrsta skipti í úrslit með karlalið í bik- arnum. Hann náði því ekki á sínum tíma með KA, sem hann gerði reyndar að Íslandsmeisturum. „Þetta var virkilega sanngjarn sigur að mínu mati. Það hefði verið agalegt að tapa leiknum eftir það sem á undan var gengið. Þeir náðu að minnka í eitt mark en þá stigu Sveinbjörn og Bjarni upp aftur. Þessir strákar eru algjör hval- reki fyrir þetta félag,“ sagði Atli kátur. „Munurinn á liðunum lá í vörn og markvörslu. Við gerðum þeim erfitt fyrir, létum þá taka erfið skot og fengum oft hraðar sóknir fyrir vikið. Einnig var stuðningurinn úr stúkunni frá- bær og við erum þakklátir fyrir hann,“ sagði Atli en hann viður- kenndi að dregið hefði verulega af hans mönnum undir lokin er FH kom til baka. „Við héldum samt út og það var fyrir öllu. Nú er það Valur í úrslitum og það verður erfitt. Vals- menn hafa mikla reynslu úr þess- um leikjum. Þeir spila skynsam- lega og gefast aldrei upp eins og mátti sjá í leiknum gegn Fram. Það verður svakalega erfiður leikur.“ henry@frettabladid.is Skrifa söguna upp á nýtt Akureyri komst í úrslit bikarkeppninnar í fyrsta skipti í stuttri sögu félagsins í gær. Þá vann liðið sanngjarnan sigur, 23-20, á FH-ingum. Akureyringar voru með frumkvæðið allan leikinn og endurkoma FH hófst allt of seint. KLÓKUR Heimir Örn Árnason átti virkilega fínan leik gegn FH í gær. Skoraði góð mörk og var sterkur í vörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen fékk að spila síðustu tíu mínútur leiks Fulham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Eiður náði ekki að skapa mikinn usla í vörn sinna gömlu félaga hjá Chelsea en tæklaði þó Florent Malouda með miklum látum. Þegar rúm mínúta var eftir af uppbótartíma sparkaði David Luiz, hinn nýi varnarmaður Chel- sea, Clint Dempsey niður. Dempsey tók vítið sjálfur en hann lét Petr Cech verja frá sér. Chelsea er úr leik í baráttunni um titilinn enda tólf stigum á eftir Manchester United. - hbg Jafnt hjá Fulham og Chelsea: Eiður fékk að spila í lokin BARÁTTA David Luiz og Andy Johnson slást um boltann. Luiz var næstum orðinn skúrkur leiksins. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.