Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 8

Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 8
8 BARNABLAÐIÐ hann dyrnar og mælti, eins og hann var vanur: „í Guðs friði, móðir.“ en það var sami kuldinn í svip hennar eins og annarra. ,,En hvað þú kemur seint, Mikael. Ef þú vær- ir ekki eins og þú ert, mundir þú vera nærgætnari við mig, heldur en þú ert.“ „Talaðu ekki svona, móðir mín. Þú veitzt að mér þykir vænzt um þig, næst frelsara mín- um, Jesú, og að þín vegna flýtti ég mér heim, stráx og ég var hættur vinnu, — enginn tafði för mína.“ — „Því miður," svaraði móðirin. „Enginn kærir sig um að umgang- ast þig. Et' þú værir eins og aðrir ungir menn, mundir þú eiga nóga vini, og það kæmi sér sannarlega \el fyrir okkur. En nú hefir kirkjan útskúfað þér þrátt fyrir að ég lét þig heita eftir erkiienglinum, og hefi alið þig upp í nafni kirkjunn- ar.“ Mikael hlustaði þegjandi á ásak- anir nróður sinnar, kveikti upp eldinn og byrjaði að sjóða fisksúpu, sem hann vissi að var kjörréttur móður hans. Síðan hjálpaði hann henni til að borða eins og hann var vanur, þegar gigtin bægði henni frá fótavist. Að þessu loknu tók hann fyrst sjálfur til snæðings. „Það bjargar engu, Mikael, jrótt þú fórnir jiér mín vegna, það hefir presturinn sagt. Úr því þú hefir til- einkað þér hinar nýju og hættulegu trúarsetningar, sem þú lærðir í hinni óguðlegu Parísarborg, þá verða þau laun, sem þú uppsker, laun trúvillingsins. Bezt væri að jm yfirgæfir mig, og tækir að safna þér jarðneskum auði, því í öðrum heimi færðu ekkert til þess að skýla þinni aumu sál með. Ó, lrvað ég er úhamingjusöm að hafa fætt af mér slíkan trúvilling!" ..Talaðu ekki þannig, móðir mín! Persturinn fer með ósannindi, jiví að enginn prestur og jafnvel ekki páfinn í Róm, getur útskúfað mér frá Jaeim himni, sem frelsari minn, með dauða sínum, hefir gef- ið mér fyrirheit um. Líði þér vel, mamma. Hvorki ég eða Guð mun- um yfirgefa þig. Guð mun innan skamms opna augu þín, og þá skilst þér, að það er Jesús einn, sem getur frelsað okkur, og að tilbeiðsla páfa- dómsins er helber afguðadýrkun.“ Með þessum orðum yfirgaf liann stofuna. Kvöldloftið var kalt og svalandi og Mikael lofaði Guð há- stöfum fyrir hans föðurlegu hand- leiðslu, er hann leiddi hann út úr hinu jrjakandi myrkri páfadómsins. Hann bað ákaft fyrir móður sinni og með frið trúarinnar í hjarta, hélt bann af stað, eins og leið lá, niður að ströndinni. Á leið hans var lítið veitingahús og gestgjafinn þar, meistari Nikulás, var einn af Jjeim, er nrest liöfðu gert til að hrjá hann og lítilsvirða. Þetta kveld var veit- ingamaðurinn hvergi sjáanlegur, en dóttir hans, hin gullinhærða

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.