Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 11

Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 11
BARNABLAÐIÐ og sála mín andvarpað: — Herra, láttu þinn morgun lýsa yfir þessu landi og þjóðinni! \7ið vorum nú ekki á því að gef- ast upp við fyrstu raun. Okkur tókst að fá stúlkurnar í skólann kl. 7 hvern morgun, er þær fengu til- sögn á trúboðsstöðinni. Ndoole vissi, að hún yrði, áður en langt liði, gegn eigin vilja, að yfirgefa stöðina og öll börnin okkar, sent henni þótti svo innilega vænt uin. En hverjum var hún seld? Hver átti að verða maðurinn hennar? Ja — bíðið bara við; nú skuluð þið fá að heyra. Gamall töframaður, sem nú þeg- ar átti tvær konur og mörg börn, átti að verða eiginmaður hennar. Garnall, leiðinlegur larfi, sem bú- inn var að rnissa flestar tennurnar. Hann var ólýsanlega ljótur, og bar það nteð sér að hann var vondur maður. Á hans vald og í hans vernd átti nú litla Ndoole að gefa sig. Það var ekkert undarlegt þótt hún væri þjökuð af sorg og angri. Frelsi sitt á trúboðsstöðinni átti hún að láta fyrir fangavist í tjaldi þessa illa töframanns. Dag einn, er ég fékk að vita þetta allt, ákvað ég að blanda mér í málið. Þessi hryllilegu örlög rnáttu ekki verða hlutuð Ndoole! Ég boðaði því fyrri eiganda hennar upp til trúboðsstöðvarinn- ar, og las upp fyrir hann belgisku lögin, um rétt konunnar til þess að velja sér sjálf rnann og hótaði að 11 stefna honum, ef liann hyrfi ekki frá þeirri ákvörðun sinni, að af- henda Ndoole þessu afskræmi mannsmyndar. Maðurinn horfði undrandi á mig, er ég talaði svo ströngum orðum. — Þú flytur okkur reyndar hið lifandi orð, hvíti maður, sagði hann lágt, — og þetta, sem þú segir, er líka „hapana tvongo“ — ekki lygi. En livað heldurðu að maður hennar segi, ef hún kemur ekki? Hann er þó búinn að láta allar geit- urnar fyrir hana. — Stúlkan verður sjálf að ákveða hvort hún \ill fara þangað eða ekki, svaraði ég. Ég skal fara með henni og nokkrum fleiri til karls- ins og ræða málið. Ég gerði þetta. Þegar við konrum á staðinn, fengum \ ið að vita, að karlinn væri veiknr. Mér hafði ver- ið sagt, að hann væri töframaður, sem hefði hæfileika til að finna og skilja leyndardóma hvers konar sjúkleika, slysa, lumgnrsneyðar og dauða, en nú hlaut maður að efast um, að hann hefði fundið orsök sinna eigin veikinda. Hann skreidd- ist úr bóli sínu og kom út til okk- ar, skríðandi á fjórum fótum. Hann heilsaði ekki, en byrjaði formála- lanst að fullyrða, að ég væri ófriðar- seggur o. s. frv. Það virtist ómögu- legt. að fá að tala rólega og með

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.