Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 14
14
BARNABLAÐIÐ
Litlu kvenhetjurnar.
Við erum stödd á barnasamkomu
í höfuðstað Mexíkó. Og nú langar
mig að kynna fyrir ykkur tvær af
sunnudagaskólastúlkunum okkar.
Þær eru sjö ára að aldri, og heita
Rósa og Marita. En mig langar í
kyrrþey að nefna þær — tvær litlar
kvenhetjur----vegna hvers skal ég
segja ykkur rétt strax. Þær eru
mjög góðar vinkonur og leika sér
oft saman. Pabbi hennar Maritu er
skósmiður, en pabbi Rósu hefur
vinnu í brauðgerðarhúsi. Báðar
fjölskyldurnar búa í sama húsinu,
það stendur við götu ekki langt
hér frá. Eina herberginu í húsinu
er skipt í tvennt, og hefur moldar-
gólf, eldliús er ekki til, en matartil-
búningur verður að fara fram í
þessu eina herbergi, eða þegar
veðrið er gott er eldavélin flutt út
í eitt horn í garðinum, og þar er
maturinn búinn til, og bakað, þar
er einnig neytt matar. Á veturna er
kalt og hráslagalegt innanhúss,
vegna j^ess að eldstæði vantar.
Samt er þar furðu skemmtilegt og
aðlaðandi, þegar sólin nær til að
senda geisla sína inn. Telpurnar
eiga guðhrædda foreldra, sem hafa
nýlega tekið á móti Jesú sem frels-
ara. Einhver talaði við þau um
hjálpræðið og benti þeim á, að
j^að væri ekki rétt að tilbiðja dýrl-
ingana, — þau trúðu, að Guð væri
til, en þorðu ekki að ákalla hann
nema að biðja dýrlingana að flytja
bænirnar. — En nú fengu þau að
heyra, að jjað finnst aðeins einn
meðalgangari milli Guðs og mann-
anna, Jesús Guðssonur, og það er
aðeins fyrir hann, sem við meg-
um koma fram fyrir Guð. Telpurn-
ar hlustuðu á samtalið, og þegar
foreldrar þeirra fóru á samkomurn-
ar, fengu þær að fara líka, þar að
auki gengu þær í sunnudagaskól-
ann og á barnasamkomur. Og ljós
rann upp í hjörtum þeirra.
í Mexíkó er engin skólaskylda, ef
foreldrar vilja ekki láta börnin sín
ganga í skóla, Jaá fá jrau að ráða því.
Nú var sá dagur kominn, þegar átti
að rita börnin inn í skólann. Rósa
og Marita fóru Jjangað ásamt
mæðrum sínum. Konur og börn
stóðu í fylkingu íyrir utan, jDegar
kom að Rósu og Maritu, var allt
pláss upptekið. Foreldrar telpn-
anna vildu fyrir hvern mun að
telpurnar gengju í skóla, til þess að
þær gætu lesið Biblíuna og kynnt
sér fjársjóðu hennar. Mamma
hennar Maritu kunni ekki að lesa,
vegna jjess að hún hafði ekki fengið
að ganga í skóla Jægar hún var
barn, oft hryggði það hana, að hún
gat ekki lesið Bibh'una. Einhvern
tíma gat hún útvegaðsérstafrófskver
og í frístundum sínum reyndi hún