Barnablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 10
10
BARNABLAÐIÐ
Ndoole fagra og magri töframaðurinn.
Ndoole hét lítil Negra-stúlka, 12
eða 13 ára gömul. Ndoole þýðir
í'alleg, og litla stúlkan var líka
verulega falleg. Hún varð barn-
fóstra hjá okkur, og enginn var eins
laginn og hún að leika við börnin.
Hún var glöð og fjörug, næsturn
galsafull stundum, og með þessu
vann hún alveg hylli barnanna.
En stundum varð hún skyndilega
alvörugefin. Hugur hennar sveip-
aðist svartasta húmi.----Vissulega
þjakaði eitthvað þessari litlu barns-
sál. Stundum gat hún staðið svona
\ ið hlið-stólpann eða húshornið og
starað til jarðar, meðan liún kleip
og togaði í kjólinn sinn. Þá gat
næstum því litið svo út, að sinnis-
veiki heí’ði gripið hana.
Veslings litla Ndoole! Eitthvað
ógurlegt lá henni þungt á hjarta.
Hvað gat það eiginlega verið? Gat
svona góð og lítil stúlka haft þung-
ar byrðar að bera?
Foreldrar hennar dóu fyrir
mörgum árum. Þá fór hún til föð-
urbróður síns, sent fékk hana í arf
eftir bróður sinn. Hann seldi hana
síðan föðurbróður sínum fyrir 13
geitur, og nú var að því komið að
hún skyldi afhent þessum verðandi
eiginmanni. Kóngó-stúlkurnar eru
nefnilega seldar, meðan þær eru
mjög litlar. Oftast eru þær, þegar
\ ið fjögra ára aldur seldar, eins og
hver önnur verzlunarvara. Líf
þeirra er sárasta þjáning og þraut.
Einu sinni var ég viðstaddur slíkt
heiðingjabrauðkaup, þar sem brúð-
urin var leidd fram með bindi fyrir
augunum. Hún kveinaði og grét af
örvæntingu, tárin streymdu niður
kinnar hennar, og gestirnir grétu
jafnvel með henni. Þetta heyrði
reyndar til hinna venjulegu brúð-
kaupa, en þýðingin var í raun og
sannleika sú, að frá þessari stundu
byrjaði slit liennar og stríð rneð'
höggum og slögum, þjáningum og
táraflóðum og ólýsanlegum kvöl-
um. Vesalings mannverur, hugsaði
ég, sem fæddar eru í þessu myrkr-
anna landi og lifa verðið án þess að
þekkja ljós himinsins.
Einn daginn talaði höfðinginn í
þorpinu til mín og sagði: — Alla
drengina okkar megið þér taka í
skólann, en engar stúlkur — mun-
ið það!
— Hvers vegna mega stúlkurnar
ekki mæta í skólanum líka? spurði
ég-
— Þær eru ekki manneskjur, þær
eiga að læra að vinna, því að þegar
jieim einn góðan veðurdag verður
skilað til manna sinna, verða þær
að kunna að vinna hvað sem er.
Mönum þykir lítið varið í latar eig-
inkonur!
Mér var kvöl að heyra orð hans