Barnablaðið - 01.02.1945, Side 1
BARNABLAÐIÐ
VIII. ÁRG. Janúar—Febrúar 1945. 1.—2. tölublað.
Vökumaður,
hvað líður nóttinni?
Jesaja 21 :11.
I.
Vökumaður, veiztu hvað
nóttinrú líður?
Vökumaður, rís ekki dagur
senn?
Löng er þeim dvölin, sem
dómsins bíður.
Dimmt er í heimi.
Alltaf syrtir um særða og
seka menn.
Margt verður breytt, þegar
birtir. —
TJm brjóstin á jörðinni
myrkrið flæðir.
Það syrtir — sólinni blæðir.
Guðs dýrðlega, milda og máttuga hönd!
Veit hlífð fyrir eldsvoða’ um hús vor og lönd.
FORSÍÐUMYNDIN sýnir vökumann í kirkju-
turni í heimaborg minni. Hann vakir alla nóttina
og lítur yfir bæinn og blæs í horn sitt fimmtándu
hverja mínútu: Tu-uh — tu-uh, heyrist það. Af-
skaplega var eg hræddur, sem krakki heima, þang-
að til móðir mín útskýrði leyndardóminn í þessari
sérkennilegu músik. — Ystad heitir borgin, syðst
í Svíþjóð, beint á móti Þýzkalandi. Líklega einasta
borg í heimi, þar sem þessi siður helzt við. N. R.
Harðstjórans lögmál var
letrað á skjöldinn
og lýðnum gefið sem
stjórnarskrá.
Hver sem neitaði að greiða
gjöldin
og gjörði uppreisn, var
höggvinn, skotinn,
bærinn hans brotinn,
en börn hans neydd til að
plægja og sá
blóðuga akra bjargþrota
landa ....
og svo kom nóttin.