Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 7
BARNABLAÐIÐ
7
inn, sem með aldrinum varð al-
vörugefinn og hugsandi, hélt áfram
starfi föður síns og stundaði net sín
og veiðar af mikilli kostgæfni.
Vegna iðju sinnar þurfti Mikael
stundum að fara til hinnar stóru
höfuðborgar, ýmissa erinda. I einni
slíkri för átti hann kost á að sjá
hvílíkt hyldýpi eymdar og volæðis
stundum er á næsta leyti við auð og
allsnægtir stórborgarinnar. Þessi
dapurlegu kynni hans af París
höfðu djúp áhrif á hina viðkvæmu
sál drengsins, og hann þráði ekkert
lieitar, en að komast sem fyrst
heim. En síðustu dagana, sem hann
dvaldi í París, komst hann í kynni
við fróman og guðhræddan iðnað-
armann, sem nýlega hafði kynnst
boðskap Lúthers og sannfærst um
blekkingar hinnar kaþólsku kenni-
setninga. Þessi nýi vinur hans fékk
honum í hendur biblíu og ennfrem-
ur frásögn um fórnarvilja Jesú
Krists, mannkyninu til handa og
úm veginn til eilífs lífs. Þetta nýja
ljós og sannfæringin um blessun
hjálpræðisins fylltu hjarta liins
unga manns djúpri gleði og með
þennan dásamlega fjársjóð krist-
innar trúar, sneri hann heim á leið.
Heima í þorjtinu vildi enginn
skilja þá hamingju, sem hann
hafði orðið aðnjótandi, og strax og
afturhvarf hans frá trú feðranna
varð kunn, varð hann fyrir aðkasti
og ofsóknum, bæði frá prestunum
og nágrönnunum. Vissulega olli
J^að honum mikilla liarma, en það
gat í engu breytt skoðunum hans á
hinum liimnesku sannindum, eða
rænt hann hinum endurnærandi
friði, er hann hafði hlotið. Fólkið í
þorjrinu kallaði hann villutrúar-
mann og forðaðist hann, eins og
væri hann illur andi.
Nokkrum árum síðar, var það
eitt sumarkvöld, að fiskimennirnir
í Mont St. Mikael voru önnum
kafnir við að gera að netum sínum,
niður við ströndina. Unnu þeir
saman í smáhópum, allir nema
Mikael, hann vann einn síns liðs.
Það var eins og einhver ósýnilegur
veggur skildi hann jafnan frá öðr-
um. Enginn yrti á hann, en á bak
var „villutrúarmaðurinn" hæddur
og svívirtur. Mikael lét eins og
hann heyrði það ekki, en söng hin-
ar löngunarblíðu vísur sínar, um
landið handan storms og strauma.
Þegar sólin stráði gulli sínu yfir
hafið í vestri, héldu fiskimennirnir
lieim í þorjrið, þar sem konur og
börn tóku fagnandi á móti þeim.
Mikael hélt einnig heim á leið.
Enginn fagnaði honum. Konurnar
gerðu krossmark fyrir sér, þegar
hann gekk lijá og börnin kölluðu:
„Sjáið trúvillinginn!"
Mikael varð harmi lostinn við
ókvæðisorð barnanna. En enginn
skeytti um jrað. Prestarnir höfðu
líka sagt að hann væri yfirgefinn af
Guði og eilíflega glataður. Þegar
Mikael kom heim til sín, ojmaði