Barnablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 13
BARNABLAÐIÐ 13 litlu systkinin þín, þau verða svo hrædd og ístöðulaus". En Ester hlustaði ekki á áminningarorð móður sinnar, heldur svaraði strax ónotum einum. Lundarfar dóttur- innar liryggði foreldra hennar, og þau báðu Jesúm að frelsa hana. — Dag einn kom frænka Esters í heimsókn, — eldri kona, sem for- eldrar hennar elskuðu og virtu nrikið, en Ester gat ekki þá, frekar en endranær stillt skap sitt, heldur eyðilagði skemmtunina bæði fyrir foreldrum sínum og gesti þeirra. Nóttina eftir dieymdi hana ein- kennilegan draum: Hana dreymdi, að hún var inni í stóru herbergi, við einn vegginn lá viðbjóðslegt skrímsli í ormslíki, sem var svo alið og þriflegt, að feitin lak af því. Nú kom mamma inn og spurði eftir einhverju. Ester brá ekki af vana sínum en svaraði illu einu. En nú sá hún að með hverju reiði-orði, sem að hún talaði, hoppaði ljót padda út úr munni hennar og gaf frá sér andstyggilegt hl jóð, um leið og hún hoppaði beint inn í ginið á skrímslinu, sem var ekki lengi að éta hana upp til agna. Með hverri pöddu, sem að það át, varð það stærra og feitara. Nú sagði mamma eitthvað aftur, og Ester svaraði, en þá skeði á sama hátt og áður, þegar að Ester sagði Ijótt orð, heyrðist: ,,Koark, koark, koark“. Og svo fóru ljótu pöddurnar niður í ginið á skrimslinu. Ester horfði með fyrir- litningu og viðbjóði á skrímslið í ormslíkinu og setti óttaslegin hend- urnar fyrir munninn. — Nú vakn- aði Ester, öll í svitabaði. Mikið var þetta andstyggilegt, hugsaði hún, það var þó heppni að það var að- eins draumur. En allt í einu varð hún hugsandi, var þetta aðeins draumur, eins og allir aðrir draum- ar? Eða hafði hann ef til vill ein- hverja þýðingu? Hún hafði heyrt að Guð talaði oft til mannanna í gegnum drauma. Ef raunveruleik- inn skyldi nú vera þannig, að hjarta hennar væri fullt af óhreinindum, sem streymdu yfir varir hennar og yrðu næring handa sálnaóvininum, hinum gamla höggoimi, sem alltaf stendur gegn Guði. Eftir dálitla sjálfsrannsókn sá Ester sér til skelf- ingar, að þetta var nú þannig, allt sjálfsréttlæti hvarf frá henni eins og fis fyrir vindi. Hún fann, að hún var mikill stórsyndari, sem þurfti að frelsast af náð. Og þar í nætur- kyrrðinni opnaði Ester sitt sund- urkramda lijarta og tók á móti hreinsun í blóði Jesú. Mikil varð gleði foreldra hennar, þegar þau urðu vör við þá breytingu, sem var orðin á dóttur Jreirra, og af hjarta þökkuðu Jrau Jesú fyrir hinn und- ursama, hreinsandi kraft blóðsins. ★

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.