Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 9
BARNABLAÐIÐ
9
Angelika, stóð úti fyrir veitinga-
húsinu.
„Gott kvöld, góði trúvillingur!"
kallaði Angelika og hoppaði glöð
niður af tröppunum og rétti hin-
um unga fiskimanni höndina. „Ég
lieiti Mikael,“ svaraði hann vin-
gjarnlega, ,,því kallar þú mig þessu
nafni?“ „Það gera allir, nerna
mannna. Hún segir að þú sért góð-
ur, og hún biður fyrir þér á kvöld-
in. Komdu nú með mér niður á
virkisgarðinn, þar sem krakkarnir
bíða þess að flæði að.“ — „Ertu þá
ekki lnædd við mig, Angelika?“
„Nei, nei,“ svaraði barnið — og
liorfði á liann stórum, dökkum
augum. „Mamma segir að María
mey og Mikael erkiengill verndi
mig frá öllu illu. Þú heitir líka
Mikáel; hvers vegna ætti ég þá að
vera hrædd. Ég les líka „Maríubæn
og Faðirvorið á hverju kvöldi.
Heldur þú ekki að mér sé þá
óhætt? Berðu mig nú niður að
ströndinni, þá verðum við fljótari."
Mikael hóf nú barnið á loft og setti
það á bak sér. Angelika var létt
eins og dúnfjöður. Hjarta hans
skalf af gleði, þegar Angelika vafði
litlu, bústnu örmunum um hálsinn
á lionum og dáðist að hve sterkur
hann var. Þetta var í fyrsta skipti í
lengri tírna, sem Mikael heyrði vin-
gjarnlega til sín talað. Þegar þau
komu niður á ströndina renndi
Angelika litla sér til jarðar og
mælti: „Þakka þér fyrir, góði trú-
villingur. Komdu aftur á morgun;
þá skaltu fá að bera mig aftur sömu
leið.“ Svo sveif hún létt eins og fiðr-
ildi til barnanna, þar sem þau voru
að leikjum.
ðíikael stóð kyrr í sömu sporum
og mændi hugsandi eftir barninu.
Eitt augnablik hafði litla stúlkan
varpað ljóma á veg hans, og hann
þakkaði Guði, hrærðu hjarta.
Sami atburður endurtók sig,
marga næstu daga. Mikael gat ekki
fengið sig til að vísa á bug hinni
einlægu vináttu litlu stúlkunnar
Og Jrau urðu óaðskiljanlegir vinir.
Oft sátu þau saman í litlum hellis-
skúta við sjóinn. Þaðan var dásain-
legt útsýn yfir hafið. Og þarna
sagði Mikael litlu, fróðleiksfúsu
stúlkunni fegurstu sögurnar úr
biblíunni, einkum úr lífi Jesú, allt
frá hinni undursamlegu fæðingu
hans og þar til hann leið hinn
kvalafulla dauða á krossinum. Sög-
urnar höfðu djúp áhrif á hina við-
kvæmu Angeliku. Stundum söng
hann fyrir hana vísur um píla-
grímsför sálarinnar, til hinnar nýju
Jerúsalem. Þá táraðist litla vinkona
hans. Þannig gátu þau setið tímum
saman, og horft á sólarlagið og beð-
ið þess að flæddi að, þau sátu nógu
hátt til Jress að flóðið næði ekki
upp til þeirra, ef kyrrt var á sjó.
(Framhald).
„Vertu trúr allt til dauðans, og ég
mun þá gefa þér lífsins kórónu."
(Opinb. 2:11).