Barnablaðið - 01.02.1945, Síða 12
12
BARNABLAÐIÐ
rökum við þessa æstu horgrind í
mannsmynd.
Jæja! Ndoole skyldi sjálf fá að
ákveða og skera úr því, hvort hún
elskaði þetta gamla afskræmi eða
ekki. En hún var hrædd og feimin,
starði til jarðar og smáir fingur
hennar fálmuðu ráðalaust fram og
aftur, — en svarið drógst.
Við spurðum hana þá einu sinni
enn, hvort hún elskaði þenna
mann.
— Ne-ei, það geri ég ekki, — kom.
þá ákveðið frá vörum hennar.
Sá gamli varð ólmur af heift og
reiði. Enginn hafði áður — í návist
liins hvíta manns — leyft sér að
sýna honum slíka lítilsvirðingu. í
bræði rétti hann henni höndina og
sagði:
— Þakka þér fyrir, að þú hefur
sagt mér sannleikann. Þú hefðir,
hvort sem var, ekki búið hjá mér til
lengdar.
Við urðum auðvitað glaðir yfir
hinu djarfa svari stúlkunnar, en
sjálf var hún ekki glöð. Sama þung-
lyndið hvíldi yfir henni sem áður,
því að luin vissi vel hvað beið henn-
ar.
Þegar hún kom aftur heim til
sinna fyrri heimkynna, mætti
henni straumur blótsyrða, hótana
og bannfæringa, svo að fá dæmi
voru slíks. Og eftir fáeinar vikur
fréttum við, að fólk hefði hótað að
sýkja liana af holdsveiki með göldr-
um, ef hún færðist lengur undan að
Ljótu pöddurnar.
Ester Garin hafði alltaf ánægju
af að hlusta á Guðs orð, en samt,
'hafði hún ekki ákveðið sig, að
fylgja Jesú. Eigin réttlætið bjó í
hjarta hennar, svo að hún átti erfitt
með að sjá að hún var syndari, sem
þurfti að frelsast, hún var algjör-
lega ánægð með sjálfa sig, en hjá
öðrum sá hún margvíslega bresti og
feil. Ester var þó bæði frek og óvin-
gjarnleg og lét reiðina oft bitna á
sínum nánustu. „Góða Ester“, bað
móðir hennar stundum. „Vertu
ekki svona frek og óvingjarnleg við
flytja til töfiamannsins gamla. Við
slíkar og aðrar hótanir og allt illt
lét hún loks til leiðast. Dag nokk-
urn tíndi hún saman eigur sínar,
sem ekki voru miklar, og fór leiðar
sinnar — allt annað.en fús — heim
til karlsins. En þar var henni nú
ekki fagnað og lnin ekki boðin vel-
komin.
— Hvað vilt þú? hreytti karlinn
út úr sér.
— Ég hefi verið neydd til að fara
hingað, — heyrðist sem hvísl frá
vörum hennar.
— Þú hefur svívirt mig í návist
hvíta mannsins og sagt, að þú vild-
ir ekki eiga mig. Hypjaðu þig frá
húsi mínu!
Ndoole var frjáls!
Vilt þú biðja fyrir litlu stúlkun-
úm í Kóngó?