Barnablaðið - 01.05.1954, Page 13

Barnablaðið - 01.05.1954, Page 13
og fann drenginn úti ;i lúnimt. — Jæja góði, hversu mikið fékkstu? spurði hann. — Níutíu aura, svaraði drengui- inn, og hér er helmingurinn. — Þú hefur hlotið að fá nieira en níutíu aura. — Nei, svarði drengurinn, þetta er borgunin, finnst þér það ekki nóg? — Nei, sagði hertoginn, þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég þekki hertogann mjög vel. Komdu með mér inn, þá skaltu fá meira. Þeir snéru til baka. Hertoginn hringdi og fyrirskipaði, að allir þjónar í slotinu kæmu saman á einn stað. — Bentu mér nú á manninn, sem fékk þér peningana, sagði hertog- inn! — Það var þessi, með forklæðið. Hertoginn skipaði þeim, sem á var bent, að fá drengnum gullpen- inginn, um leið og hann sagði: — Og svo er víst bezt, að þú yíirgefir stöðu þína, þar til þú lief- ur numið það, að ráðvendnin varir lengst. Drengurinn varð mjög niðurlút- ur og feiminn, þegar hann sá, hver jrað var, sem hann hafði beðið að hjálpa sér, en hertoginn uppörvaði hann eftir beztu getu. Hin drengilega og góðlátlega framkoma drengsins varð tilefni þess, að hertoginn veitti honum fyrst gott uppeldi, og síðar tók hann hann í þjónustu sína. Sannleikurinn er sagna beztur Það vitið þið öll, drengir og stúlkur. Þess vegna er það mjög áríðandi, að við ávallt gerum það sem er rétt, satt og fagurt — alltaf tala sannleika — og ávallt lifa í sannleika. Og í öllu þessu munum \ið sannarlega öðlast hjálp af Honurn, sem sjálfur er sannleikur- inn, sem sé Jesús. Það var einu-sinni arabahöíð- ingi, sem sagði frá því, að hann á unga aldri — 8 ára — liefði orðið að yfirgefa heimili sitt og fara út í heiminn. Faðir Iians var dáinn og móðir lians var mjög fátæk. Þeg- ar hann yfirgaf heimili sitt og móður sína, saumaði hún 50 pen- inga inn í jakkann lians og gaf hon- um síðan minningarorð fram á veginn. Þau hljóðuðu svo: Talaðu ávallt sannleika! Litli drengurinn var sendur með ferðamannalest til Bagdad. A leið- inni þangað réðst ræningjaflokkur á ferðamannalestina, og tók allt, sem verðmætt var hjá fólkinu. Að- eins fengu menn að halda lífi. Einn ræningjanna óð að litla drengnum og spurði, skipandi röddu: — Hvar geymir þú peningana þína? — Hér í jakkanum mínum á ég 50 smápeninga, sagði drengurinn. Ræninginn trúði ekki, að dreng- urinn talaði sannleika og lét hann eiga sig. Annar úr hópnunt spurði BARNABLAÐIÐ 29

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.