Barnablaðið - 01.06.1955, Page 4

Barnablaðið - 01.06.1955, Page 4
var a8 borga útsvarið mitt þannig, að hann væri glaður yfir gjöfinni og þess vegna þorði hann að bæta við: — Stúlkan í mjólkurbúðinni gaf mér hann áðan. Hún er alltaf svo góð við mig. Ef þú vilt sjúga hann, þá endist hann heilan klukkutíma. En nú tannst honum skósmiður- inn verða svo þungur á brúnina, að hann þorði ekki annað en flýta sér í burtu, eftir að hafa lagt brjóstsykursmolann á borðið. Jafn- vel þó hann heyrði að skósmiður- inn kallaði, þá sinnti hann því ekki. Hann þorði ekki að snúa við aftur. — Mamma, nú þori ég aldrei framar til skósmiðsins, sagði Páll lafmóður þegar hann kom heim. Svo sagði hann mömmu sinni og er níkominn inn fyrir dyrnar. ^niirn *ih hvað hann hafði sagt og gert. — Þetta er nú ekki svo hættu- legt, svaraði móðir hans hlæjandi. — Hvenær áttu að fá klossana? — Það veit ég ekki. Þeir voru að minnsta kosti ekki tilbúnir núna. Nokkrum dögum seinna fór mamma sjálf til skósmiðsins til að spyrja um skóna. — Hvers vegna kemur drengur- inn ekki sjálfur? spurði skósmiður- inn. — Hann er hræddur um að hann hafi eitthvað móðgað yður. Ég var nú vantrúuð á það, en hann vildi ómögulega fara. — Hvers vegna hefði ég átt að' móðgast? sagði skósmiðurinn hugs- andi. Þetta er ágætur drengur, sem þér eigið. Eg vildi gjarnan að hann 36 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.