Barnablaðið - 01.04.1963, Page 11
endurtœki þau. — Nú skuluð þið
fá að heyra samtalið. Það var á
þessa leið:
— Halló, halló!
— Halló, já. Hver er það sem ég
tala við?
— Iá, er þetta Guð?
— Iá.
— Er lesús við?
— Iá.
— Viltu vera svo góður að segja
lesú, að mig langi til að tala við
hann?
— Það skal ég gera.
— Er þetta þú, lesús?
— Iá, hvað get ég gert fyrir þig?
— Litli bróðir er svo veikur.
Mundir þú ekki vilja hjálpa okkur,
svo að hann verði frískur aftur? —
Batnar honum ekki fljótt?
Svarið kom ekki strax frá lesú.
Stúlkan endurtók það sem hún
hafði sagt. Nú kom svarið.
— Iú, honum batnar fljótt.
Anna litla lyfti upp heymartól-
inu og heppnaðist að koma því á
réttan stað. Hún flýtti sér niður af
stólnum og litla andlitið Ijómaði af
gleði.
Nú œtlaði hún að flýta sér inn
til mönnu sinnar og segja henni
þessar góðu fréttir. Hún hafði að-
eins tekið nokkur skref þegar
mamma hennar kom til hennar og
tók hana í faðm sinn.
Frá þeim degi fór litla drengnum
að batna. Hann hafði verið nœrri
dauðanum. Eftir stuttan tíma var
hann orðinn fullkomlega heilbrigð-
ur.
BARNABLAÐIÐ 31