Barnablaðið - 01.04.1963, Qupperneq 17

Barnablaðið - 01.04.1963, Qupperneq 17
heyrðist tónn, aðeins blásturinn í Eiríki. Hann fyllti lungun lofti og gerði eina tilraun enn. Hann blés, svo að hann varð rauður í framan. Fólkið fór að hlægja. Þetta var svo skringileg sjón. Einkum var Elsu skemmt, en hún reyndi að setja npp undrunarsvip. „Hvað er að lúðrinum?“ spurði hún og var sakleysið sjálft uppmál- að. Eiríkur virti hann fyrir sér, en sá ekkert athugavert. „Reyndu einu sinni enn, Eirík- ur,“ hvatti Elsa. „Það er svo gam- an að liorfa á jiig.“ . Péfur litli var mjög ákafur. Hann masaði og hló. „Reyndu einu sinni enn, Ei- ríkur, Jrá blæstu kannski tappan- um úr“, sagði hann. „Tappanum?" Eiríkur leit á bróður sinn og skildi ekki, hvað hann átti við. Hið sama gerði Elsa. En Pétur hló. „Ég sá það nefnilega. Ég sá, að Elsa tók tappa og tróð honum langt inn í lúðurinn." Elsa skauzt flissandi út. Hún bjóst við, að hyggilegast væri að draga sig í. hlé, áður en óveðrið skylli á. Nýr félagi. Það var ekki oft, sem Eiríkur hitti Níels Pálsson. Oftast nær þaut Níels fram hjá á reiðhjólinu glæsilega og Eiríkur horfði á eftir honum. „Já, svona er að eiga ríkan pabba“, hugsaði Eiríkur. En hon- um kom aldrei í hug, að þeir Níels ættu eftir að verða góðvinir og félagar. „Þessa snepla þarna með trúar- ruglinu á, þarlt þú ekki að láta í póstkassann minn.“ Eiríki kom setningin, sem sögð var við eyra lians, svo á óvart, að hann hafði næstum misst blöðin undan handleggnum. Eiríkur hafði ekkert tekið eftir því, að Páll stór- kaupmaður, faðir Níelsar, var að koma. Stóru trjárunnarnir höfðu skyggt á liann. Páll Jrreif blaðið sitt og horfði brúnaþungur á Eirík. „Hver hefur beðið Jjig um að dreifa þessu?" spurði hann og benti á smárit, sem Eiríkur hélt á. Hann hafði einmitt ætlað að stinga því í póstkassa Páls. Eirík- ur stóð þarna ráðþrota og vissi varla, hverju svara skyldi. „Hann pabbi,“ sagði hann loks. „Einmitt." Stórkaupmaðurinn snéri baki að Eiríki og gekk heim að húsinu. Eiríki varð við, eins og hellt hefði verið yfir hann fötu af köldu vatni og hálf viðutan hélt hann leiðar sinnar. Þannig var málum háttað, að Níels hafði oft lesið smáritin, sem Eiríkur stakk í póstkassa föður hans. Svo hafði hann farið að spyrja foreldra sína um eitt og annað. „Erum við endurfædd, pabbi?“ hafði hann spurt dag einn, við há- BARNABLAÐIÐ 37

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.