Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 10
YNGSTU LESENDURNIR Aprikó§urnar hennar Soíííu Pétur ótti þrjdtíu krónur í vasa sínum, sem hann mdtti gera með hvaS sem hann vildi. Amma hafði gefið honum þessa peninga ó af- mœlisdaginn hans, því að hún hafði ekki haft tíma til að kaupa afmœlisgjöf handa honum. En það lá nú við að Pétri fyndist betra að eiga peninga en aðrar gjafir. Hann gekk um og leit í marga sýningarglugga áður en honum datt í hug hvað hann skyldi kaupa. En svo ákvað hann að kaupa lítinn eimvagn. Það œtlaði hann að gera, hugsaði hann með sjálfum sér og var mjög ákveðinn. Og síðan fór hann og spurði eftir eimvagni, en hann var þá svo dýr. Eiginlega var allt dýrt. Það var víst, þegar öllu var á botninn hvolft ekki mildð, sem hœgt var að kaupa fyrir þrjá- tíu krónur. Pétur átti heima í lítilli borg þar sem allir þekktust. Menn hneigðu sig brosandi hver til annars og eins gerði Pétur. Hann heilsaði til hœgri og vinstri öllum mönnum og konum sem hann þekkti. Og núna, þegar hann gekk þarna, gat hann ekki annað en sýnt öllum pening- ana sína og sagt: „Amma gaf mér þá og ég má nota þá eins og mér sýnist." Og svo hló hann ánœgju- lega og stakk peningunum í vasa sinn. Það leið á daginn og Pétur fór heim til sín, borðaði bollu og drakk úr einu mjólkurglasi. Mamma hans réði honum til að kaupa liti fyrir peningana. En hann langaði ekkert til þess. Ja, svo fór hann þá aftur út. Allt í einu staðnœmdist hann úti fyrir litla húsinu hennar Soffíu. Hann var kunnugur þar. Mörgum sinnum hafði hann tínt blóm handa henni og fengið brjóstsykur að launum. Og stundum, þegar pabbi hans og mamma þurftu að bregða sér eitt- hvað í burtu, þá fékk hann að vera hjá henni á meðan. Þetta hús var svo gamalt að það mátti ekki rífa það. Og það var happ fyrir Soffíu. Hún skreytti svo fallega hjá sér með blómum og ýmsum fallegum smáhlutum í gluggunum. Gólfin voru þaldn heimaunnum dreglum í fallegum og hreinum litum og yfir ruggustólnum hennar lá fallegt hvítt heklað teppi. En Soffía var fátœk, það hafði mamma sagt. „Soffía hefur unnið 70 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.