Barnablaðið - 01.09.1963, Side 17

Barnablaðið - 01.09.1963, Side 17
nefndur af fólkinu. Líklega var það vegna þess hve ábúðarmikill hann var að sjá og einrænn. Nokkrir höfðu reynt að gægjast gegnum hliðið eða limgerðið, en urrið í hundunum rak alla á flótta. En hver var „vondi maðurinn?“ Það vissu ekki margir. Ýmsir álitu sig vita það, og þar af spunnust sögumar. Sumir sögðu, að hann væri hættulegur afbrotamaður, sem ein- hvern tíma hefði myrt mann og reyndi svo að gera sig óþekkjanleg- an. Samt voru fáir, sem trúðu því. Hefði þetta verið satt, hlyti lög- reglan að hafa handtekið hann fyrir löngu. Aðrir héldu því fram, að hann væri landkönnuður. Hann hefði sezt að í þessum bæ eftir margra ára dvöl í Afríku og Indlandi. Þar hefði hann veikzt af hættulegurn sjúkdómi, því að eitruð skordýr hefðu bitið hann. Eftir þennan sjúkdóm hefði hann orðið „skrít- inn“. Svona var talað. í húsi þessu var margt merkilegt. Því hafði sótarinn sagt frá. Hann var einn hinna fáu, sem í húsið komu og það bara einu sinni eða tvisvar á ári. Hann sagði, að á veggjunum væru margar ljóna- og tígrisdýrahúðir og á gólfunum væru skinn af ýmsum villidýrum. Margt væri þarna sem minnti á frumskóga. Daglega gekk Eiríkur fram hjá þessu dularfulla húsi, en engu blaði þurfti hann að skila þar. Eiríkur var eiginlega feginn því. Maður var aldrei öruggur fyrir þessum ógurlegu hundum. Oft hafði Eiríkur reynt að gægj- ast inn í garðinn, en aldrei séð neitt sérstakt þar inni. Það var víst áreiðanlega slúður, að tveir tamdir krókódílar gengju þar laus- ir. Eirík hryllti við hugsuninni. Dag nokkurn, þegar Eiríkur fór framhjá húsinu, kom honum dá- lítið í hug. Væri ekki rétt, að þessi undarlegi maður, sem allir óttuð- ust, fengi smárit, þótt hann fengi ekkert blaðið? Oft ætlaði hann að stinga riti í póstkassann, en brast kjark. I dag átti það samt að ske. Hann hafði megnan hjartslátt, þegar hann stakk nokkrum smá- ritum í póstkassann og þaut í burt. Honum fannst, eins og hundarnir væru á hælunum á honum. Smám saman óx honum kjarkur og að lokum stakk hann smáritinu í póst- kassa „vonda mannsins" hvert sinn sem hann fór fram hjá. Dag einn, þegar Eiríkur var glaður og ánægður að stinga riti í póstkassa „vonda mannsins", opnaðist liliðið og maðurinn stóð frammi fyrir honum. Eiríkur varð dauðskelkaður. Hann bjóst við, að maðurinn þrifi til hans. í stað þess brosti síðhærði, skeggjaði mað- urinn og rétti honum stórt, rautt epli. Eiríkur tók við eplinu, en tók svo til fótanna. Lengst niðri í bæ nam hann staðar lafmóður. Hann leit á eplið. BARNABLAÐIÐ 77

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.