Barnablaðið - 01.09.1972, Síða 6
Lesum við kannski ekki í skólanum um
stórskáldin okkar, og hvert einasta þeirra
er karlmaður! Hefurðu hugsað um það
eða hvað?
— Ekki hvert einasta skáld- Og svo er
það að athuga, að það eru karlmennirnir,
er samið hafa kennslubækurnar, og þá er
það svo sem auðvitað, að þeir seg|a bara
frá öðrum karlmönnum. Þetta er svo rang-
látt, sem mest má vera. Eg skal bara lofa
þér því, að þegar ég er orðin stór, þá
skal . . .
— O — o, þá skalt þú gifta þig og eign-
ast fjögur börn, sagðirðu einu sinni. Þá
færðu engan tíma til annars en snýta
ungbörnum, búa til mat og þvo upp, og
svo og svo . . .
— Svona, hættu nú þessu masi einhvern
tíma! Hvernig heldurðu að nokkur geti
skrifað undir þessu sifellda röfli þínu?
Maður verður að samstilla hugann, þegar
maður er að yrkja, skilurðu?
— Ja, hvort ég skal ekki þagna! Ætl-
arðu þá að lofa mér að lesa það sem þú
ert að skrifa, þegar þú ert búin?
Lotta lofaði honum því, og Lárus skreið
niður í rúmið sitt, með skemmtilega bók
í hendinni, er hann ætlaði að fara að
lesa. Bókin sagði frá flugævintýri. Flug-
maður, það var toppurinn á öllu! Það
vildi Lárus helzt verða. Það breytti svo
litlu þó að pabbi væri að segja við hann
að margar stöður í lífinu væru fluginu
betri. Hann gat orðið gjaldkeri í sterku
fyrirtæki, eins og pabbi. En það breiddi
engan töfraljpma yfir framtíðarvonir hans.
Pabbi sat baTa bak við skrifborðið alla
daga með pappira og peninga fyrir fram-
an sig. Það var ekkert sérstakt við það.
Nei, flugið, flugið!
— Loksins er ég búin, kallaði Lotta,
eftir nokkra stund. En nú heyrði Lárus
ekki til hennar, því að hann stóð rétt I
miðdepli á æsilegu flugævintýri.
— Ég er búin, heyrir þú ekkert lengur?
Þú varst að biðja um það að fá að lesa
Ijóðið mitt.
Lárus lagði bókina aftur og gekk til
Lottu, sem rétti að honum Ijósmyndabók-
ina með Ijóðinu. Lárus las: ,,Blíð skín sól
um bjartan dag / birtan glæðir vonahag /
Vin ég verð að eiga / Vin með ttyggð
ódeiga / ,,Lánið kemur, lánið fer / Lánið
mitt er Guð hjá þér".
— A nú þetta að vera skáldskapur þinn,
til dæmis síðustu tvær línurnar? Ég sé
ekki betur en það sé gömul bæn.
— En þú, að heyra til þín! Það er þó
alla götu satt, sem ég hef skrifað. Það
finnst mér.
— Kannski það. Veiztu, að ég bið þessa
bæn á hverju kvöldi. Og alveg eins fyrir
það, þó að Aki hæddist að mér, þegar ég
sagði honum frá því einu sinni, og kallaði
mig aumingja fyrir það. Þessi bæn er
fyrir smábörn, sagði hann og hló hæðnis-
hlátri. — Finnst þér það kannski líka?
— Nei, langt frá því. Ég trúi því, að
við verðum aldrei of gömul til þess að
biðja þessa bæn. Ég heyrði einu sinni
gamlan mann vitna um það 1 samkomu,
að hann hefði frelsazt, er hann fór með
þessi orð, fyrir ári síðan. Og þessi maður
var að minnsta kosti 60 ára gamall.
— Já, þá er það ekki svo slæmur
skáldskapur þetta, sagði Lárus um leið og
hann rétti henni bókina aftur.
K. K.
Þrír ritningarstaðir, sem öll börn þurfa að
muna:
1. Því að svo elskaði Guð heiminn, að
hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur
hafi eilíft líf. Jóh. 3, 16.
2. Allt, sem faðirinn gefur mér, mun
koma til mín, og þann sem til min kemur,
mun ég alls ekki burt reka. Jóh. 6, 37.
3. En öllum þeim sem tóku við honum
(Jesú), gaf hann rétt til þess að verða Guðs
börn: þeim sem trúa á nafn hans. Jóh. 1,
12.
6