Barnablaðið - 01.12.1978, Page 2

Barnablaðið - 01.12.1978, Page 2
Hátíð baruanna Svo hafa jólin oft verið nefnd og það með réttu. Kemur þar miargt t-il. Fœðing Jesú-barnsins, með sinni dýrð og Ijóma. Fátœklegu umliverfi. Umkomuleysi Jósefs og Maríu, sem voru á ferðalagi í framandi stað. Fullt gistihús en opin jata. Englasöng, Ijóma og dýrð, sem yfirnáttúrlegt var. Oll þessi sérstaða við fakðingu Jesú fell- ur inn í hugarheim barnsins, hvar sem er og hvenær sem er. Svo komu vitringarnir frá fjarlægum A usturlöndum og færðu Jesú- barninu gjafir: gull, reykelsi og myrru. Þá er nú skyldleikinn farinn að fœrast u.pp á skaftið. Jólin í dag fyrir fjöldann allan af börnunum er ekki hvað minnst tengdur fallegu pökkunum, sem geymdir eru undir jólatrénu — í stofunni hjá pabba og mömmu. Er það ekki gott? Margir meina annað og tala um bruðl og f járaustur í glingur og glys. Ofgar eru sjálfsagt til á báða bóga. Hví tala þeir ekki sem nagga út í heilög jól um tilefnislausan fjáraustur í áfengi og dýran skemmandi munað, að ekki sé getið austurs til hernað- ar, sem ætlaður er til að vera manndrep- andi? Bœði börn og aldnir. Höldum jólin liá- tíðlega og í kristnum anda. Láturn Guðs Orð vera lesið í heimilum okkar, fögnum í háskammdegi yfir Honum, sem er Lífs- ins sól — hvers birta aldrei dvínar. Leyf- um okkur að halda liátíð hóflega í mat og drykk. (Alls ekki áfengi!) Fögnum í anda vorum yfir því að Jesús er fœddur og Hann kom með Ijós, sem vill upplýsa hvern mann. Jólafögnuður einskorðast ekki við eigið ég. Minnumst þeirra sem sjúkir eru. Minnumst þeirra sem í fangelsum eru. Minnumst þeirra sem eru fjarvistum frá heimilum sín- um. Ef það er gert, þá gefur það allt gildi og blessun um heilög jól. Jóliin fá þá sitt sanna innihald. Kirkjuferðir og kristilegar samkomur eru sjálfsagðar um jólin. Þá má ekki gleyma kristnu heimilishaldi um jól. Þar sem jóla- guðspjallið hjá Lúkasi er lesið og jóla- sálmar sungnir, sem við eigum gott úrval af. I þessu er blessun og innihald, fyrir þá sem ná því, meira en í ytra prjáli. Foreldrar. Skapið börnum yklcar heilaga jólahátíð. Útilokið allt sem saurgun veld- ur. Haldið Frioarins hátíð grundvallaða á Guðs Orði. Þá verða jólin gleðileg og til- hlökkunarefni — „vetrarperlan fríð“. Jesús blessi okkur jólin 1978. Gleðileg jól. Ritstj. Kristilegt blað fyrir börn og unglinga. 41. árgangur 1978. — 4. tölublað. Ritstjóri: Einar J. Gíslason (ábm.). Ritnefnd: Daniel Glad, Hallgrímur Guðmannsson. Útgefandi: Blaða- og bókaútgáfan Hátúni 2. Reykjavík. Box 5135. Sími 20735. Kemur út fjórum sinnum á ári. Argangurinn kostar 950,00 kr. til áskrifenda. í lausasölu 250,00 kr. eintakið. Borgarprent. 2

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.