Barnablaðið - 01.12.1978, Side 4
Jolaboð Elsn
Þuríður stóð og horfði á leiksystur sína
leika sér. Hún skildi ekki hvers vegna hún
fékk ekki að vera með. Þær léku sér þarna,
bæði Anna, Katrín og Elsa. Snjórinn rauk
um þær og þær litu út eins og reglulegar
snjókerlingar. En gat nokkur skilið vegna
hvers Þuríður fékk ekki að vera með? Hún
sem alltaf var með þeim.
Það var eiginlega Elsa, sem ákvað þetta.
Hún réði venjulega mestu. Hún var heldur
stærri en hinar. Þegar Þuríður, sem venju-
lega lék sér með hinum, hafði gengið nið-
ur garðinn, voru hinar eitthvað skrítnar á
svipinn.
„Þú færð ekki að vera með, þú færð
ökki að vera með,“ höfðu þær sagt. Elsa
hafði meira að segja dregið stóran hring
umhverfis hana og sagt:
„Nú ert þú í ruslatunnunni. Ha, ha, ha.“
Og Þuríður stóð þarna eins og negld nið-
Það var ekkert ánægjuverk fyrir systur
hans að þvo honum hátt og iágt og þrífa
föt hans. En það varð að gera. Þetta voru
skólafötin. Allt fór þetta vel. Hanni og
Guðlaugur reynslunni ríkari. Skrauta og
Hálsa undu sér vel saman. Er. ekki mátti
Hanni koma svo í fjósið, að Krossa sýndi
iekki valdsvið sitt, ef hann kom nærri
Skrautu. Krossa lifði mörg ár eftir þetta
og gerði sitt góða gagn. Það rættist svo vel
úr Skrautu einnig og líktist hún móður sinni
í mjólkurlægni og gæðum.
Ur sveitinni eru sendar innilegar jóla-
kveðjur til allra barnanna, sem lesið hafa
þessa sönnu þætti.
4
ur, þótt hún vissi mjög vel að hún gat
stigið út fyrir hringinn.
Allt í einu rankaði hún við sér. Það var
reyndar afmælisdagur Elsu í dag. Það hafði
verið hvísl og pískur í frímínútunum í
skólanum. Elsa hafði fengið smágjafir,
bæði frá Betty, Katrínu og fleirum. Og
Elsa hafði lagt smá boðskort á borðin þeirra.
Þuríður hafði skyggnst um á sínu borði,
en þar lá ekkert kort. Það átti að verða
heimboð í sambandi við afmælið á laugar-
daginn og það átti að verða jólatré.
„En hvað þær eiga gott,“ hafði hún
hugsað, en hún var aldrei langrækin, svo
að nú hafði hún gleymt þessu.
Sannleikurinn var sá, að Þuríður átti
enga peninga til að kaupa fyrir konfekt-
kassa eða annað til að gefa Elsu eins og
hinar höfðu gert. Elsa hafði hugsað sér að
gefa öllum stúlkunum boðskort, en hún
hafði orðið fyrir vonbrigðum, þegar Þuríð-
ur gaf henni enga gjöf. Og svo fékk Þuríð-
ur ekkert boðskort. Þetta gat Elsa átt til.
Þuríður hafði einu sinni verið boðin til
hennar og það hafði verið alveg sérstakt.
En hún hafði ekki getað boðið henni aftur.
Hún sneri sér hægt við og liéll heim-
leiðis. Mamma var víst einsömul heima,
ef hún var þá komin heim. Hún vann í
verslun. En Þuríður hafði lykil að íbúð-
inni og hún ætlaði að elda kartöflur, þeg-
ar hún kæmi heim. En fyrst ætlaði hún að
kaupa bjúgu hjá Svenson. Hún ieit til stúlkn-
anna, sem stóðu og hvísluðu ieyndarmálum
hver að annarri. Nei, það var best að halda
sína leið. En hvað allt var ómögulegt í
dag. Ef hún aðeins hefði peninga til að