Barnablaðið - 01.12.1978, Page 8

Barnablaðið - 01.12.1978, Page 8
Jólagjöfin er þin Það skeði í kyrrlátum garði í Moskvu. Ferðamaður hafði komist í samband við einn af landsins sonum. Meðai annars barst talið að boðskapnum um hjálpræðið í Jesú Kristi. Rússinn var alls ekki framandi fyrir því. Hafði heyrt boðskapinn gegnum út- varpssendingar. En Biblíu haíði hann ekki séð, en þráð að eignast eina sii'ka. Athyglisvert að hitta þennan ferðamann þarna. — Ferðamaðurinn hafði nokkrar rússneskar Biblíur í farangri sínum. Hann rétti þessum nýja vini sínum eitt eintak. Varlega tók hann við henni, blaðaði gæti- lega í henni, en rétti hana síðan til baka aftur. „Þökk fyrir að ég fékk að líta í hana,“ sagði hann hrærður. Ferðamaðurinn horfði undrandi á hann og síðan á bókina. „En þú mátt eiga hana,“ áréttaði hann. „Ó, þökk fyrir að ég fæ að líta ofurlítið meira í hana.“ Augu hans drukku í sig boðskapinn nokkur augnablik, en svo rétti hann frá sér bókina aftur. „Það getur ekki verið mögulegt að þú meinir að ég skuli fá hana, en þökk fyrir að ég fékk að lesa svolítið í henni.“ Undrun ferðamannsins óx. Nokkuð því- líkt hafði hann aldrei upplifað. Hann opn- aði Biblíuna og skrifaði á titilblaðið vinar- kveðju til hans og sagði ákveðið, um leið og hann lét Rússann sjálfan lesa það og skilja að hann meinti það í alvöru: „Gjörðu svo vel — hún er þín.“ Guðs gjöf. Jesús kom til okkar sem Guðs gjöf. — Margir hafa í gegnum aldirnar veitt Jesú athygli, rannsakað líf hans, hrifist af hon- um, eða varpað honum frá sér. Hvað sem 8 við gerum er og verður Jesús Guðs gjöf til okkar. Jesús varð að koma til vor sem gjöf, þar sem við verðskulduðum ekki neitt frá Guði. Við voi’um syndarar, fjarri honum. Við hefðum átt að leita hans, en nú hefur Guð leitað okkar og boðið okkur hessa gjöf. Vissulega er það of stórkostlegt til að vera satt. Undrun mín tekur aldrei enda, þegar ég hugsa um, að einmitt ég fékk að taka á móti Jesú. Samt sem á'ður er það satt. 1 hvers konar kringumstæðum sem þú ert í þá er gjöfin fyrir þig! Guðs gjöf er sönnun kærleika hans til okkar. Hér er ekki um að ræða kærleika aðeins á vörunum, heldur fórnandi kær- leika. Hann hugsaði ekki um sinn eigin hag, heldur einvörðungu okkar. Guð er kærleikur! Hann hefur sannað það. Sönn- unina höfum við í Jesú. Astand okkar án Jesú er glötunarástand. Við skelfumst þegar við heyrum um þau öfl, sem vildu ryðja Jesú úr vegi. Hann var ekki fyrr kominn til jarðarinnar, og lá sem lítið barn í jötu, en Heródes hófst handa að ofsækja hann, og sem hafði þær afleiðingar að fjöldi smábarna missti lífið. Þetta er þó aðeins örlítið sýnishorn af öflum vonskunnar hér á jörðinni. Glötunin er engin trúarspurning. Hún er staðreynd, hvort sem við trúum því eða ekki. En Jesús kom til þess að við fyrir- færumst ekki. I öllum heiminum er eng- inn annar sem liægt er að segja þetta um. I hátign sinni tilbýður hann okkur frelsi. Taktu á móti gjöfinni í trú. Við öðlumst aldrei neitt án þess að grípa

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.