Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 11
dæmd úr leik. Gabel hripaði skilaboð á lít- inn pappírsmiða og borgaði hlaupara að fara með þau til Chandu Ray í Lahore. Hann skrifaði ekki nafnið sitt undir, né gaf staðsetninguna, vegna þess að óvina- njósnarar vildu ná í hann. I Lahore var Chandu Ray að biðja fyrir j, tíbetsku Bihlíunni, þegar hlauparinn kom inn til hans. „Eg kom frá brúnni sem ligg- ur yfir Sandaá í Kashmir/' sagði hann másandi. „Gamall maður borgaði mér fyr- ir að fara með þessi skilaboð.“ Chandu Ray flýtti sér á flugvöllinn og spurði eftir flugi til Kashmir. „Fljúga inn í landareign óvinanna á meðan stríðið er!“ sagði flugmaðurinn. — „Þetta var síðasta flugvélin sem átti að gera það, og ég hef nýlega fengið fyrirmæli um að aflýsa fluginu. Chandu Ray bað í hljóði til Guðs og sagði síðan: „Hvernig ætlar þú að endur- i greiða alla peningana til farþeganna sem áttu að fara með?“ spurði hann hljóðlega. Flugmaðurinn ákvað að leggja strax af stað. Eftir að þeir komu til Kashmir varð Chandu Ray að ganga í þrjá daga áður en hann kom að brúnni yfir Sandaá. En Ga- bel var hinum megin við hana. Indverskur herflokkur stöðvaði Rev. Ray, en hann gaf þeim guðspjöllin á þeirra eigin máli, og voru þeir mjög hamingjusamir að fá þau. Einn af liðsforingjunum hjálpaði Rev. Ray yfir þessa brú, sem bannað var að fara yfir, og þarna hinum megin fann hann 5 Gabel. Hvernig mundu þeir geta komist til baka til Lahore? Flugvél sem var full af særð- um hermönnum var tilbúin til flugtaks til Delhi, langt, langt frá þeim stað sem þeir ætluðu til. Chandu Ray og Gabel var gefið sérstakt leyfi til að fara með þessari flug- vél. Þetta var annað kraftaverk. I Dehli fóru þessir tveir menn um borð í gamla lest sem átti að fara norður, ásamt hundruðum af öðru fólki, og urðu þeir að standa alla leiðina. Enn á ný urðu þeir að fara á puttunum á landamærastöðina miRi Indlands og Pakistans. Þaðan tóku þeir gamlan leigubíl heim til Lahore. Heimleiðin var mjög krókótt en bókinni var bjargað. Mynd 7. Biblían var látin í pressuna og unnið við að prenta hana dag og nótt. Prentvélin stansaði ekki fyrr en verkinu var lokið. Gabel fékk fyrsta eintakið af tíbetsku Biblí- unnið. Þá fyrst fór hann af stað heim til sín. Gabel hafði verið marga mánuði í burtu 11

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.