Barnablaðið - 01.12.1978, Side 14

Barnablaðið - 01.12.1978, Side 14
„Hvers vegna ertu svona hrygg, elskan mín,“ sagði mamma. „Vanalega ertu bros- andi, þegar þú kemur lieim úr skólanum. Er eitthvað að?“ „Já,“ sagði Silla. Mamma tók Sillu í fang sér. „Segðu mér hvað er að.“ „Jólahátíðin verður næsta föstudag og fröken Turner lét mig vera í fremstu röð sýningarinnar.“ Tárin streymdu niður kinn- arnar. „En þetta er dásamlegt.“ „0, mamma, þú skilur þetta ekki. Fötin mín eru ekki eins og föt hinna stúlknanna. Ég þarf alltaf að vera til skiptis í þessum tveim kjólum sem ég á. Þessi bleiki spari- kjóll er orðinn hræðilegur. Ég vil ekki vera í fremstu röð í þessum ljóta kjól.“ „Ég skil þetta vel, vina mín. En vegna þess að pabbi er vekiur, hef ég enga pen- inga til að kaupa nýjan kjól. En ég skal þvo og strauja bleika kjólinn þinn. Hann verður fínn.“ Hún kyssti Sillu á kinnina. Rétt í þessu kom Anna, frænka Sillu, í 14 heimsókn. „Ég ætlaði bara að heilsa upp á ykkur,“ sagði hún. „Er eitthvað að?“ „Silla á að koma fram á jólahátíðinni i skólanum og hana langar í nýjan kjól — í staðinn fyrir gamla bleika kjólinn.“ „Ó, ég skil,“ sagði Anna frænka. „Ég er ekkert hissa á þessu. Ég ætlaði nú ann- ars að spyrja þig, hvað þú vildir helst fá í jólagjöf. Það má ekki vera mjög dýrt, þar sem ég þarf að kaupa mat lianda drengj- unum mínum fjórum. En mig langar til að gefa þér eitthvað. Ég lield, að ég viti svar- ið — nýjan kjól..“ „Nei, Anna frænka. Það sem mig langar mest til, er að pabbi verði frískur aftur. Kjóllinn mundi þá verða næst besta jóla- gjöfin. Ég bið Guð að lækna pabba. Ég veit að hann heyrir bænir mínar og gerir pabba frískan bráðum.“ „Þú ert góð stúlka og ég veit að mamma þín og pabbi eru hreykin af þér.“ Brátt leið að jólaHátíðinni. Meðan Silla borðaði hádegismatinn, talaði hún um há- tíðina, en minntist ekki á bleika kjólinn. Mamma var búin að þvo hann og strauja, en þrátt fyrir það sást vel, að hann var gamall og slitinn. Þegar Silla var að skipta um föt, heyrði hún að dyrabjöllunni var hringt. — Anna frænka ætlaði að fara með þeim. „Silla,“ kallaði hún. „Viltu koma hingað augnablik?“ Silla fór niður og í sófanum sat pabbi. „Ó, hvað ég er glöð að sjá þig, pabbi minn.“ „Þú veist ekki hvað ég er glaður yfir því að vera kominn, vina mín. Læknirinn sagði að ég væri orðinn nógu Irískur til að koma heim. Anna frænka sótti mig á sjúkra- húsið, svo ég gæti komið þér og mömmu að óvörum.“ Hann faðmaði Sillu og mömmu sem voru með augun full af tárum.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.