Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Jólagjöjin hans Jerrý Lengi hafði Jerrý hugsað um jólagjöf handa mömmu. Hvað átti það nú að vera? Jú, nú vissi hann það. Hrærivél! Af hreinni tilviljun hafði hann heyrt mömmu segja, að það væri mikill munur ef hún hefði hrærivél, en hún væri alltof dýr. Pabbi hafði sagt, að því miður gæti hann ekki keypt hrærivél þetta ár. Hann var líka búinn að kaupa jólagjöfina handa henni. Jerrý vissi, að það var hlý vetrar- kápa með loðkraga. Hún var líka dýr. Hrærivél mundi létta mömmu vinnuna, hugsaði Jerrý. Hann átti peninga í banka. Kannski gæti hann keypt hana. Mamma var best af öllum. Ekkert var of gott fyrir mömmu. Jerrý kom syngjandi heim úr skólanum. Hann hafði komið við sjá kaupmanninum og spurt um verð á hrærivél — og hann gat „Mamma og frænka, nú sjáið þið að Guð heyrði bæn mína um að lækna pabba. Og hann svaraði henni alveg eins og ég vissi að hann mundi gera. Og það fyrir jólin.“ „Pabbi, getur þú komið með mér á jóla- hátíðina í kvöld?“ „Já, já, þess vegna er ég kominn í spari- fötin.“ Augu Sillu ljómuðu, þar sem hún stóð á sviðinu. Jafnvel bleiki kjóllinn virtist fallegri, þegar Silla horfði á pabba sinn sitja á fremsta bekk. Þetta var besta jóla- gjöfin. „Þakka þér Guð,“ hvíslaði hún með sjálfri sér. Þýtt G. Jónasdóttir. keypt hana. Hann sá mömmu fyrir sér, þeg- ar hún opnaði pakkann! Glöð yrði mamma. Og glaður var hann. I dag skyldi hann taka út peninga og kaupa hana. „Drekktu nú teið þitt, Jerrý,“ sagði mamma, „það er tilbúið.“ „Ég þarf að skreppa í bæinn,“ sagði Jerrý, meðan hann drakk teið í miklum hasti. „Þarftu ekki að læra?“ „Á eftir,“ og hann var þotinn út. Rétt á eftir þurfti mamma sjálf að fara út. Hún hafði mælt sér mót við pabba, þau ætluðu að kaupa jólagjöf handa Jerrý. Umferðin var gífurleg. Allir þurftu að flýta sér: á bílum, hjólum, gangandi, já, allavega. Allt í einu sá hún að fólk þyrptist sam- an á einum stað. Hún heyrði líka í sjúkra- bíl. Það hafði orðið slys. Ó, hræðilegt! Ein- hver hefur orðið fyrir slysi, og það svona rétt fyrir jólin. Maður sem stóð þar nærri, hrópaði: „Þessir drengir hafa enga fyrir- hyggju, þeir aka alltof hratt.“ Á sömu stundu kom pabbi til hennar. „Ertu búin að bíða, Ellen?“ „Nei, ég var að koma — en sjáðu, það hefur orðið slys, og þarna kemur líka sjúkrabíllinn, ég heyrði einhvern segja, að það hafi verið drengur, sem varð fyrir bílnurn." Þau voru nú komin á slysstaðinn. Þau sáu hjálparmennina lyfta meðvitundarlausu barninu inn í bílinn. „0, það er Jerrý okkar!“ hrópaði móðir- in. Einn mannanna sneri sér að þeim og sagði: „Viljið þið kannski fylgjast með til sjúkrahússins?“ 15

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.