Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 17
vil tala um við þig, það hefur legið mér á hjarta tvo síðustu mánuðiua. Þú manst eftir Billý í mínum bekk, hann hefur misst mömmu sína, og nú vill pabbi hans flytja til Ameríku og 1 áta Billý á barnaheimili. Ef við nú tækjum hann á okkar heimili, gæti það ekki verið ofurlítið trúboð? Við höfum herbergið hans Jerrý, öll hans föt og allt hans dót.“ Frú Stuart fékk óstöðvandi grát. „Ann- ar drengur í Jerrýs herbergi!“ hrópaði hún, „það er ekki til að tala um.“ „Ellen,“ sagði maður hennar milt og al- varlega. „Vor elskaði Frelsari var aldrei eigingjarn. Hann gaf allt fyrir okkur. Litli Jerrý okkar var heldur ekki eigingjarn, — hann gaf allt sem hann átti til að gleðja þig á jólunum. Eg veit, elskan mín, að þú vilt heldur ekki vera eigingjörn, en ég skil svo vel að hugsunin um þetta er þér ofviða í augnablikinu, taktu heldur enga ákvörð- un um þetta strax, hugsaðu um það. Það er mín trú, að gleðin komi inn í heimili okkar með Billý.“ Það leið ekki langur tími, þar til frú Stuart fór að skilja að þetta var ráðsálykt- un Guðs, og þá byrjaði gleðin að spretta fram í hjarta hennar. Og ekki varð hún minni, þegar Billý var fluttur mn í heimil- ið. Aftur var lítill drengur sem þurfti um- hyggju og kærleika. Og foreldrarnir fengu ríkuleg laun, því Billý var þeim góður og eftirlátur sonur. Minningarnar um Jerrý voru ennþá dýrmætar en ekki sárar — að- eins blessaðar. Slíkt getur Guð gert þegar við erum fús að ganga Hans veg. — Gleðileg jól! (Þýtt úr Kirkeklokken, lítið eitt stytt. Kristín Jónsd.). KROSSGÁTA Jæja krakkar, nú fáið þið að spreyta ykkur á krossgátu. Til að geta leyst þessa krossgátu þurfið þið að hafa Biblíu eða Nýja testamenti við hendina. Þið skuluð finna Lúkasarguð- spjall, annan kafla. Þið sjáið litlar tölur inn á milli setninganna eða við jaðarinn á þeim. Þessar tölur merkja það sem kallað eru vers (skammstafað v.). Til að finna orðin í krossgátunni verðið þið að lesa versin sem merkt eru við hverja linu. Til dæmis er lausnarorðið í fyrstu línu að finna í 13. versi, — „Þér munuð finna UNGBARN“. Lúk, 2. 1. Þér munuð finna ......... v. 13. 2. Fór þá einnig Jósef úr borginni . . . . v.4. 3. Og lagði hann í ......... v. 7. 4. Og.......Drottin stóð hjá þeim v. 8. 5. Þvi yður er í dag........v. 8. 6. Og í þeirri byggð voru ........ v. 8. 7. Og þeir fóru með skyndi og fundu hæði Maríu og .......... v. 17. 8. Og dýrð Drottins ........ v. 9. Ef ráðningin er rétt, er hægt að lesa lóðrétt nafn á þekktri borg í ísrael. Lausnina er að finna á bls. 19. 17

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.