Barnablaðið - 01.02.1979, Qupperneq 3
42. árg. 1. tbl. 1979.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Einar J. Gíslason.
Ritnefnd:
Daníel Glad,
Hallgrímur Guðmannsson.
Útgefandi:
Blaða- og bókaútgáfan,
Hátúni 2, Reykjavík.
Barnablaðið kemur sex sinnum á ári
Ársáskrift: 1900 krónur
Verð í lausasölu: 400 krónur.
Áskriftarverð erlendis: 2700 krónur.
Gjalddagi er 1. apríl.
Utanáskrift:
BARNABLAÐIÐ,
Pósthólf 5135,
125 Reykjavík.
Póstgíró: 16 66 69
Sími 20735.
Setning og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Ár barnsins
Til lesendanna
Með þessu blaði hefst 42. árgangur Barnablaðsins.
Sá aldur gefur til kynna að hér er ekki um neinn ung-
ling að ræða. Efni blaðsins og innihald verður þó að
sjáifsögðu áfram við hæfi barna og unglinga.
Barnablaðið er kristilegt blað, sem ber virðingu fyrir
kristnu uppeldi og kennslu. Það heldur í heiðri Heil-
ögum Ritningum og kenningum þeirra er snerta líf
barna.
Árið 1979 er kallað ár barnsins.
Börn eru dýrmætasta eign og framtíð hverrar
þjóðar og byggðar. Uppeldi getur miðast við góðar
fyrirmyndir og því miður einnig slæmar. ,,Heiðra þú
föður þinn og móður“ er hið fyrsta boðorð með fyrir-
heiti, ,,til þess að þu verðir langlífur í landi því, sem
Drottinn Guð þinn gefur þér“. Það er vert til eftir-
breytni. Óhlýðni og þrjóska barna við foreldra er eitt
það ömurlegasta er getur að líta.
Hornsteinn hvers þjóðfélags er helmllið, þar sem
faðirog móðir hjálpast að við uppeldi barnsins. Fyrrá
tímum studdist hvert heimili við húslestra, Passíu-
sálmana og aðrar dyggðugar bókmenntir. Nú er
gjörbreyting orðin á. Uppeldi barna hefur flust til
skólanna og jafnvel fjölmiðlanna einnig.
Barnablaðið telur sig hafa hlutverki að gegna á
móti slíku. Það vill halda á lofti heiðri við föður og
móður, ást til móðurmálsins og föðurlandsins. En
fyrst og fremst ást til hans er skóp himin og jörð og frá
hverjum allir eru útgengnir. Því mun Barnablaðið
stuðla að hollum kristilegum áhrifum. Það veit ekki
aðra fyrirmynd betri eða fegurri en LIF JESÚ KRISTS.
Barnablaðið styður eindregið hugsjón og lífalgjörs
bindindis og holls lífsmáta. Bæn okkar, sem að þessu
blaði stöndum, er að bæði börn og foreldrar sjái af
síðum blaðsins það, sem til liðs má verða við gott
uppeldi og siðgæði í landi voru. Þá er ekki til einskis
unnið.
Með kveðjum til lesenda Barnablaðsins.
Ritstjórinn.
3