Barnablaðið - 01.02.1979, Qupperneq 15

Barnablaðið - 01.02.1979, Qupperneq 15
leitar, glampandi eldingar dönsuðu á himinhvolfinu. ,,Við verðum að flýta okkur,“ sagði María og herti gönguna. Jóhanna reyndi að fylgja Maríu eftir, en dróst brátt aftur úr. Hún stundi af mæði og fann sig veika og þreytta. ,,María, ég get ómögulega gengið svona hratt." „Mamma þín vill ekki að þú verðir vot,“ svaraði María hvasst. ,,Hvað eigum við að taka til bragðs?" Það var enn drjúgur spölur heim að húsi Jóhönnu. „Mamma hefði náð í mig ef hún hefði verið heima," sagði Jóhanna. ,,En það leit ekki út fyrir rigningu, þegar við komum í lystigarðinn og þess vegna fór hún í heimsókn til ömmu. En við getum beðið Guð um að láta ekki rigna á meðan við erum að komast heim,“ sagði hún hýrlega. En það byrjaði að rigna og stórir dropar féllu á jörðina. „Sjáðu! Þarna hjá stóra hólnum. Jarðýtan hefur rutt nýjan veg og við getum stytt okkur leið, og orðið fljótari heimleiðis. Það er léttara." Stúlkurnar fóru yfir moldarveginn. Þrumurnar urðu háværari og himinninn varð æ dimmri. Regnið var farið að falla í stríðum straumum. „Sjáðu Jóhanna," sagði María spennt. „Jarðýtan hefur gert holu í hólinn til að ná efni. Við getum fengið afdrep fyrir regninu, ef við bara stöndum inni í holunni og bíðum uns það er liðið hjá.“ Þær þrengdu sér inn í holuna í hólnum og regnið náði nú ekki til þeirra. ,,Guð er góður að hjálpa okkur Jóhanna," sagði María brosandi. ,,Hann elskar okkur fjarska mikið, og Biblían segir að hann muni alltaf varðveita okkur. Og ég geri ráð fyrir, að það sé líka átt við, að hann varðveiti okkur einnig fyrir regninu, þegarvið megum ekki blotna." „Ertu ekki glöð yfir því, að Guð skyldi elska okkur svo mikið að hann sendi Jesúm til að deyja fyrir það Ijóta, sem við höfum gert?" spurði Jóhanna. „Jú, ég er glöð af því, að ég bað Hann að koma inn í hjarta mitt," svaraði María. „Það veitir mér líka ör- yggiskennd." Vindurinn hvein og ýlfraði reiðilega fyrir utan fylgsnið þeirra. Regnið steyptist niður af hólnum eins og foss. Eldingarnar leiftruðu og drógu upp myndir á himininn, og þrumurnar drundu og bergmáluðu allt um kring. „Já, ég er glöð,“ sagði Jóhanna, „að Jesús gaf okkur þennan stað til að skýla okkur fyrir storminum. Og Hann verndar okkur tryggilega í Sér, öllum stundum." — Betty Swinford. Getraun: Hvað eru fiskarnir margir? Þarna stendur maöur á bryggjunni og fiskar. Hann er búinn aö fá marga fiska í háfinn sinn. Þeir eru svo margir aö hann getur ekki taliö þá. Getur þú taliö fiskana í háfnum? Teldu fiskana og sendu svarið til Barnablaðsins, Pósthólf 5135, 125 Reykjavík. Viö munum draga úr réttum svörum og veita þrenn verðlaun. 15

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.