Barnablaðið - 01.02.1979, Qupperneq 12
Þessi dýr kvíða ekki ve
Vinir okkar í dýraríkinu, vita hvað þeir eiga að gera
þegar vetrarkuldinn bítur útifyrir. Guð, í aivizku sinni
hefur hagað því svo til, að flest dýr klæðast nýjum
vetrarbúningi með því að láta sér vaxa, óvenjulega
þykkt og langt hár. En fyrir sumar dýrategundir, er
þetta þó ekki allskostar fullnægjandi. Þau vilja líka
hafa vetrarskrúðann sinn í öðrum litum.
Þetta er snæhéri, eða öðru nafni snjóþrúgu-héri.
Þetta nafn sitt fær hann af því, að loðfeldurinn á fótum
hans verður mjög þykkur yfir vetrartímann og auð-
veldar honum þannig að ganga á snjónum. Hann
skiptir um lit eftir árstíðum, er mógrár á sumrin en
hvítur á vetrum, að undanteknum svörtum blettum
sem eru efst á löngu eyrunum hans. Snæhérinn á
heima í heimskautalöndum, svo sem Alaska og Kan-
ada. Hérar og kanínur eru afar lík dýr í útliti, enda
náskyldar dýrategundir. Kanínur — sem þú hefur
efalaust séð — eru þó alla jafna minni að vexti og með
styttri eyru en hérinn. Hérar eru sterkbyggðari en
kanínur, stökkva lengra og hlaupa hraðar. Kanínu-
ungarnir fæðast blindir og hárlausir en ungar hérans
fæðast sjáandi og loðnir. Kanínur taka ekki litaskipt-
um eins og sumar hérategundir.
Á þessari mynd getur þú séð hreysikött á harðaspretti
í hvítum vetrarfeldi. Snæhérinn og hreysikötturinn,
hafa gilda og góða ástæðu til að skipta um lit. Ef þeir
héldu sínum brúna sumarlit að vetrinum, væru þeir
næsta auðveld bráð, skæðasta óvini sínum, haukn-
um, sem gæti þá séð þá á fannbreiðunni úr órafjar-
lægð. En það er erfitt að eygja þá í snjónum í drif-
hvítum búningi. Þú manst kannski eftir íslensku rjúp-
unni okkar, hvernig hún bregður sér í fannhvít
vetrarklæði, til að dyljast fyrir óvinum sínum fálkanum
og refnum.
Eins og þið vitið efalaust, er hreysikötturinn síður
en svo venjulegur heimilisköttur. Hann er í ætt við
minkinn, sem er bæði slægur og grimmur og hinn
mesti vágestur hér á landi.
12