Barnablaðið - 01.02.1979, Side 19
Unaðsleg
handleiðsla
Það var á sunnudegi í byrjun júní að Drottinn talaði
til mín og sagði: „Farðu inn í haga." Þetta inn í haga,
er beitiland upp undir Þríhyrningi.
Ég sagði konu minni að ég ætlaði strax inn í haga,
sem ég og gerði á stundinni. Þegar ég er kominn
svona hálfa leið upp að Þríhyrningi, tek ég eftir
nokkrum kindum, sem ég vissi að áttu að vera á
þessum slóðum. Ég tek eftir að ein ærin ber sig hálf
illa og lamb hennar sést hvergi. Ég leita þarna smá
stund, en finn ekkert lamb. Þá kemur það sterkt og
ákveðið í huga minn að biðja til Jesú, sem ég trúi á af
öllu mínu hjarta. Ég bið eitthvað á þessa leið: Elsku
Jesús minn, sé lambið einhversstaðar á lífi, þá bið ég
þig að leiða mig að þeim stað, svo ég megi bjarga því!
Að loknum þessum bænarorðum fór ég af stað og
fann greinilega að ég var leiddur af Jesú. Mér leið svo
undursamlega vel. Ég gekk langt í burtu, áleiðis til
Þríhyrnings. Svo stansa ég allt í einu, horfi og horfi og
gef vel gætur að öllu, sem gæti bent mér á lambið. En
ekkert sést og ekkert heyrist, en samt var ég á þessum
, punkti eins og negldur niður. Ég var kominn á stað-
inn. Allt í einu heyrði ég veikt lambsjarm, alveg við
tærnar á mér. Þegar ég gæti betur að sé ég örlitla
holu, sem lambið hafði fallið niður um. Þetta var svo
djúp hola að ég þurfti að kafa alveg upp að öxl til þess
að ná lambinu, sem var nær dauða en lífi. Það var kalt
og hrakið því vatn var í holunni svo lambið var að
hálfu í vatni.
Þegar ég hafði dregið lambið uppúr kom Heilags
Anda kraftur yfir mig svo ég lofaði og vegsamaði
Drottin fyrir þessa undursamlegu handleiðslu. Þessi
orð hljómuðu í huga mér: ,,Mönnum og skepnum
hjálpar þú Drottinn." Seinna fékk ég að skilja að þetta
atvik var kall til mín, að starfa á meðal barna, sem ég
hef og gert á Hvolsvelli í fimm ár og geri enn. í því
sambandi vil ég þakka Gísla Kristjánssyni, skóla-
stjóra, sem lánar mér skólastofur sínar án endur-
9jalds. Guð blessi hann og fjölskyldu hans og alla
w Hvolsvallarbúa. Síðast en ekki síst bið ég blessunar
Guðs yfir alla litlu vinina mína, sem eru svo duglegir
aö koma í sunnudagaskólann.
Pennavinir
Langar að skrifast á við stelpur og stráka, á aldrinum 11—13 ára. Er
sjálf 11 ára.
Valgerður Inga Kjartansdóttir,
IDjúpadal, Akrahrepp, 551 Sauðárkrókur.
Mig langar að skrifast á við stelpur 10—12 ára. Er sjálf 11 ára.
Margvísleg áhugamál. Svara öllum bréfum.
Kristjana Magnea Hilmarsdóttir,
Hólum 15, 450 Patreksfirði.
Mig langar að skrifast á við stráka 11—12 ára. Er á ellefta ári sjálfur.
Áhugamál sjónvarp og bréfaskriftir. Svara öllum bréfum.
Unnar Blrgisson,
Skúlagötu 5, 340 Stykkishólmur.
Okkur langar til að skrifast á við stelpur og stráka. Áhugamál okkar
eru margvísleg. Við svörum öllum bréfum.
Ingibjörg E. Hjaltadóttir, (12—14 ára)
Aðalstræti 79a, 450 Patreksfirði
Helga Fjelsted, (13—15 ára)
Aðalstræti 72, 450 Patreksfirði.
Kristín Ósk Fjelsted, (11—13 ára)
Aðalstræti 71,450 Patreksfirði.
Mig langar til að komast í bréfasamband við stelpur og stráka á
aldrinum 14—15 ára.
Helga Hallbjörnsdóttir,
Suðurgötu 43, 300 Akranes.
Mig langar að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12—14 ára,
er 12 ára sjálf. Áhugamál eru hestar, fimleikar og allt áhugavert.
Svara öllum bréfum.
Kristan Kjartansdóttir,
Tjarnargötu 44,101 Reykjavík.
Ég óska eftir að komast í bréfasamband við krakka á aldrinum 11—
13 ára. Sjálf er ég 12 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Hulda Garðarsdóttir,
Bæjarási 2, 675 Raufarhöfn.
Mig langar að komast í bréfasamband við stelpur og stráka á aldrin-
um 9—12 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Svara öllum bréf-
um.
Helga Haraldsdóttir, Nónási 1,675 Raufarhöfn.
Ég óska eftir að komast í bréfasamband við krakka á öllum aldri,
bæði stráka og stelpur. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Sigurrós Jónasdóttir,
Aðalbraut 39 a, 675 Raufarhöfn
Ég óska eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11 —13 ára,
ég er 12 ára. Svara öllum bréfum. Hef áhuga á íþróttum og fleira.
Guðrún Dögg Jóhannsdóttir,
Lindarbrekku, 450 Patreksfirði.
Magnús Guðnason,
Kirkjulækjarkoti,
Fljótshlíð.
Ég óska eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11—13 ára.
Ég er sjálf 12 ára. Áhugamál íþróttir og fleira. Svara öllum bréfum.
Thelma Björk Kristinsdóttir,
Sigtúni 19, 450 Patreksfirði.
m
19