Barnablaðið - 01.02.1979, Qupperneq 10
AFMÆLISGJÖFIN
Linda tók afmælisgjöf mömmu sinnar upp úr
kommóöuskúffunni, þar sem hún hafði falið hana
vandlega. ,,Við skulum búa um gjafirnar okkar handa
mömmu, á meðan hún er úti við að versla," sagði
Linda við litla bróður sinn, Jakob.
Jakob flýtti sér að sækja afmælisgjöfina, sem var
falin í kommóðuskúffunni.
,,Ég bjó hana til sjálfur að öllu leyti," sagði Jakob.
Hann hélt á lofti, snotrum sívölum steini sem hann
hafði skreytt, með Ijósblárri málningu. „Mamma getur
notað hann fyrir bréfapressu," sagði hann stoltur.
,,Ég hjálpaði við að líta eftir litla barninu honum
Palla," sagði Linda og gat með því unnið mér inn
dálitla peningaupþhæð, til að kauþa afmælisgjöf
handa mömmu." Og um leið sýndi hún Jakob, mjög
gætilega, forkunnarfagran leirvasa í skærrauðum lit.
Þetta var nú heldur en ekki myndarleg gjöf sem
mamma yrði hrifin af.
,,Ég hjálpaði þér til að pakka inn vasanum," sagði
Jakob og þreif til sín gjöfina fögru. En . . . æ! Vasinn
slaþþ úr hendi hans og hafnaði á gólfinu í mörgum
pörtum. Þetta var nú verri sagan.
„Jakob!" hrópaði Linda. „Sjáðu bara hvað þú hef-
ur gert!"
Jakob fór að hágráta. „Ég . . . ég ætlaði alls ekki aö
gera þetta!" sagði hann. „Gráttu ekki Jakob minn,"
sagði Linda.
„Guð vill að ég fyrirgefi þér. Og ég veit að þetta var
bara slysni. Ég er viss um að ég get fundið upp á
einhverju öðru, til að gefa mömmu í afmælisgjöf."
Nú varð að hafa hraðan á, því mamma gat komið
heim á hverri stundu úr verslunarferðinni og gjöfin
yrði að vera til á reiðum höndum, þegar hún birtist. En
Linda var bæði snör og fljót að hugsa. Hún safnaði
saman öllum brotunum af gólfinu, síðan varð hún sér
úti um plastflösku sem hún fann í eldhúsinu og límdi
brotin úr vasanum, utan á flöskuna.
„Ég held að þetta muni sýna mömmu, hvað mér
þykir vænt um hana," sagði Linda.
„Það sýnir líka kærleika þinn til mín," sagði Jakob.
Og Lindu var svo létt um hjartað, að hún kyssti Jakob
stórum kossi.
Bible-ln-Life Stories.
10
H